Fréttabréf - 01.08.1989, Qupperneq 3
á því hve mikið böm hér á landi horfa á
sjónvarp, kvikmyndir og myndbönd og
hvað þau horfa á. Enn fremur skorar
Alþingi á menntamálaráðherra að beita
sér fyrir því að dregið verði verulega úr
því ofbeldi sem bömum og öðmm er
sýnt í sjónvarpi, kvikmyndum og á
myndböndum.” Það þarf ekki að eyða
löngu máli í umfjöllun um þessa tillögu,
þörfin er augljós. Guðrún er fyrsti
flutningsmaður tillögunnar.
Tæknifrjóvganir
“Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm-
inni að sjá til þess að áður en glasa-
frjóvganir verða hafnar hér á landi verði
lagt fyrir Alþingi lagafmmvarp um
réttarstöðu og tryggingarmál þeirra sem
hlut eiga að máli, þegar
tæknifrjóvgunum er beitt.” Svo hljóðar
þingsályktunartillaga sem
Kvennalistakonur fluttu á Alþingi
nýverið. Það var Sigga Lillý sem flutti
tillöguna þegar hún var inni á þingi í
fjarvem Þórhildar. I greinargerð með
tillögunni segirm.a. “Tæknisæðingar
em yfirleitt gerðar með aðfengnu sæði
ókunns manns og eggi þeirrar konu sem
gengur með bamið. Þegar frjóvgun fer
fram í legi verður afkvæmið þannig
ætíð erfðafræðilegt afkvæmi móður, þ.e.
þeirrar sem gengur með bamið, en
þannig þarf það ekki að verða ef eggið
er frjóvgað utan legs. Þá em í flestum
tilfellum, þegar framkvæmdar em
glasafrjóvganir, frjóvguð fleiri egg en
notuð em hverju sinni. Við það verða til
aukafósturvísar sem hægt er að geyma í
frysti til notkunar síðar.” Og síðar í
greinargerðinni segir “Þeim bömum í
landinu fer æ fjölgandi sem hafa orðið
til við tæknifrjóvgun og þau ásamt
foreldmm þeirra eiga fullan rétt á að
lagaleg staða þeirra sé skýr. Þá þarf að
setja reglur um það hverjir eiga rétt á
tæknifrjóvgunum hér og hvaða skilyrði
konur þurfi að uppfylla til að fá greiðslu
frá Tryggingastofnun ríkisins vegna
meðferðarinnar. Eins og áður var getið
fylgja glasafrjóvgunum umfram-
fósturvísar. I lögum þarf að kveða skýit
á um umráð yfir þeim og takmörk á
tilraunum með fósurvísa.”
Leiösögumenn meö
hópferöum erlendra aðila
Erlendum ferðamönnum hefur
fjölgað mikið á íslandi á undanfömum
ámm. Stór hluti þeirra kemur hingað í
skipulögðum hópferðum, oft á tíðum
taka íslenskir leiðsögumenn við þessum
hópum við komuna til landsins og
fylgja þeim á ferð þeirra. I seinni tíð
hefur gætt vaxandi áhuga erlendra
ferðaskipuleggjenda á að senda sjálfir
erlenda leiðsögumenn með hópunum og
sniðganga þar með íslenska
leiðsögumenn. Kvennalistinn hefur því
lagt fram þingsályktunartillögu þar sem
lagt er til að samgöngumálaráðherra sjái
“til þess að í skipulögðum hópferðum
erlendra aðila á íslandi sé ætíð með í för
íslenskur leiðsögumaður sem nýtur
réttinda samkvæmt reglugerð um
starfsmenntun leiðsögumanna
ferðafólks nr. 130/1981.” Danfríðurer
fyrsti flutningsmaður þessarar tillögu.
Fyrirspurnir
Kvennalistakonur hafa verið og eru
iðnar við að leggja fram fyrirspumir til
ráðherranna um ýmis mál, má þar t.d.
nefna fyrirspum um fyrirhugaðar glasa-
frjóvganir á Landspítalanum, fyrirspum
um hunda til fíkniefnaleitar, fyrirspum
um uppgjör á skuldum ríkissjóðs við
sveitarfélög og fyrirspum um
vaxtabótafrumvarp. Því miður yrði of
langt mál hér að gera grein fyrir svömm
við fyrirspumunum, en ég vil hvetja
áhugasamar konur til að afla sér
upplýsinga og þá má benda á
Alþingistíðindi sem kosta ekki mikið.
Þið getið líka hringt annað hvort í
I starfskonumareða einhverja
3