Fréttabréf - 01.08.1989, Blaðsíða 12
Þessi atburðurer svartur blettur á
stjómarferli Davíðs Oddssonar og
meirihlutans. Þessi atburður verður
skráður á spjöld sögunnar. Þetta verður
geymt en ekki gleymt!”
Skylt er að geta þess að Páll
Gíslason, læknir lýsti sig sammála
okkur í stjómarandstöðunni, en sat hjá
við atkvæðagreiðsluna.
Elín G. Ólafsdóttir
PS. Margrét mín og þið hinar á
Sauðárkróki, þúsund milljón fyrir
kortið. Það er yndislegt að fá svona
sendingu viðbrögð og stuðning, þegar
mikið er í húfi. Gangi ykkur allt í hag-
inn á heimslóðum. Sjáumst fljótlega,
ha?
Ályktun frá fundi á Hótel Borg
27.nóvember 1989
Borgarstjórinn í Reykjavík
Davíð Oddsson
Almennur fundur á Hótel Borg
minnir á að vöxtur og viðgangur hverrar
þjóðar felst í viðhaldi hennar, ekki í
svokölluðum hagvexti sem er mældur í
peningum. Ætla mætti að sérhvert
þjóðfélag liti á það sem sína fremstu
skyldu að viðhaldi þess sé sinnt með
sóma. Góð aðhlynning móður og bams
er fyrsta skrefið í farsæld þeirra sem
landið erfa. Er sú raunin hér á landi?
Með ört fjölgandi fæðingum á un-
danfömum ámm hefur orðið sú undar-
lega þróun að þjónusta við fæðandi
konur hefur verið skert með fækkun
rúma og sumarlokun
Fæðingarheimilisins. Vinnuálag
starfsfólks fæðingardeildar
Landspítalans hefur verið með
ólíkindum undanfarið. Það er samdóma
álit starfsfólks að erfitt sé að gæta
fyllsta öryggis móður og bams þar sem
ekki gefst nægur tími til að sinna hverri
einstakri fæðandi konu. Við Islendingar
höfum státað af lágri dánartíðni
nýfæddra bama. Látum ekki ímyndaðan
spamað í heilbrigðisþjónustunni snúa
þeirri þróun við.
Við sem emm hér saman komin
leggjum ríka áherslu á að aðstaða fyrir
verðandi foreldra á fæðingarstofnunum
í Reykjavík verði aukin og bætt.
Við skomm á Borgarstjóm
Reykjavíkur að ganga ekki til samninga
um leigu á 1. og 2. hæð
Fæðingarheimilisins. A 2. hæð
Fæðingarheimilisins er 18 rúma deild,
sem við krefjumst að verði nú þegar
tekin í notkun og opnuð fyrir
sængurkonur. Bregðumst jákvætt við
bameignabylgjunni.
1. og 2. hæð Fæðingarheimilisins. Þar
með hafa þeir fómað
Fæðingarheimilinu á altari trúarbragða
einkavæðingar.
Nú er af sem áður var þegar
Sjálfstæðismenn töldu
Fæðingarheimilið eina af sínum
fegurstu rósum. Að óreyndu hefði því
ekki verið trúað að Davíð Oddsson
gengi fram fyrir skjöldu og brigði hnífi
á lífæð þessarar stofnunar.
Á sama tíma og þessi gjömingur er
framinn gengur bameignabylgja yfir
borgina sem brýnt er að mæta með
bættri aðstöðu fyrir fæðandi konur.
Þessi tilfinningalausa samþykkt um hið
gagnstæða mun því beinast harðast gegn
konum og ófæddum bömum í
Reykjavík.
12