Fréttabréf - 01.08.1989, Page 14
Ályktun frá Friðarömmum:
Gefum ekki ofbeldisleikföng
Ömmur og afar
Nú fer í hönd undirbúningur
jólahátíðar. Hjá mörgum er það hluti af
hátíðahöldunum að gefa þeim sem
okkur þykir vænt um jólagjafir.
Nú á tímum fer ofbeldi í vöxt í heim-
inum. í okkar litla þjóðfélagi er það því
miður ört vaxandi vandamál. í sjónvarpi
og kvikmyndum er ofbeldi sýnt eins og
það sé sjálfsagður hlutur í daglegu lífi.
Ömmur og afar, ekkert okkar vill að
bamabamið sitt lendi í þeirri ógæfu að
verða fómarlamb ofbeldis eða ofbeld-
isvaldur. Gemm því allt sem í okkar
valdi stendur til að spoma á móti þeim
áhrifum er geta leitt af sé slíkar
afleiðingar.
Eitt af því sem við getum gert er að
gefa bömunum ekki ofbeldisleikföng.
Það er afar auðvelt að gefa þeim þroska-
leikföng, góða bók eða mjúkan pakka.
ömmur og afar tökum höndum
saman og svnum í verki þá
ábvrgðartilfinningu og væntumþvkiu
sem við bemm í briósti til bama-
bamanna okkar með því að gefa þeim
ekki né öðmm bömum ofbeldisleikföng
íjólagjöfi
Með jóla- og friðarkveðjum
Friðarömmur
Líf og fjör hjá Vesturlandsanga
Héðan af Vesturlandi er helst að
frétta að Danfríður fór ásamt
skjaldmeyjum sínum, þeim Inger og
Snjólaugu á vinnustaðafundi í
Grundarfirði. Það gekk mjög vel og
þeim var tekið með kostum og kynjum,
enda Gmndfirðingar höfðingjar heim að
sækja. Fimmtudaginn ló.nóvember fóm
Sigríður Lillý og Danfríður í
vinnustaðaheimsóknir á Akranes. Vom
þær þar á kunnugum slóðum enda
fyrrum samkennarar við Fjölbrautar-
skólann þar í bæ. Eins og annars staðar
voru móttökur mjög góðar, en því miður
er atvinnuástand á Skaga afar slæmt.
Um 120 konureru atvinnulausaren
öllum hefur verið sagt upp í
skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts og
engin ný atvinnutækifæri í.sjónmáli.
Seinni part dagsins var boðið upp á
viðtalstíma í Stúkuhúsinu og um
kvöldið og um kvöldið komu nokkrar
Kvennalistakonur á Skaga saman og
röbbuðu yfir kaffibolla. Að þessum 2
dögum loknum má segja að við eigum
eftir að heimsækja Búðardal og Hellis-
sand í þessari skipulögðu yfirreið okkar
á þessu ári. Slíkar heimsóknir taka mjög
langan tíma ekki síst fyrir það hvað
móttökur eru góðar, en þær eru líka
mjög gagnlegar. Nú er ljóst að ekki
verður farið á tvo síðasttöldu staðina
fyrr en á nýju ári.
Laugardagana 11. og 25.nóvember
14