Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 4

Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 4
Landsfundur 1995 Guðrún Vignisdóttir sté því næst í ræðustól og ræddi spuminguna „Hvemig náum við til kvenna?“. Hún varpaði fram hugmynd um að Kvennalistinn gæfi út bók með samtölum við fólk sem barist hefur fyrir jafnrétti kynjanna og vísaði til þess hversu mikil bókaþjóð við íslcndingar emm. Það megi líka notfæra sér þá staðreynd að fjölskyldan sé í tísku, t.d. í Banda- ríkjunum. í því sambandi benti hún á „bestseller" þar í landi sem heitir í íslenskri þýðingu Karlmenn em frá Mars, konur eru frá Venus og er eftir fjölskylduráðgjafa að nafni Grey sem segir m.a. að í allri vinnu með fjölskylduna verði að byrja á gmnneiningum hennar, hjónunum. Kristín Ástgeirsdóttir flutti síðasta inngangserindið og stiklaði hún á stóm í sögu kvennabar- áttunnar, fór yfir helstu ávinninga hennar og með hvaða hætti þeim var náð. Margar leiðir hafa verið reyndar og svarið við spumingunni um hvemig kvennabaráttunni veröi best borgið fer eftir því hver er spuröur, hvar og hvenær. Kvennalistinn er nánast eina femíníska aflið í heim- inum sem hefur farið framboðsleiðina og er svarið við ofangreindri spumingu fyrir okkur Kvennalistakonur e.t.v. flóknara nú en nokkm sinni fyrr í 13 ára sögu listans. Síðan fór Kristín yfir hina áþreifanlegu stöðu kvenna í dag. 10% stjóm- enda í ríkjum heimsins em konur, konur eiga 1% eigna í heiminum en vinna 2/3 vinnustundanna, laun kvenna em allsstaöar lægri en laun karla og vaxandi fátækt bitnar verst á konum og bömum. Völd og áhrif kvenna hér á landi em mjög í takt við heiminn allan þrátt fyrir ýmis formleg réttindi og því spyr hún hvort við viljum snúa sókn í vöm eins- og sumar konur leggja áherslu á og vísaði þar til greinar eftir Barböm Ehrenreich í síðustu Vem. Krisu'n telur að íslensk kvennabarátta, og þar með Kvennalistinn, þurfi mest af öllu á umræðu að halda og þeirri um- ræðu verði ekki haldið uppi af þremur þingkonum og nokkmm sveitar- stjómarfulltrúum. Hún vill líka beina sjónum í ríkara mæli að körlum og ræða við þá um stöðu og samskipti kynjanna. Við eigum að hampa sigmnum en megum heldur ekki skirrast við að tala um neikvæðar hlið- ar kvennabaráttunnar, þ.á.m. þá gagnrýni sem við sjálfar verðum fyrir. í niðurlagi erindis síns fjallaði Kristín um stöðu Kvennalistans og þá fjóra kosti sem hún sér færa í stöðunni. Að halda okkar striki, vinna vel út kjörtímabilið, bjóða fram næst og taka niðurstöðunum, hverjar sem 4

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.