Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 7

Fréttabréf - 01.10.1995, Blaðsíða 7
Landsfundur 1995 Hópur 5. Efling Kvennalistans Kvennalistinn þarf að huga að innri málum en jafnframt beina spjótum sínum mun meira útávið. Einn kostur væri að taka upp þemavinnu, t.d. að við einbeittum okkur að launamálum á öllum vígstöðvum næsta árið. Auk þess mætti taka upp nánara samstarf viö kvennahreyfingar erlendis. Gott væri að koma Kvennafarskólanum á framfæri með fræðslu fyrir allar konur. í því sambandi mætti athuga samstarf við verkalýðs- og stéttarfélög eða Ld. MFA. Kvennalistinn þarf líka að huga að því að bregðast fyrr og betur við gagnrýni sem að honum beinisL Heitir pottar og hátíðakvöldverður Að lokinni kynningu á vinnu hópanna voru almennar umræður og heitar enda ekki neinar smáspumingar á ferðinni. Niðurstaðan varð að næsta skref yrði ekki tekið fyrr en eftir mikla og hreinskipma umræðu í öllum öngum Kvennalistans. Síðan var gengið til heitra potta og slakað á fyrir hátíðadagskrá kvöldsins sem bæði var glæsileg og bráðfjörug. Sunnudagur Á sunnudagsmorgni hófst fundur kl. 10:00 og voru þá teknar fyrir þær dllögur sem búið var að undirbúa og leggja fyrir fundinn með tilhlýðilegum fyrirvara. Útskiptareglan Austurlandsangi lagði fram tillögu um breytingu á útskiptareglunni sem fól í sér að þingkonur Kvennalistans megi sitja þrjú kjörtímabil í stað tveggja. Aðalástæðan fyrir því að tillagan var lögð fram var óánægja með langan afgreiðsluU'ma en tillagan hefur verið lögð fyrir áöur en ekki afgreidd. Samþykkt var að halda útskiptareglunni óbreyttri. Starfsreglur þingflokks Guðrún Agnarsdóttir fylgdi drögum að starfsreglum fyrir þingflokkinn úr hlaði og voru þær samþykktar án mótmæla. Reglumar fela í sér aukin tengsl þingflokksins við alla anga, aukið samráð og samstarf við Kvennalistakonur í stjómum, ráðum, nefndum og svipuðum hlutverkum á vegum Kvennalistans og samstarf við Kvennalistakonur í borgarstjóm. Varaþingkonur skulu kallaðar inn a.m.k. einu sinni á hvetju þingi og skulu þær fá eins góðan undirbúningsu'ma og unnt er. Ef svo ber undir að þingkona treystir sér ekki til að styðja yfirlýsta stefnu Kvennalistans 7

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.