Morgunblaðið - 16.10.2015, Blaðsíða 2
4
Hjá Pallett Kaffikompaníi
bjóða David og Pálmar
upp á sælkerakaffi og
ljúffengan heimilismat.
22
Bóksalar borgarinnar
segja frá því sem
þeir hlakka mest
til að lesa í vetur.
2 | MORGUNBLAÐIÐ
16.10.2015
Íslenskur vetur er ekkert grín. Íslenskur vetur
getur verið háalvarlegt mál sem getur orðið
mönnum að fjörtjóni sem bera ekki tilhlýðilega
virðingu fyrir aðstæðum. Þetta er allt saman
þekkt. Partur af prógramminu hjá þeim sem landið
byggja og dveljast hér á ársgrundvelli.
Undan því má kannski kvarta þegar öskrandi
bylur færir allt á bólakaf og engin leið er að komast
eitt eða neitt.
Það felast samt sem áður tækifæri í öllum
ógnunum, og svo er líka með veturinn. Er eitthvað
sem toppar íslenska kjötsúpu sem búin er að
malla á vægum hita síðan í morgun? Jú, kannski –
kjötsúpan sem búin er að malla síðan í gær. Falleg
kerti sem gefa bæði birtu, yl og jafnvel ljúfan ilm
gera kraftaverk fyrir heimilið á veturna. Góð bók er
ómissandi yfir myrkustu mánuðina og helst
nokkrar, meira að segja. Og gleymum ekki að
hugsa vel um stærsta líffærið, sjálfa húðina; það er
alveg nauðsynlegt að dekra sig ærlega í gegnum
veturmánuðina með til þess gerðum
húðvörum.
Veturinn? Það er alls ekkert
víst að hann klikki.
Nöturlegt
eða notalegt?
Útgefandi
Árvakur
Umsjón
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Blaðamenn
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Bergljót Friðriksdóttir
beggo@mbl.is
Guðrún S. Guðlaugsdóttir
gudrunsg@gmail.com
Jón Agnar Ólason
jonagnar@mbl.is
Auglýsingar
Katrín Theodórsdóttir
kata@mbl.is
Forsíðumyndina tók RAX
Prentun
Landsprent ehf.
14
Falleg kerti eru kjörin til að
lýsa upp heimilið þegar
skammdegið leggst yfir.
17
Íslenska ullin
er aldrei betri
en á veturna
enda býr hún
yfir einstökum
eiginleikum.
20
Silkimjúk krem
og serum til að
dekra við húðina
þegar veður
gerast válynd.
6
Íslenska kjötsúpan er besta leiðin
til að bjóða veturinn velkominn.