Morgunblaðið - 16.10.2015, Side 8

Morgunblaðið - 16.10.2015, Side 8
R ut er Akureyringur í húð og hár, alin upp í þeim hluta bæjarins sem heimamenn kalla Þorpið. „Ég er því hreinræktaður Þorpari,“ segir hún og hlær við. Þar ólst hún upp og býr ennfremur í dag. Heimakær Þorp- ari, hún Rut. Rut tók við starfi veitingastjóra hjá Icelandair hótel Akureyri fyrir um hálfum mánuði en hefur unnið hjá hótelinu síðastliðin tvö ár og þekkir því vel til á staðnum. Og henni líst ljómandi vel á nýja veitingastaðinn, sem nefnist Aurora. „Staðurinn er ein- staklega fallegur, hannaður af Guðbjörgu Magnúsdóttur arki- tekt. Lykiláhersla inn- andyra er á norður- ljósin enda eru þau órjúfanlegur hluti upp- lifunarinnar sem heimsókn hingað á veturna er. Aurora snýr út í verð- launaðan bakgarð sem er með þá sérstöðu að bjóða upp á frábæra að- stöðu fyrir þá sem vilja njóta þess að drekka „aprés ski“-drykki við opinn eld úti eftir góðan dag í brekk- unum.“ Skíðabærinn Akureyri Rut er nefnilega skíðakona mikil og það er ekki að undra að eitt það fyrsta sem Rut nefnir, þegar talið berst svo að margþættu aðdrátt- arafli Akureyrar yfir veturmán- uðina, sé sú staðreynd að bærinn er skíðaparadís. „Ég er skíðakona, og æfði skíði í tólf ár,“ segir hún. „Ég þekki margt fólk, meðal annars helminginn af mínu fólki sem býr í Garðabæ en kemur mikið hingað norður á skíði.“ Nægur snjór í Hlíðarfjalli, eins og þar stendur. „Oftast nær, að minnsta kosti,“ bætir Rut við. Þess utan segir Rut að Akureyri sé að sínu mati einfald- lega sérlega fallegur staður, við ein- staklega fallegan fjörð. „Hér er líf og fjör á vet- urna, ekki síst þegar snjórinn er kominn og Hlíðarfjall opnað. Þá er ferðamannastraum- urinn mikill og allt að gerast. Þá má ekki gleyma að norðurljósin lýsa reglulega upp him- ininn hjá okkur á þess- um tíma. Að koma hing- að á skíði yfir veturinn og skoða norðurljósin um leið er frá- bær upplifun, og þá er auðvitað til- valið að gista hjá okkur,“ skýtur hún inn í og brosir við. Hún nefnir enn- fremur að taka megi rútuna frá hót- elinu beint upp í fjall, þar sem ýmiss konar skíðatilboð eru jafnan í gangi. Menning og matur fyrir alla „En í stuttu máli tel ég að Ak- ureyri sé einstaklega fallegur bær á veturna, þegar snjór liggur yfir í skammdeginu og stjörnubjartur himinn yfir. Burtséð frá skíðum og skautum er hér kraumandi menning í gangi allan ársins hring. Það eru nánast alltaf tónleikar á Græna hatt- inum og sífellt fleiri kaffihús eru opnuð – ég held að það séu ein þrjú eða fjögur sem hafa sprottið upp seinasta árið. Hér er fullt af flottum gististöðum og Icelandair-hótelið nýtur þess að vera frábærlega stað- sett í bænum. Eftir góða ferð í fjallið er upplagt að fara í sund, og laugin er bókstaflega við hliðina á hótelinu, hinum megin við Þingvallastrætið.“ Rut bendir ennfremur á nýja veit- ingastaðinn á Icelandair-hótelinu, en hann nefnist Aurora, sem er bein til- vísun í latneskt heiti norðurljósanna, aurora borealis. „Staðurinn kemur virkilega vel út og fellur mjög vel í kramið, bæði hjá gestum og heima- mönnum. Staðurinn er sterk viðbót við þjónustu hótelsins og þar getum við komið til móts við óskir mjög breiðs hóps viðskiptavina því úrvalið á matseðlinum er afskaplega gott. Við erum með hádegisseðil, kvöld- seðil og svo brunch á sunnudags- morgnum með eggjum, beikoni og ýmiss konar sætmeti, að ógleymdu hinu sívinsæla High Tea.“ Hið hábreska High Tea Hér er forvitni blaðamanns vakin og hann spyr Rut nánar út í þessa tilteknu leið til að gera vel við sig í mat og drykk – hvað er eiginlega þetta High Tea? „High Tea er alveg frábært síð- degiste og -kaffi, að breskri fyr- irmynd, og er nýjung sem hefur slegið í gegn hjá okkur. Þarna er síð- degissnarl borið fram á þriggja hæða platta, og þá eru bruschettur með ferskum mozzarella, skinku, osti og fleiru á neðstu hæðinni, og svo verður snarlið sætara eftir því sem ofar dregur,“ útskýrir Rut. „Á miðhæðinni eru þrjár tegundir af kökum og svo á þriðja og efsta platt- anum eru makkarónukökur, konfekt og ávextir með rjóma. Þetta er fal- legt fyrir augað, ásamt því að bragð- ast einstaklega vel, og svo fylgir te og kaffi með. Fyrir þá sem vilja gera sérstaklega vel við sig má fá sér glas af freyðivíni með.“ Rut bætir því við að High Tea sé mjög vinsælt meðal hópa og vinir komi líka í miklum mæli til að njóta þess enda sé breska síðdegissnarlið kjörið til þess að deila, og úr verði skemmtileg stemn- ing. „Við erum því með marga fasta- kúnna sem koma og fá sér High Tea kannski einu sinni í mánuði.“ Það hljómar því eins og ný hefð sé fædd norðan heiða. Á matarmarkaði í fyrsta sinn Að endingu bendir Rut á að þessa daga fer fram matamenningarhá- tíðin Local Food Festival og þar er stærsti einstaki viðburður hátíð- arinnar Local Food-sýningin sem fram fer á morgun, laugardaginn 17. október, í Íþróttahöllinni kl. 12-18. Þar gefst gestum kostur á að upplifa fjölbreytnina í matvælaframleiðslu á svæðinu, og kynnast um leið fram- boði í veitingastarfsemi og mat- artengdri ferðaþjónustu á Eyja- fjarðarsvæðinu. „Á sýningunni erum við á Aurora Restaurant með sýn- ingarsvæði í fyrsta sinn og hlökkum mikið til að vera með enda mikið lagt í okkar framlag. Ég hvet því fólk til að leggja leið sína á sýninguna, skoða, smakka og gera síðan góð kaup á norðlensku góðgæti,“ segir Akureyringurinn Rut Pétursdóttir hjá Icelandair hótel Akureyri að lok- um. jonagnar@mbl.is Heillandi vetur norðan heiða Það færist í vöxt að hugur landsmanna hvarfli norður í land þegar vetur gengur í garð og heimsæki Akureyri í skammdeginu. Í höfuðstað Norðurlands er líka allt að finna sem hugurinn kann að girnast, segir veitingastjór- inn Rut Pétursdóttir. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Veitingastjórinn „úrvalið á matseðlinum er afskaplega gott. Við erum með hádegisseðil, kvöldseðil og svo brunch á sunnudagsmorgnum, að ógleymdu hinu sívinsæla High Tea,“ segir Rut Pétursdóttir. Hótelið Icelandair hótel Akureyri bætti nýlega við þjónustuna með veit- ingastaðnum Aurora. Auk rétta á matseðli má fá brunch og high tea. ’Akureyri ereinstaklegafallegur bær áveturna, þegarsnjór liggur yfir í skammdeginu. Hlýlegt Það er fallegt um að litast á veitingastaðnum Aurora sem Guðbjörg Magnúsdóttir hannaði. Stóra veggmyndin af norðurljósunum kallast á við nafn veitingastaðarins. Kræsingar Bragðgæði og hollusta eru leiðarljós matreiðslumeistaranna sem ráða ríkjum í eldhúsi veitingastaðarins Aurora. Ekki veitir af enda vissara að næra sig vel á veturna. 8 | MORGUNBLAÐIÐ Laugavegi 87 • Sími 511 2004 Blúndu satínsettin komin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.