Morgunblaðið - 16.10.2015, Síða 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
Á
næsta leiti eru mánuðir
íss og kulda, slabbs og
snjóskafla. Fyrir marga
munu dagarnir byrja á því
að arka í gegnum snjóinn sem féll
um nóttina, sópa mestu mjöllina af
bílnum og skrapa rúðurnar hrein-
ar. Því næst setjast þeir inn í
ískaldan bílinn, aka af stað og bíða
þolinmóðir eftir því að farþegarým-
ið verði heitara. Til að koma í veg
fyrir enn meiri leiðindi er eins gott
að tryggja að bíllinn sé tilbúinn
undir veturinn og taki t.d. ekki upp
á því einn kaldan morguninn að
neita að fara í gang, eða sitja pikk-
fastur í hálku.
Ívar Ragnarsson er þjónustu-
stjóri Bílabúðar Benna og veit ým-
islegt um það hvernig á að stand-
setja bílinn fyrir köldustu mánuði
ársins. Hann segir algjört lykil-
atriði að huga að dekkjunum enda
öryggisatriði að vera á dekkjum
sem henta veðurfarinu. „Þar stend-
ur valið á milli vetrardekkja með
gróft mynstur, harðskeljadekkja
og svo nagladekkja og ræðst það af
þörfum hvers og eins hvað best er
að velja. Eru margir hættir að
telja sig þurfa sig þurfa nagladekk-
in, sér í lagi ef ekki þarf að aka út
fyrir höfuðborgarsvæðið á snjó-
þungum dögum.“
Eins og flestir lesendur ættu að
vita hafa nagladekkin þann kost að
grípa betur í hálku. Harð-
skeljadekkin, sem eru oftast gerð
úr gúmmíblöndu sem inniheldur
agnir af hnetuskel, grípa ekki með
sama hætti en henta vel við ákveð-
in skilyrði. „Það mætti kannski
líkja áhrifunum við það að hafa fín-
an sandpappír á dekkjunum en
þegar strokið er yfir dekkin má
greina skeljaagnirnar í gúmmíinu.
Valda þessi dekk minna sliti á veg-
um en nagladekkin en geta haft
gott grip í hálku.“
Viðbúin hálkunni
Ívar minnir líka á mikilvægi þess
að fylgjast með loftþrýstingi í
dekkjunum á veturna. Rangur loft-
þrýstingur kann ekki aðeins að
stytta endingartíma dekkjanna
heldur líka koma niður á gripi og
aksturseiginleikum. Keðjur eru
óþarfi fyrir venjulega fólksbíla en
aftur á móti geti verið skynsamlegt
að geyma í skottinu poka af katta-
sandi eða þar til gerðar mottur sem
má bregða undir dekkin ef bíllinn
tekur að spóla á ís. „Sumir leysa
málin jafnvel með því að taka
gúmmí-gólfmottu úr bílnum og
setja undir dekkið.“
Þá hjálpar líka til við aksturinn
ef dekkjunum er haldið hreinum því
óhreinindi geta stundum safnast
fyrir í mynstrinu á dekkinu svo það
grynnkar og nær minna gripi. „Ef
snjór er á götum er nóg að úða
tjöruhreinsi á hjólabarðana og aka
af stað og þá hreinsast óhreinindin
af með snjónum.“
Þarf meiri orku í kulda
Ekki síður mikilvægt er að at-
huga ástand rafgeymisins. Að sögn
Ívars hafa rafgeymar takmarkaðan
endingartíma og má reikna með að
þurfa að fjárfesta í nýjum rafgeymi
á 3-5 ára fresti, eftir því hversu
mikið bílnum er ekið. „Fólk kemst
oft í gegnum sumarið á slöppum
rafgeymi en þegar kólnar í veðri
þarf meiri orku til að koma bílnum í
gang og ef rafgeymirinn er tæpur
gæti hleðslan á honum ekki dugað
til. Við verðum mjög greinilega vör
við það á þjónustuverkstæðinu okk-
ar að um leið og fyrsta alvöru frost-
nóttin kemur þá koma bíleigendur
unnvörpum hingað með bilaða raf-
geyma.“
Bílar eru ekki enn svo fullkomnir
að geta varað við því þegar raf-
geymirinn er farinn að veiklast og
segir Ívar að ekkert komi í staðinn
fyrir að mæla rafgeyminn á verk-
stæði. Það sé einföld aðgerð sem
litla stund taki að klára meðfram
öðrum undirbúningi fyrir veturinn.
Rúðuþurrkurnar mega ekki held-
ur gleymast enda enginn skortur á
snjó, rigningu og óhreinindum yfir
vetrartímann á Íslandi. Ívar segir
stundum duga að þrífa þurrkublöð-
in en ekki kosti mikið að kaupa ný
blöð ef þess þarf. „Um leið þarf að
fylla á rúðuvökvann og ganga úr
skugga um að hann sé frostþolinn.
Kælivökvinn á bílnum verður líka
að þola frostið, og er hann nær
undantekningalaust frostþolinn,
nema ef ske kynni að kannski hafi
þurft að bæta á vatni í sumar því
ekkert betra var tiltækt.“
Ljós í myrkrinu
Ljósin þurfa líka að vera í lagi og
ekki seinna vænna að skipta um
sprungnar perur. „Þegar myrkrið
skellur á er áríðandi að öll ljósin
skíni vel, bæði ökuljós, stefnuljós
og bremsuljós, bæði svo bíllinn sjá-
ist og svo að bílstjórinn sjái vel
fram á veginn.“
Síðan þarf að tryggja að ákveðin
áhöld séu til staðar í bílnum. Kröft-
uga sköfu má t.d. ekki vanta og
segist Ívar sjálfur passa upp á að
hafa gott vasaljós í hanskahólfinu.
„Á veturna eru birtustundirnar
færri en rökkurstundirnar og ef
eitthvað kemur upp á er ekki víst
að bíllinn drepi á sér beint undir
ljósastaur. Með vasaljósi er hægt
að sjá hvað er að gerast undir
húddinu eða undir bílnum þó dimmt
sé úti.“
Loks er bæði þæginda- og örygg-
isatriði að hafa hlýjan fatnað í bíln-
um. „Ég hef það fyrir reglu að
geyma húfu og vettlinga í bílnum á
veturna og fleiri hlýjar flíkur ef
hægt er. Það hefur líka bjargað
mörgum að hafa góða kuldaskó í
skotinu og þá hægt að hlífa spari-
skónum ef þarf að fara út að moka
og ýta. Sólgleraugun verða líka að
vera innan seilingar enda sólin lágt
á lofti og virðist einhvern veginn
alltaf skína beint í andlitið á manni,
sama í hvaða átt bílnum er ekið.“
ai@mbl.is
Ívar mælir með því að fara inn í veturinn á vel bónuðum bíl og að bíllinn fái
þá „alvöru bón“ en ekki bara fljótandi bón úr næstu bílaþvottastöð. „Bónið
getur veitt lakkinu mikla vernd fyrir þeim óhreinindum og skemmandi efn-
um sem eru á götunum á veturna,“ segir Ívar og bendir á að við sama tæki-
færi geti verið upplagt að bera sílíkon á þéttilista og fjárfesta í lásaspreyi.
„En þess þarf þá að gæta að geyma lásaspreyið ekki inni í bílnum heldur
inni á heimilinu. Þannig er spreyið tiltækt ef það gerist einn morguninn að
lásinn vill ekki bifast.“
Aktu undirbúinn út í veturinn
Rétt er að láta kíkja á raf-
geyminn áður en tekur að
kólna. Slappir rafgeymar
geta dugað yfir sumarið en
fara að gefa sig á köldustu
morgnunum. Þjóðráð er að
hafa í bílnum vasaljós,
kuldaskó og hlýjan fatnað ef
eitthvað skyldi koma upp á.
Morgunblaðið/Eva Björk
Grip Ívar Ragnarsson
gætir þess að mynstrið
á dekkjunum fyllist
ekki af óhreinindum. Ef
snjór er á vegum dugar
að úða tjöruhreinsi á
dekkin og aka svo af
stað og hreinsast
dekkin þannig.
Bónið verndar lakkið
Vertu
viðbúin
vetrinum...