Morgunblaðið - 16.10.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.10.2015, Qupperneq 12
Á Íslandi litast lífið og stemningin af árstíðunum, þar sem ákveðin verk og hefðir tengdar mat fylgja hverjum árstíma. Flestir leita að sömu uppskriftum og leiðbeiningum um matargerð ár eftir ár og þess vegna fannst okkur upplagt að safna árstíðabundnum upplýsingum sam- an í litla stemningskafla,“ segja mæðgurnar og matgæðingarnir Sól- veig Eiríksdóttir og Hildur Ársæls- dóttir um nýja bók sína, Himneskt – AÐ NJÓTA, en hún geymir fjölda spennandi uppskrifta að girnilegum og hollum mat, ásamt fróðleik um umhverfisvænan lífsstíl. „Þessi bók er ætluð öllum sem langar til að eiga skemmtilegar stundir í eldhúsinu, elda fallegan og góðan mat og njóta afrakstursins. Um leið viljum við hvetja sem flesta til að neyta gómsætrar fæðu úr jurtarík- inu í meira mæli. Haustið er hátíð uppskerunnar og við leggjum áherslu á að nýta íslenska grænmet- ið og villtu berin. Við sultum og sýr- um fyrir veturinn; í uppvextinum hjá mömmu/ömmu Hildi og pabba/afa Eiríki var það eðlilegur hluti af til- verunni og áhuginn hefur bara auk- ist með árunum hjá okkur báðum. Í bókinni erum við með matseðil fyrir jólin og hugmyndir fyrir jólabakst- urinn, en líka vor- og sumarlegar uppskriftir eins og íspinna, grill- veislu og lautarferð. Við deilum uppáhaldsuppskriftunum okkar og bjóðum upp á morgunmat, nesti, hversdagsmáltíðir, veislurétti og ómótstæðilega eftirrétti.“ Villt og lífrænt Sólveig, betur þekkt sem Solla í Gló, hefur áratuga reynslu sem veit- ingakona, heilsu- og hráfæðiskokkur og Hildur er með BS-gráðu í nær- ingarfræði. Mæðgurnar deila áhug- anum á heilsusamlegu mataræði, líf- rænum lífsstíl og umhverfisvernd og halda saman úti skemmtilegu matar- bloggi, Mæðgurnar, þar sem áhersl- an er lögð á hollan, ferskan og fal- legan mat, einkum úr jurtaríkinu. Spurðar út í kveikjuna að þeirra fyrstu sameiginlegu bók segja þær hugmyndina sprottna út frá Mæðg- unum. „Það kom okkur báðum á óvart hvað við höfum mikla ánægju af því að blogga um mat. Með skrif- unum uppgötvuðum við að okkur liggur ýmislegt á hjarta sem við vilj- um deila með öðrum. Okkar styrk- leiki felst í matreiðslu hráefnis úr jurtaríkinu. Í uppeldi okkar beggja var íslenskt grænmeti meg- inuppistaða allra máltíða, við þekkj- um ekki annað og það endurspeglast í bókinni. Við notum bæði villt, heimaræktað og að- keypt íslenskt hráefni, og lífrænt eins og kostur er. Við ólumst upp við lífrænt heimaræktað grænmeti; þegar mamma/amma Hildur var spurð af hverju lífrænt sagði hún að ef við notuðum heilbrigða skynsemi þá vissum við svarið. Lífræn ræktun hjálpaði móður náttúru að viðhalda heilbrigðum jarðvegi og þannig gætu komandi kynslóðir líka notið þess að borða holla og næringarríka uppskeru.“ Græn áhrif Með bókinni vilja Hildur og Sól- veig hvetja til aukinnar neyslu grænmetis og annarrar hollustu úr jurtaríkinu og segja allt mæla með því. „Sérfræðingarnir hjá Embætti landlæknis telja að við Íslendingar hefðum heilsufarslegan ávinning af því að auka neyslu á jurtaafurðum. Svo er það líka gott fyrir umhverfið að draga úr kjötneyslu og auka vægi jurtafæðis. Uppskriftirnar okkar má þó að sjálfsögðu nota sem innblástur fyrir hvaða mataræði sem er.“ Þær mæðgur hafa báðar tileinkað sér umhverfisvænan lífsstíl og í bók- inni er að finna ýmsan fróðleik þar að lútandi. „Við erum svo heppnar að hafa alist upp við mikla umhverf- isvitund og tölum frá eigin brjósti, en látum lesendum líka í té hollráð héðan og þaðan, sem við höfum viðað að okkur í gegnum árin. Við höfum báðar gert tilraunir með ýmiss konar ræktun, bæði inni og úti, og miðlum af eigin reynslu í bókinni okkar. Í sumar ræktuðum við til dæmis fjórar tegundir af grænkáli úti í garði, tvær tegundir af spínati, ásamt fjölmörgum salatteg- undum sem voru í litlum krúttlegum fræpoka sem fannst í lítilli, lífrænni verslun í Kaliforníu. Ýmislegt annað prýddi grænmetisbeðin okkar þetta árið, þar á meðal fennel, sellerí, gul- rætur, þrjár tegundir af rauðrófum, brokkolí, tómatar og steinselja.“ Best úr skál Meðal fjölbreyttra og freistandi uppskrifta í bók mæðgnanna eru þeirra eigin eftirlætisréttir. „Uppá- haldsuppskriftin mín er Dal, ind- verskur linsubaunaréttur, og ég deili henni,“ segir Hildur. „Ég hef haldið upp á Dal frá því að ég man eftir mér og hef eldað þann rétt og borðað ótal sinnum. Þetta er svo einfaldur en um leið næringarríkur og saðsamur matur, bragðgóður og barnvænn.“ Sólveig kveðst vera hrifnust af mat úr skálum, eins og finna megi í bókinni, og útskýrir það nánar. „Mér finnst svo notalegt að borða góðan mat upp úr fallegri skál, stemningin verður allt önnur en þegar borðað er af diski. Ég skelli oft góðgæti í skál þegar mig langar í fljótlega en nær- ingarríka máltíð; passa upp á gott jafnvægi með próteini, kolvetnum, grænmeti, ávöxtum og góðri dress- ingu. Matur í skál er í mínum huga fullkomin máltíð og ég elska vellíð- unina sem fylgir þegar ég hef kyngt síðasta bitanum og finn orkuna flæða um allan kroppinn.“ Haustleg bláberjapæja 150 g tröllahafrar 150 g spelt, t.d. fínt og gróft til helm- inga 50 g kókosmjöl 1 tsk. vínsteinslyftiduft 2 dl kókosolía 1 dl hlynsíróp 2 dl bláberjasulta (helst heimalöguð) 2 dl bláber Blandið þurrefnunum saman í skál, hrærið saman kókosolíu og hlynsíróp og blandið út í þurrefnin. Þjappið 2/3 hluta af deiginu í smurt tertuform, þekið með sultunni, strá- ið berjunum yfir og myljið loks rest- ina af deiginu yfir. Bakið við 180°C í um 30 mín. Baunabuff 50 g spínat 200 g soðnar/bakaðar kartöflur, líka hægt að nota sætar kartöflur 200 g soðnar kjúklingabaunir 50-75 g jurta- eða fetaostur ½ tsk. cumin-duft 1 tsk. karríduft ¼-½ tsk. salt ¼-½ tsk. reykt paprika Blandið öllu saman í hrærivél eða matvinnsluvél. Mótið buffin með ís- kúluskeið og bakið í ofni við 200°C í 15-20 mín. Grænn djús 1 vænn hnefi spínat eða grænkál ½ agúrka, í bitum 2 sellerístönglar 1 límóna, afhýdd 5 cm biti fersk engiferrót nokkrir myntustönglar 1-2 lífræn epli 3-4 límónulauf 2 dl vatn Allt sett í blandara og blandað saman. Sigtað í gegnum spírupoka og djúsinn er tilbúinn. RAW Brownie með synd- samlega góðri saltri karamellu 2 bollar valhnetur 1 bolli kakóduft ¼ tsk. sjávarsalt 2 ½ bolli döðlur, steinlausar 1 bolli pistasíur, gróft saxaðar Setjið valhnetur, kakóduft og salt í matvinnsluvél og blandið þar til orðið að brúnu mjöli, bætið döðl- unum út í, einni í einu á meðan mat- vinnsluvélin er í gangi á lægsta hraða. Setjið í skál. Bætið grófsöxuðum pistasíum út í skálina, blandið létt saman, þjappið deiginu loks í form og stingið í frysti á meðan þið búið til karamelluna. Karamellukrem 2/3 dl hlynsíróp 1/3 dl kókosolía 2 msk. möndlusmjör 1 tsk. vanilla 1⁄4 tsk. turmerik Allt sett í blandara og blandað vel saman. Hellið út á kökuna og setjið smástund inn í ísskáp eða frysti á meðan kremið er að stífna. beggo@mbl.is Hollt og gott með haustinu Mæðgurnar Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir deila áhuganum á heilsusamlegu mataræði og í nýútkom- inni bók þeirra Himneskt – AÐ NJÓTA gefa þær uppskriftir að heilnæmum og fallegum mat þar sem íslenskt græn- meti er í aðalhlutverki og skírskotað er til árstíðanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úr náttúrunni „Við notum bæði villt, heimaræktað og aðkeypt íslenskt hráefni, og lífrænt eins og kostur er,“ segja mæðgurnar Sólveig Eiríksdóttir og Hildur Ársælsdóttir.’Við sultumog sýrumfyrir veturinn. 12 | MORGUNBLAÐIÐ Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.