Morgunblaðið - 16.10.2015, Síða 14
14 | MORGUNBLAÐIÐ
Dagar myrkurs
a Austurlandi
28. oktober - 1. november
Kynnið ykkur dagskrána á east.is
VISIT EAST ICELAND
www.east.is / #easticeland
F
átt er notalegra þegar vetur
gengur í garð en að sitja
hreinn og fínn við kertaljós
og ylja sér við hlýju þess og
birtu. Fyrirtækið Sælusápur í
Kelduhverfi framleiðir vinsæl kerti
og auðvitað sápur líka eins og nafnið
bendir til. Guðríður Baldvinsdóttir
skógfræðingur rekur þetta fyrirtæki
sem stofnað var 2008.
„Fyrstu vörurnar frá Sælusápum
fóru á markað rétt fyrir hrun, það
voru sápur og við fengum við-
urkenningu fyrir þróun viðskipta-
hugmyndarinnar. Sápurnar okkur
eru, eins og kertin, búnar til úr ís-
lenskri tólg að töluverðu leyti. Þetta
var raunar góður tími til að stofna
sprotafyrirtæki því áhugi á íslensk-
um vörum og hönnun jókst gríð-
arlega haustið 2008,“ segir Guðríður
Baldvinsdóttir, sauðfjárbóndi að
Lóni í Kelduhverfi.
Hvernig var vörum frá Sælusáp-
um tekið?
„Afskaplega vel. Við byrjuðum að
selja fyrst á Húsavík og svo fór
framleiðslan á flug. Fyrst í stað
þurfti ég nánast ekki að auglýsa,
sama haustið og framleiðslan fór á
markað sendum við sápur í Heilsu-
húsið og smám saman fóru ferða-
mannaverslanir að átta sig á þessari
vöru og taka hana í sölu.“
Hvenær komu kertin til sög-
unnar?
„Af því að við hjónin erum sauð-
fjárbændur þá fellur til töluvert
mikið af tólg og ég fór að hugsa um
fleiri leiðir til að nýta tólgina. Tólgin
var náttúrlega notuð í gamla daga í
sápu og kerti auk þess sem fólk not-
aði tólgina til matar. Tólgarkertin
duttu nánast alveg út þegar paraf-
ínkertin komu, en þau eru aukaafurð
úr olíuframleiðslu. Tólgin hefur
þann ókost að bræðslumarkið er
mjög lágt og þess vegna er erfitt að
gera hrein tólgarkerti til notkunar
innan húss, þau verða fljótandi þeg-
ar logað hefur á þeim í dálítinn tíma.
Þess vegna fór ég að blanda tólgina
með sojavaxi, þá hækkar bræðslu-
markið. Ég sel tólgarkertin í gler-
glösum og áldósum.“
Kertin eiga hvert sitt nafn
Er þetta vinsæl framleiðsla?
„Já, þetta eru svo skemmtileg
kerti, þau brenna með eilítið daufari
loga en venjuleg kerti, tólgin hefur
þann skemmtilega eiginleika að
varpa mildri birtu og kerti úr tólg
brenna hægar en venjuleg kerti.
Þessi kerti eru góð uppi á hillu og á
stofuborði, varpa fallegri birtu auk
þess sem þau gefa frá sér mildan
ilm. Þau eru líka mjög skemmtileg í
svefnherbergi og baðherbergi. Þau
eiga hvert sitt nafn, heita Vinaglóð,
Jólaglóð, Kvöldglóð og Sólarglóð.
Kvöldglóðin er vetrarlegasta kertið
en vorlegasta er Sólarglóð. Ég er
ekki enn búin að gera sérstakt
haustkerti, það verður næsta við-
fangsefni.“
Hvernig nýtist þér menntun þín
sem skógfræðingur í þessari fram-
leiðslu?
„Hún nýtist í sápugerðinni, skóg-
fræðingar þekkja vel íslenskar jurtir
og það er mikilvægt þegar verið er
að velja jurtir í sápur. Þær jurtir
sem ég nota eru til dæmis fjallagrös,
sem ég er nú að fara að tína, svo nota
ég blóðberg, hvönn, maríustakk og
vallhumal og fleira. Af því að ég er
skógfræðingur nota ég líka lerki-
nálar og birki.“
En hvað með ilminn af kertunum?
„Þar nota ég ilmolíur sem ég flyt
inn frá Bandaríkjunum. Ég starfa
sjálf við framleiðsluna en eig-
inmaður minn, Einar Ófeigur
Björnsson, sér um bókhaldið. Þetta
hefur undið upp á sig, sérstaklega
síðustu tvö árin í takt við fjölgun
ferðamanna. Þetta er komið að þeim
mörkum að það er rétt svo að við
ráðum við þetta, – en það er stórt
stökk að ráða starfsmann við lítið
fyrirtæki.“
Fékk innblástur frá
gamalli uppskrift
Hefur þú hugað að útflutningi?
„Bæði og. Fyrir mér er þessi
markaður sem skapast hefur með
fjölgun ferðamanna nægilegur eins
og stendur. Það er miklu auðveldara
að selja því fólki sem komið er til
landsins. Útflutningur er hins vegar
heljarmikið mál. Ferðamenn hér
hafa áhuga á íslenskum vörum, það
er öðruvísi erlendis. Þeir sem koma
hingað hafa áhuga á því sem íslenskt
er. Íslandspóstur sér um að koma
vörunum út um allt land. Það gengur
ágætlega.“
Hefur þú gamla uppskrift að sáp-
unum þínum?
„Já, ég á gamla uppskrift sem ég
notaði sem innblástur þegar ég hóf
framleiðslu á sápum. En gamla upp-
skriftin byggist aðeins á tólg en ég
nota margskonar olíur í sápurnar
mínar. Þess má geta að hrein tólgar-
sápa freyðir ekki og það fellur ekki í
kramið, fólk vill að sápan freyði. Auk
þess bæti ég ilmolíum í sápurnar,
kókosolíu og ólífuolíu. En ég er líka
með sápur sem ekki eru með neinum
ilmolíum. Ég er líka að þreifa mig
áfram við að nota geitartólg úr ís-
lensku landnámsgeitinni. Það geng-
ur mjög vel, það er skemmtilegt að
vinna með þá tólg en mig vantar
bara meira hráefni, geitur eru ekki
algengar.“
Hefur þér dottið í hug að verða
geitarbóndi?
„Nei, skógfræðingum er ekki vel
við geitur, þær eru miklu meiri skað-
valdar í trjágróðri en sauðkindur.
Þær sækja svo miklu meira í trjá-
gróður en kindur.“
Er þetta dýr framleiðsla?
„Nei, þetta er bara eins og með
flestalla framleiðslu, launakostnaður
er stærsti kostnaðarliðurinn. Kerta-
og sápuframleiðslan er ekki fullt
starf en það væri hægt að gera það
að fullu starfi fyrir mig, þetta er
spurning um val. Ég vil hins vegar
ekki hætta afskiptum af sauð-
fjárbúskapnum. Sælusápur eru mitt
fyrirtæki en maðurinn minn er sauð-
fjárbóndinn á bænum.“
gudrunsg@gmail.com
Sælukertin varpa frá sér mildri birtu
þetta eru svo skemmtileg
kerti, þau brenna með eilít-
ið daufari loga en venjuleg
kerti, tólgin hefur þann
skemmtilega eiginleika að
varpa mildri birtu og kerti
úr tólg brenna hægar en
venjuleg kerti. Þessi kerti
eru góð uppi á hillu og á
stofuborði, varpa fallegri
birtu auk þess sem þau
gefa frá sér mildan ilm.
Heimilissæla Guðríður Baldvinsdóttir á og rekur Sælusápur og fram-
leiðir bæði sápur og tólgarkerti sem gleðja bæði hugann og hendina.
Kósý Kertin bera ýmis nöfn sem eru jafn notaleg og þau sjálf. Stundum er smá glóð allt sem þarf.
Birta Sælukertin eru falleg á kaffiborði og af þeim stafar notaleg birta
sem er ávallt kærkomin þegar daginn tekur að stytta og veður kólna.
Stáss Tólgarkertin eru líka til í
þesum laglegu glerglösum.