Morgunblaðið - 26.10.2015, Page 1
M Á N U D A G U R 2 6. O K T Ó B E R 2 0 1 5
GRIMMSÆVINTÝRI
KOMIN ÚT Í NÝRRI
ÞÝÐINGU SILJU
KYNJA-
KREPPA
NJÓSNARANS
SAMSTAÐA UM
UPPBYGGINGU
LAXNESSSETURS
JAMES BOND 10 60 ÁR FRÁ NÓBELSVERÐLAUNUM 16GOTT OG ILLT 26
Stofnað 1913 251. tölublað 103. árgangur
Landsfundur
» Bjarni Benediktsson og Ólöf
Nordal voru kosin formaður og
varaformaður flokksins, með
um 96% atkvæða hvort.
» Áslaug Arna var kjörin ritari
flokksins með 91% atkvæða.
» Meðal annars var ályktað að
stefna bæri að aðskilnaði ríkis
og kirkju.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
„Ég deili öllum viðhorfum sem snúa
að frelsi einstaklingsins. Ég gladdist
mjög mikið yfir því hvernig slík við-
horf fengu gott svigrúm á fundin-
um,“ sagði Ólöf Nordal að loknum
landsfundi Sjálfstæðisflokksins, þar
sem hún var kjörinn varaformaður
flokksins. Hin 24 ára Áslaug Arna
Sigurbjörnsdóttir var nokkuð óvænt
ein í kjöri í starf ritara flokksins, en
Guðlaugur Þór Þórðarson dró fram-
boð sitt til baka eftir að ljóst varð að
Áslaug hygðist bjóða sig fram gegn
honum. Bjarni Benediktsson fékk
endurnýjað umboð sem formaður
flokksins. Nokkra athygli vakti hve
mörg mála ungra sjálfstæðismanna
fengu hljómgrunn á fundinum og
kvað við frjálslyndari tón í álykt-
unum flokksins en oft áður. Þannig
var t.a.m. ályktað um að leyfa ætti
staðgöngumæðrun og líknardráp,
auk þess um afglæpavæðingu þess
að bera á sér fíkniefni til neyslu.
Markast það af því að líta skuli á fíkn
sem heilsufarsvanda en ekki eitt-
hvað sem taka eigi á í dómskerfinu.
Þá vakti athygli ályktun um að
kanna ætti möguleika þess að taka
upp annan gjaldmiðil í stað krónu.
Þá var ályktað um að lækka ætti
skatta og einfalda skattkerfið.
„Taka verður skattlagningu
einstaklinga til endurskoðunar.
Stefna ber að því að tekjuskattur og
útsvar einstaklinga lækki í áföngum
í samtals 25% á næstu árum og að
þessu marki verði náð fyrir árið
2025,“ segir m.a. í ályktuninni.
Frjálslyndið í fyrirrúmi
Ungir sjálfstæðismenn komu mörgum málum að Tekjuskattur og útsvar
einstaklinga lækki í 25% Áslaug Arna varð ein í kjöri um ritara flokksins
MLandsfundur … »4
Breytingar í forystu Sjálfstæðisflokksins á landsfundi í Laugardalshöll
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þrjú á palli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari, Ólöf Nordal varaformaður og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, við lok landsfundar.
Tölvumynd/Guðbjörg Brá
Léttlest Svona gæti léttlest litið út á leið
sinni milli Smáralindar og Skeifu.
Kostnaður við gerð fyrstu léttlestar
hér á landi yrði mikill, eða um 27
milljarðar króna, en ábati sem
fengist af því að fylgja eftir stefnu
svæðisskipulags höfuðborgarsvæð-
isins til 2040 yrði umtalsverður.
Auk þess myndi sparast á móti
kostnaður vegna nýrra samgöngu-
mannvirkja, þar sem hluti sam-
gangna myndi flytjast yfir á hið
nýja lestakerfi.
Þetta er meðal helstu niður-
staðna í meistaraprófsritgerð í
byggingaverkfræði eftir Guð-
björgu Brá Gísladóttur. Hún skoð-
aði hugmyndir sem fram hafa kom-
ið um léttlestakerfi á höfuðborgar-
svæðinu og forhannaði sérstaklega
leiðina á milli Smáralindar og
Skeifunnar. Sú leið yrði 5,8 km löng
og gerir Guðbjörg ráð fyrir sjö lest-
arstöðvum á leiðinni. Ferðatíminn
yrði 11-12 mínútur. »12
Ábati af léttlesta-
kerfi í Reykjavík
Á Íslandi yrði
landsframleiðsla
árið 2100 rúm-
lega 500% meiri
vegna áhrifa
hlýnunar. Þetta
kemur fram í
tímaritinu Nat-
ure en þar birtist
fyrir skemmstu
ný rannsókn eftir
fræðimenn við
UC Berkeley þar sem skoðuð eru
áhrif hnattrænnar hlýnunar á hag-
vöxt hjá þjóðum heims fram til árs-
ins 2100. Höfundar færa rök að því
að verulegar líkur séu á að hnatt-
hlýnun muni á heimsvísu hafa
minnkandi áhrif á landsframleiðslu
á mann. »14
Hlýnun eykur hag-
vöxt á norðurhveli
Hlýnun Lands-
framleiðsla eykst.
Unnið er að nýjum reglum um
skjalavörslu á Alþingi. Sú vinna er
hluti af víðtækari endurskoðun á
varðveislu gagna í stjórnkerfinu.
Samkvæmt lögum um opinber
skjalasöfn frá árinu 2014 heyra Al-
þingi og Umboðsmaður Alþingis
ekki undir lögin.
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segir að reglurnar
þyrftu að vera ítarlegri og nákvæm-
ari og að skerpt verði á reglum um
rafræn gögn. Þingmenn eiga sinn
tölvupóst, hann er einkaeign þeirra.
Hins vegar, þegar þeir koma saman
í opinberu umboði þá eiga gögn
þeirra að vera opinber. »9
Skjalavarsla á Al-
þingi í endurskoðun
Ljósmynd/VG
Stjórnmál Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, flytur ræðu á landsfundinum.
Katrín Jakobsdóttir var sjálfkjörin
formaður flokksins og Björn Valur
Gíslason hafði betur en Sóley Björk
Stefánsdóttir um varaformannsemb-
ættið á landsfundi Vinstri grænna
sem fram fór á Selfossi um helgina.
Fundurinn sendi frá sér tæplega
20 ályktanir, m.a. um að áhersla
verði lögð á að vinnu við heildarend-
urskoðun stjórnarskrárinnar verði
lokið, lagst var gegn hugmyndum
um vinnslu jarðefnaeldsneytis á ís-
lensku yfirráðasvæði, þ.m.t. fyrir-
hugaðri olíuvinnslu á Drekasvæðinu
og borgarstjórn var hvött til að
leggja að nýju fram tillögu um snið-
göngu Reykjavíkurborgar á vörum
frá Ísrael. Eins hvatti fundurinn rík-
isstjórnina til að slíta stjórnmála-
sambandi við Ísrael.
Þá taldi fundurinn að ekki væri
tekist á við málefni flóttamanna og
hælisleitenda með fullnægjandi
hætti. Lagði fundurinn m.a. áherslu
á að endursendingum á grundvelli
Dyflinnarsáttmálans yrði hætt. »6
Vilja slíta sambandi við Ísrael
Samþykkt á landsfundi VG að ljúka
heildarendurskoðun á stjórnarskránni