Morgunblaðið - 26.10.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015
Í ályktunlands-
fundar Sjálf-
stæðisflokks-
ins um
efnahags- og
viðskiptamál er margt og misgott.
Eitt af því jákvæða er að töluverð
áhersla er á lækkun skatta, enda
skiptir miklu að hafist verði handa
hratt og í alvöru við að vinda ofan af
skattahækkunum vinstri stjórnar-
innar.
Í ályktuninni segir að stefna beri„að því að tekjuskattur og útsvar
einstaklinga lækki í áföngum í sam-
tals 25% á næstu árum og að þessu
marki verði náð fyrir árið 2025.“
Þetta er metnaðarfullt markmiðog ljóst að til að ná því er nauð-
synlegt að fara að minnsta kosti að
stíga fyrstu skrefin.
Í ályktuninni segir einnig aðlækka þurfi tryggingagjald, sem
er síður en svo ofmælt.
Tryggingagjaldið hefur lítiðlækkað frá því það náði hæstu
hæðum í tíð vinstri stjórnarinnar.
Þá voru röksemdirnar meðal ann-ars erfitt atvinnuástand, en
hverjar ætli þær séu nú?
Er hægt að finna einhver rök fyr-ir því að halda tryggingagjald-
inu jafn háu og það er um þessar
mundir?
Séu þau rök til hljóta það einfald-lega að vera almenn skatta-
hækkunarrök. Þau áttu mjög upp á
pallborðið hjá vinstri stjórninni um
alla skatta en fá vonandi brátt að
víkja fyrir uppbyggilegri röksemd-
um.
Verður gengið í
að lækka skatta?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 25.10., kl. 18.00
Reykjavík 2 skýjað
Bolungarvík 0 alskýjað
Akureyri -1 alskýjað
Nuuk 1 skýjað
Þórshöfn 5 skúrir
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 11 léttskýjað
Stokkhólmur 10 léttskýjað
Helsinki 8 skúrir
Lúxemborg 12 skýjað
Brussel 12 léttskýjað
Dublin 11 skýjað
Glasgow 11 upplýsingar bárust ekki
London 12 léttskýjað
París 12 skýjað
Amsterdam 11 léttskýjað
Hamborg 11 léttskýjað
Berlín 11 léttskýjað
Vín 13 skýjað
Moskva 5 þoka
Algarve 21 léttskýjað
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 17 léttskýjað
Mallorca 21 léttskýjað
Róm 17 léttskýjað
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg 2 léttskýjað
Montreal 10 skýjað
New York 15 alskýjað
Chicago 13 léttskýjað
Orlando 26 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
26. október Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 8:52 17:33
ÍSAFJÖRÐUR 9:07 17:28
SIGLUFJÖRÐUR 8:50 17:10
DJÚPIVOGUR 8:24 16:59
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður | sími 564 6070
Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
Kvarnatengi
fyrir zetur og
sakkaborð
Stærðir eru:
12 S, 15 S, 18 S, 20 S,
25 S og 12 B, 15 B,
18 B, 20 B, 25 B
70 kr. stk.
Nýt
t
Kvikmyndin Hrútar eftir Grím
Hákonarson vann um helgina að-
alverðlaunin á kvikmyndahátíð-
inni Tofifest í borginni Torun í
Póllandi. Hrútar vann „Gullna
Engilinn“ (e. Golden Angel),
verðlaun sem eru veitt fyrir
bestu alþjóðlegu kvikmyndina í
fullri lengd. Þetta eru níundu
verðlaun Hrúta frá því hún var
frumsýnd á Cannes í maí. Aðal-
leikarar í myndinni eru Sigurður
Sigurjónsson og Theodór Júlíus-
son.
Kvikmyndahátíðin Tofifest er
ein stærsta kvikmyndahátíðin í
Póllandi og er þekkt fyrir að
leggja áherslu á óháða kvik-
myndagerð. Sýndar voru 150
kvikmyndir frá öllum heims-
hornum.
Níundu
verðlaun
Hrúta
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hrútar Grímur Hákonarson með að-
alleikurum kvikmyndarinnar.
Skemmtiferðaskipið AIDAmar
sigldi inn sundin blá á laugardag,
fyrsta vetrardag. Kuldalegt var um
að litast en skipið átti ríflega sólar-
hringsdvöl við Skarfabakka. Síðdeg-
is í gær hélt það úr höfn, á leið sinni
vestur um haf þar sem það siglir
með ferðamenn um Karíbahafið í all-
an vetur.
AIDAmar var síðasta skemmti-
ferðaskipið sem átti hér viðdvöl á
þessu ári og hefur fley af þessu tagi
aldrei verið jafnseint á ferð í árinu
og nú. Um borð eru yfir 2.100 far-
þegar. Þeim gafst óvenjugóður tími
til að kynna sér það sem höfuð-
borgin hefur upp á að bjóða, auk
þess sem farið var í rútuferðir á
Gullna hringnum.
Næst munu borgarbúar geta séð
stórt skemmtiferðaskip í höfn í mars
á næsta ári.
Veturinn heilsaði
síðasta skipinu
Ljósmynd/Jón Páll Snorrason
Sigling AIDAmar sigling inn sundin blá og Esjan kuldaleg í bakgrunni.