Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.10.2015, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015 YOUR TIME IS NOW. MAKE A STATEMENT WITH EVERY SECOND. Pontos Day/Date Sígild en engu að síður nútímaleg hönnun sem sýnir það allra nauðsynlegasta. Áreiðanlegt sjálfvindu úrverk sem sýnir vikudaga og dagsetningu. Einfalt og stílhreint úr sem sendir skýr skilaboð. jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 6 1 Kringlan Smáralind BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Unnið er að nýjum reglum um skjalavörslu á Alþingi. Sú vinna er hluti af víðtækari endurskoðun á varðveislu gagna í stjórnkerfinu en um þau mál hefur verið fjallað í Morgunblaðinu að undanförnu. Hefur í þeirri umfjöll- un komið fram að vísbendingar séu um að þúsundum tölvupósta úr ráðuneytum hafi verið eytt á síð- ustu árum. Hef- ur Eiríkur G. Guðmundsson þjóðskjalavörður til athugunar hvort ráðuneyti hafi ekki virt skilaskyldu. Slíkt getur varðað við lög og eftir atvikum varðað refs- ingu. Samkvæmt lögum um opinber skjalasöfn frá árinu 2014 heyra Al- þingi og umboðsmaður Alþingis ekki undir lögin. Helgi Bernódusson, skrifstofu- stjóri Alþingis, segir unnið að nýj- um reglum um skjalamál þingsins. „Varðveisla rafrænna gagna hjá Alþingi er auðvitað tvískipt. Ann- ars vegar það sem lýtur að þing- mönnum og svo hitt sem lýtur að þinginu sjálfu, skrifstofu þess og einkum nefndastarfi,“ segir Helgi. Þingmenn sínir eigin herrar „Tölvupóstar þingmanna og þeirra gögn önnur eru einkaeign þeirra sjálfra. Alþingi hefur engan aðgang að þeim gögnum og varð- veitir þau ekki. Þegar þingmenn hverfa af þingi fá þeir afrit af póst- hólfi sínu og gagnasafni. Frumritið er varðveitt í tiltekinn tíma hjá þinginu, 6-12 mánuði, en svo er því eytt. Þingmenn eru þannig herrar sinna gagna, eiga þau gögn sem eru í þeirra eigin tölvum. Starf þingmannsins sjálfs er hans mál, en það er ekki fyrr en þeir koma saman í opinberu umboði sem gögn þeirra eiga að vera opinber. Við höfum því hvorki talið okkur skylt eða eðlilegt að við kæmum að varð- veislu þeirra gagna, og alls ekki óumbeðið. Það er undir hverjum og einum þingmanni komið hvernig hann hagar varðveislu einkagagna sinna,“ segir Helgi og bætir við: „Að því er varðar gögn Alþingis sem stofnunar þá eru skýrar al- mennar reglur um skjalameðferð og skjalavistun, t.d. í þingsköpum og samþykktum forsætisnefndar, en þær reglur þyrftu að vera ít- arlegri og nákvæmari, ekki síst um varðveislu rafrænna gagna. Við er- um því að vinna að nýjum reglum um skjalamál þingsins.“ Öll gögnin eru nú vistuð Helgi segir þingið sjálft fara eft- ir almennum reglum um skjalavist- un og fylgt sé öllum almennum sjónarmiðum um gagnageymslu eins og þau birtast í lögum um skjalasöfn. Öll gögn skrifstofunnar eru nú vistuð í skjalavistunarkerfi; aðsend bréf og útsend og önnur gögn, rafræn sem og pappírsgögn sem skrifstofunni berast. Varðandi nefndastarfið segir Helgi að hjá nefndunum sé mikið magn aðsendra gagna, en þau eru flest birt jafnóðum á vef þingsins. En minnisblöð og aðrar samantekt- ir sem starfsmenn nefnda vinna rafrænt eru varðveitt í kerfinu. Mikið fer af tölvupóstum milli ráðuneyta og þingsins, svo og ann- arra stofnana og samtaka. Allt er þetta varðveitt. „Í nefndastarfinu verður þannig til mikið af gögnum sem skila sér ekki í prentuðum nefndaálitum.“ Skilja gögnin eftir „Þegar starfsmenn nefnda hætta hér hjá okkur skilja þeir auðvitað eftir þau gögn sem tilheyra starf- inu, oftast á sérstökum drifum eða í möppum,“ segir Helgi. „Við höfum verið að vinna að nýjum reglum um skjalavistun hjá okkur, bæði pappírsgagna og raf- rænna gagna, og drög að þeim hafa verið til umræðu undanfarið á skrifstofunni. Við viljum vanda okkur við þetta verk. Ég er viss um að við þurfum að bæta varð- veisluna og aðgang að gögnum“ segir Helgi. Helgi tók fram að þegar lögin um opinber skjalasöfn voru sett hefði það sjónarmið orðið ofan á að Alþingi og Umboðsmaður, sem bæði fara með eftirlit með fram- kvæmdavaldinu, hefðu sjálf forræði á skjölum sínum þó í meginatriðum sé fylgt sömu sjónarmiðum um meðferð gagna, varðveislu og að- gang að þeim og er í lögunum um skjalasöfn. Skjalavarsla á þingi í endurskoðun  Skrifstofustjóri Alþingis segir að skerpt verði á reglum um rafræn gögn  Þingmenn eiga sinn tölvupóst  Afrit er tekið af póstum og er þeim svo eytt  Alþingi heyrir ekki undir lög um skjalasöfn Morgunblaðið/Ómar Alþingi Til skoðunar er að koma betra skikki á skjalasafn þingsins og vörslu gagna sem þar verða til. Helgi Bernódusson Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hafnarfjarðarbær skoðar nú tillögu skipulags- og byggingaráðs bæjar- ins um átak til að fækka vörugámum sem hafa ílengst víða í bænum. Til- gangurinn er að losna við sem flesta gáma af lóðum en einnig að innheimta stöðugjöld fyrir þá gáma sem eru í stöðugri notkun. Talið er að um 800 vörugámar standi víðsvegar í Hafnarfirði, fyrir utan þá sem stoppa stutt við vegna lestunar eða losunar. Haraldur L. Haraldsson bæjar- stjóri sagði að ekki væri búið að sam- þykkja tillöguna. Hann reiknar með að bæjarstjórn taki afstöðu til máls- ins í tengslum við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar. Hana á að leggja fram í næstu viku. Haraldur sagði nokkuð ljóst að einhverjum af þessum gámum væri ofaukið og ekki væri prýði að þeim öllum. Í öðrum tilvikum sköpuðu gámarnir ekki vandamál. „Við viljum gera átak í að hafa um- hverfið snyrtilegt. Það meðal annars hefur leitt til þessarar skoðunar. Okkur finnst líka eðlilegt að skoða innheimtu stöðugjalda af gámun- um,“ sagði Haraldur. Hann benti á að greiða þyrfti fasteignagjöld af vöruhúsum en margir notuðu gáma í þeim tilgangi að geyma í þeim varn- ing. Því væri eðlilegt að allir sætu við sama borð í þeim efnum. Fáir gámar með stöðuleyfi Málið var rætt í umhverfis- og skipulagsráði Hafnarfjarðar í fyrra- dag. Þar kom fram að málið hefur verið til skoðunar í um eitt ár. Stefnt er að því að umhverfis- og skipulags- svið Hafnarfjarðarbæjar sjái um framkvæmdina. Samþykktina á að kynna vel öllum fyrirtækjum í bæn- um. Reiknað er með að ráða í eitt til tvö stöðugildi vegna verkefnisins. Á það er bent í greinargerð að hægt sé að sækja um stöðuleyfi fyrir gáma í Hafnarfirði og gjaldið fyrir það sé 18.239 krónur. Það er greitt í eitt skipti óháð lengd stöðuleyfis. Að- eins lítill hluti gáma í Hafnarfirði er nú með stöðuleyfi. Vilja átak gegn vörugámum  Um 800 gámar víða í Hafnarfirði Haraldur L. Haraldsson Norðurlandaráð ungmenna kallar eftir sameiginlegri norrænni flótta- mannastefnu, að Norðurlönd verði fyrirmynd annarra landa í mann- úðarstarfi í Sýrlandi og taki foryst- una þegar kemur að móttöku flótta- manna og stuðningi við nágranna- lönd Sýrlands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðinu, en þing- fundur þess fór fram á Hótel Sögu um helgina. Ráðið er vettvangur fyrir ungliðahreyfingar stjórn- málaflokkanna á Norðurlöndunum og voru málefni norðurslóða, flótta- mannavandinn í Evrópu, grind- hvalaveiðar í Færeyjum og brot Rússa á friðhelgi yfirráðasvæðis Norðurlanda efst á baugi á fundi þess. Fundurinn er haldinn í að- draganda þings Norðurlandaráðs. Sameiginleg norræn flóttamannastefna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.