Morgunblaðið - 26.10.2015, Síða 11
Fjórum sinnum Bond Daniel Craig hefur fjórum sinnum leikið James Bond, fyrst 2006, og ætlar að láta gott heita.
stríða. Alvarleg ****** vandamál,
sagði Craig í viðtali við Culture,
fylgiriti The Sunday Times, í tilefni
frumsýningar myndarinnar 26.
október í London.
Meintur sadómasókismi
Vandræðagangur Ians Flem-
ings í kvennamálum var alþekktur
sem og lauslæti hans og sadóma-
sókismi. Kvenfyrirlitning hans kom
einnig fram í almennum ummælum
eins og þeim að konur væru oft
góðir bílstjórar en sjaldnast fyrsta
flokks og þær gætu ómögulega set-
ið hljóðar í bíl. Og þar fram eftir
götunum.
Í The Sunday Times Magazine
eru kaflar úr bókinni Ian Fleming:
A Personal Memoir, eftir Robert
Harling, sem kynntist Fleming
þegar báðir voru starfs-
menn Assault Unit
(30AU) í leyni-
þjónustu breska flotans í seinni
heimstyrjöldinni. Í bókinni rifjar
Harling upp að Fleming var, engu
síður en njósnari hennar hátignar,
James Bond 007, fullur hleypidóma
í garð kvenna. Einnig að sjálfur
hafi hann verið pirraður á stöðug-
um spurningum Flemings um kyn-
líf sitt. „Ég var farinn að halda að
hann [Fleming] hefði sérþarfir
varðandi kynlíf, mögulega sadóma-
sókískar, sem flestir okkar félag-
anna höfðu engan áhuga á að heyra
um.“
Harling opinberar líka aðra
hlið á rithöfundinum; djúpt þung-
lyndi, sérstaklega eftir dauða kon-
unnar sem hann elskaði. Sú hét
Muriel Wright, pólóleikari og
fréttaritari 30AU, sem lést í loft-
árás í London í stríðslok. Að sögn
Harlings var Wright Bond-stúlkan
holdi klædd, fögur, trú og laus við
að vera gagnrýnin.
Í síðustu Bond myndinni, Sky-
fall, mun hafa farið fyrir brjóstið á
mörgum áhorfendum að 007 fór í
sturtu með fyrrverandi kynlífs-
þræli. Þegar Craig var spurður
álits í fyrrnefndu viðtali virtist hon-
um svolítið brugðið. „Athyglisvert,“
sagði hann, „þannig vildum við ekki
að áhrifin yrðu. Kannski helguðust
viðbrögðin af því að stúlkan var
fórnarlamb. Þá eru viðbrögðin
skiljanleg.“
Jasmine Bond?
Naomie Harris, sem í Spectre
leikur Monneypenny í annað skipti,
fullyrðir að hægt sé að vera hvort
tveggja femínisti og Bond-stúlka.
Máli sínu til stuðnings vísar hún til
Monicu Bellucci, 51 árs, en hún
leikur ekkju launmorðingja, sem
007 hafði komið fyrir kattarnef.
„Leikstjórinn, Sam Mendes, elskar
sterkar konur með fjölþættan per-
sónuleika. Bellucci leikur ótrúlega
hugrakka konu, sem hafnar aðstoð
Bonds. Hún er svona kona sem get-
ur gert allt ein síns liðs.“
Þegar Craig var spurður
hvernig honum litist á að fá konu í
hlutverk 007 svaraði hann: „Því
ekki það? Jasmine Bond?“
Craig líst líka prýðilega á þá
hugmynd að fá Idris Elba (lék m.a.
Luther í samnefndum sjónvarps-
þáttum frá BBC) í hlutverk 007, og
segir húðlitinn ekki skipta nokkru
máli. „Við hefðum átt að vera meira
í takt við tímann,“ sagði Daniel
Craig, sem undanfarið hefur látið
hafa eftir sér að frekar myndi hann
skera sig á púls en leika James
Bond í fimmta sinn.
007 F.v. Sean Connery, George Lazenby, Roger Moore, Timothy Dalton og
Pierce Brosnan, í hlutverki njósnarans með leyfi 007 til að drepa.
Skapari James Bonds Rithöfund-
urinn Ian Fleming (1908 – 1964).
Daniel Craig lýst
prýðilega á að þá
hugmynd að arftaki
sinn í hlutverki
Bonds verði kona.
„Ég heiti Bond –
Jasmine Bond, “
hljómar líka vel.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015
„Með nýrri tækni koma oft á tíðum ný
tækifæri og nýjar ógnir inn í sam-
félög. Snjallsímar og snjalltæki eru
engin undantekning þar á. Á sama
tíma og skólakerfi Íslands eru að til-
einka sér kennslu á snjall-
tækjum eru stjórnvöld í Taív-
an búin að setja lög þar sem
að má sekta foreldra sem
leyfa börnum sínum að vera
ótakmarkað í snjalltækjum,“
segir m.a. í kaflanum Lestur
og miðlar í skýrslunni Ungt
fólk 2015 sem Rannsóknir
og greining gerðu á högum
og líðan barna í 5. og 7. bekk.
Í skýrslunni kemur fram
mikill kynjamunur meðal
nemenda í 5.-7. bekk í bók-
lestri. Drengir lesa síður en
stúlkur og spila frekar tölvu-
leiki. Niðurstöðurnar ríma
við reynslu Bryndísar Guð-
mundsdóttur, talmeinafræð-
ings og kennara, sem nýtt
hefur sér möguleika tækninn-
ar í því skyni að glæða áhuga
ungmenna á lestri. Hún hefur gefið út
heildstætt þjálfunarefni; Lærum og
leikum með hljóðin, smáforrit sem
notuð eru í leik- og grunnskólum um
allt land.
Smáforritin eru þau einu á þessu
sviði sem undirbúa réttan framburð
íslensku hljóðanna, kenna hljóðvit-
und, orðaforða og alla nauðsynlega
þætti fyrir læsi. Bryndís leggur
áherslu á að nýta gagnvirkni smáfor-
ritanna til að beina áhuga barna frá
unga aldri á jákvæðar brautir.
iPhone-útgáfa
Smáforritin komu nýverið út í
iPhone-útgáfu, sem auðveldar for-
eldrum að hlaða þeim niður beint í
símana og stuðla að auknum mál-
þroska og undirbúa börn fyrir læsi
hvar og hvenær sem er. Um er að
ræða forritin Lærum og leikum með
hljóðin, Froskaleikur 1, 2 og 3 og
Froskaleikur Skólameistarinn (skóla-
útgáfa).
„Nú á ekkert að vera því til fyrir-
stöðu að tugir þúsunda uppalenda
sem nota iPad eða iPhone geti að-
stoðað börnin á markvissan hátt við
lestur,“ segir Bryndís, sem vonast til
að framtakið geri gæfumuninn fyrir
sem flesta. „Þar sem drengir standa
verr að vígi en stúlkur í lestrarundir-
búningi hentar vel að tengja námið
leik, tækni og hreyfingu eins og smá-
forritin bjóða upp á,“ bætir hún við
og lætur þess getið að Novator, Norð-
urál, Hagar, KPMG og HS Orka hafi
gert henni kleift að ráðast í útgáfuna.
Bryndís stendur fyrir vefnámskeiði
kl. 14 á morgun, þriðjudaginn 27.
október, þar sem foreldrar og fagfólk
geta lært á alla möguleika smáforrit-
anna sér að kostnaðarlausu. Þátttak-
endur þurfa að skrá sig áður til að fá
aðgang í eigin tölvu.
Íslenskt lestrarþjálfunarforrit í iPhone
Leikur að læra Krökkum finnst gaman að nota smáforit til að læra að lesa.
Gagnvirkni smáforrita nýtt til
að glæða áhuga barna á lestri
Vefnámskeið Foreldrar og kennarar get lært
alla möguleika smáforitanna á vefnámskeiði.
Fyrir þá sem vilja nálgast forritin:
https://itunes.apple.com/us/
developer/raddlist/id633990870
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200