Morgunblaðið - 26.10.2015, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 26.10.2015, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015 SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Verkefnið sýnir að vel má finna leið fyrir léttlest sem tengir Smára- lind í Kópavogi við Skeifuna í Reykjavík með viðkomu í Mjódd. Engar meiriháttar hindranir eru til staðar sem koma í veg fyrir að hönnunarforsendum sé fullnægt og aðeins á örfáum stöðum þyrfti að lækka leyfilegan hraða vegna krapprar beygju.“ Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri meistara- prófsritgerð í byggingaverk- fræði við Háskóla Íslands, eftir Guðbjörgu Brá Gísladóttur. Hún skoðaði betur hugmyndir sem fram hafa komið um létt- lestakerfi á höfuðborgarsvæðinu og tók sérstaklega fyrir eina leið, frá Smáralind í Skeifuna, og forhannaði hana. Guðbjörg horfði til nýs svæðisskipulags höfuðborgarsvæð- isins til ársins 2040 en þar er m.a. gert ráð fyrir aukinni hlutdeild vist- vænna samgangna. Svonefndri Borgarlínu er ætlað að vera hryggj- arstykkið í þeirri skipulagsþróun, til að tengja saman helstu þjónustu- kjarna svæðisins. „Kostnaður við gerð fyrstu létt- lestar á Íslandi yrði að sönnu mikill en ábati sem fæst við að fylgja eftir stefnu svæðisskipulagsins um sjálf- bærar samgöngur verður umtals- verður. Auk þess sparast á móti kostnaður vegna nýrra samgöngu- mannvirkja þar sem hluti sam- gangna flyst yfir á hið nýja lesta- kerfi,“ segir ennfremur í ritgerð- inni. 200 farþegar í einu Markmið verkefnisins hjá Guð- björgu var að skoða hvernig al- menningssamgöngur í formi létt- lestakerfis gætu tekið þetta hlutverk að sér. Skoðaði hún hvern- ig lega léttlestaleiðar gæti sam- tvinnast á sem hagkvæmastan hátt núverandi legu gatnakerfisins og leitaðist við að gera það þannig að lestirnar féllu vel að umhverfinu og hefðu sem minnsta röskun á um- ferðarflæði ríkjandi gatnakerfis, þ.e. án þess að þyrfti að byggja brýr eða grafa göng. Guðbjörg gerir í ritgerð sinni til- lögu um þrjár leiðir í Borgarlínu; A, B og C. Leið A myndi ná frá miðbæ Reykjavíkur og upp í Mosfellsbæ, leið B frá Hafnarfirði að gatnamót- um Kringlumýrarbrautar og Suður- landsbrautar og leið C frá Smára- lind að Skeifunni, sem Guðbjörg fjallar sérstaklega um í ritgerðinni. Sú leið sést nánar á meðfylgjandi korti en hún yrði 5,8 km löng með sjö lestarstöðvum á leiðinni, eða við Smáralind, Dalveg 18, Dalveg 32, Mjódd, Sprengisand, Rauðagerði og loks í Skeifunni. Tvær lestir yrðu gangandi í einu, sem tækju að há- marki alls 200 farþega í einu. Við hönnun á þessari leið segist Guðbjörg hafa haft tvo meginþætti að leiðarljósi; annars vegar sveigj- anleika í tímatöflu og tíðni ferða og hins vegar að hanna leiðina þannig að sýnt sé fram á að rými fyrir lest- arleiðina með tveimur lestarsporum sé nægjanlegt. Í hönnun sinni gerir Guðbjörg ráð fyrir að hraði lestarinnar sé 55 km/klst og möguleg lengd lestar um 60 metrar. Leiðin skiptist í bæði einföld og tvöföld lestarspor, sem tengjast saman með skipt- isporum. Lestarbrautin liggur yfir tvenn mislæg gatnamót og 16 ann- ars konar þveranir við götur. Guðbjörg segir að það geti tekið lestina að jafnaði 11-12 mínútur að fara úr Skeifunni í Smáralind, með stoppi í Mjódd og öðrum lestar- stöðvum. Það er þá miðað við for- gang þar sem lestarnar fléttast saman við aðra umferð. Hugmyndir um lestakerfi á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lagðar fram áður en Guðbjörg segir að þetta sé líklega í fyrsta sinn sem ein leið er hönnuð sérstaklega og teiknuð við hlið gatnakerfis. Kostnaður gróflega metinn Þó að verkefni Guðbjargar hafi fyrst og fremst gengið út á að for- hanna þessa leið tæknilega þá skoð- aði hún einnig kostnaðinn, en gróf- lega, eins og hún segir. Hagkvæmni lestakerfis var meira skoðuð í meistaraprófsritgerð Hildar Sigurð- ardóttur frá í vor, og vitnar Guð- björg til hennar í kafla sínum um kostnaðinn. Aðallega er þar horft til kostnaðar við lestakerfi erlendis. Í ritgerð sinni komst Hildur að því að heildarkostnaður við allar þrjár leiðirnar á höfuðborgarsvæð- inu (A,B og C) yrði um 175 millj- arðar króna, eða 4,7 milljarðar á hvern kílómetra. Guðbjörg segir að samkvæmt þessu yrði kostnaður við leið C um 27 milljarðar króna. Er þá gert ráð fyrir að tvær lestir séu á leið í einu og ein aukalest til staðar þegar sinna þarf viðhaldi. Kostnaðurinn myndi skiptast þannig að sjálf lest- arkerfið myndi kosta um 25 millj- arða, vagnarnir 1,6 milljarða og þjónustu- og geymslusvæði um 500 milljónir. Hagkvæmara en jarðgöng Í kynningu á ritgerðinni sýndi Guðbjörg samanburð á kostnaði miðað við jarðgöng hér á landi og farþegafjölda þar. Sá samanburður sýndi fram á að aðeins Hvalfjarðar- göng sýndu lægri kostnað á hvern farþega fyrir hvern ekinn kílómetra en með lest milli Smáralindar og Skeifunnar. Lestin sé því hag- kvæmari en Héðinsfjarðargöng og Bolungarvíkurgöng, miðað við þetta. Samhliða verkfræðinámi sínu starfaði Guðbjörg hjá verkfræði- stofunni Geotek og vann m.a. við Héðinsfjarðargöng og Fáskrúðs- fjarðargöng. Hún segir framhaldið óráðið hjá sér að meistaranáminu loknu. Spurð hvort léttlestakerfi eigi eftir að verða að veruleika segist Guðbjörg reikna með því í náinni framtíð. Allt fari það eftir áherslum borgaryfirvalda í samgöngumálum. Miðað við áframhaldandi fólks- fjölgun og áform um þéttingu byggðar þá þurfi að grípa til rót- tækra aðgerða í almennings- samgöngum. Léttlestir knúnar áfram með rafmagni séu umhverf- isvænn kostur og falli með að markmiðum stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. Töluverður ábati af léttlestum  Meistarprófsritgerð í byggingaverkfræði um léttlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu  Forhannaði leið frá Skeifunni í Smáralind  Ferðin tæki 11-12 mínútur  Áætlaður kostnaður um 27 milljarðar Tölvumynd/Guðbjörg Brá Gísladóttir Léttlest Einhvern veginn svona gæti léttlest litið út á leið sinni um Dalveg í Kópavogi, frá Skeifunni í Smáralind, ef hugmyndirnar ná fram að ganga. Léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu -forhönnun á leiðinni Skeifan–Smáralind Skeifan Rauðagerði Sprengisandur Mjódd Dalvegur 32Dalvegur 18 Smáralind Leið C 5,8 km Tvöfalt spor Einfalt spor Lestarstöð Hugmyndir um léttlestir eða annars konar lestir í Reykjavík, ofan- sem neðanjarðar, eru ekki nýjar af nálinni. Þær fyrstu ná allt aftur til aldamót- anna 1900. Lítið hefur orðið um framkvæmdir sökum mikils stofnkostnaðar og almennings- samgöngur byggst á strætis- vögnum. Í nýju aðalskipulagi höfuð- borgarsvæðisins til ársins 2040 er gert ráð fyrir létt- lestakerfi, svonefndri Borgar- línu. Sveitarfélögin hafa sam- þykkt þetta skipulag en þar er gert ráð fyrir að hlutdeild al- menningssamgangna í öllum ferðum verði komið í 12% á höfuðborgarsvæðinu árið 2040. Skiptar skoðanir hafa verið um hagkvæmni þess að byggja upp lestakerfi í Reykjavík og út í nágrannabyggðarlögin. Bent hefur verið m.a. á að frekar ætti að byggja upp öfl- ugra strætisvagnakerfi. Könn- un sem fyrirtæki Rögnvaldar Guðmundssonar gerði meðal erlendra ferðamanna í Reykja- vík sumarið 2014 sýndi að 52% töldu lestakerfi ekki henta en 48% voru á annarri skoðun. Komið í að- alskipulagið LÉTTLESTAKERFI Guðbjörg Brá Gísladóttir Áratuga reynsla og framúrskarandi þjónusta Stórhöfða 37 | 110 Reykjavík | Sími 586 1900 | framrudur@simnet.is | bilrudur.is Opið: 8 :00 - 18 :00 mánud .– fimm tud., 8:00 - 1 7:00 fö stud, bílalakk frá þýska fyrirtækinu Ekki bara fyrir fagmenn líka fyrir þig Eigum einnig sprautukönnur, réttingahamra, einnota hanska og pensla. HÁGÆÐA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.