Morgunblaðið - 26.10.2015, Síða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015
✝ Guðrún Karls-dóttir fæddist í
Gamla Skólanum á
Öldunni, Seyðis-
firði 20. september
1931. Hún lést á
Vífilsstöðum 20.
október 2015.
Foreldrar henn-
ar voru Karl
Sveinsson beykir, f.
14. október 1899 á
Eskifirði, d. 25.
mars 1980, og Kristín Halldóra
Halldórsdóttir húsfreyja, f. 27.
mars 1911 á Seyðisfirði, d. 21.
október 1970. Systkini Guð-
rúnar voru Halldór húsasmíða-
meistari, f. 3. september 1930, d.
22. janúar 1990,
Sveinn, f. 10. júlí
1935, d. 10. desem-
ber 1953, Anna
Friðrikka, f. 29.
maí 1937, og Stef-
anía Björk, f. 21.
ágúst 1940.
Guðrún vann
ung að aðhlynn-
ingu, bæði á Seyð-
isfirði og í Reykja-
vík, en lengst af
sinni starfsævi vann hún í Sæl-
gætisgerð Nóa-Síríusar, eða í
tæp 40 ár.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 26. októ-
ber 2015, kl. 11.
Látin er ástkær systir mín,
Guðrún Karlsdóttir. Guðrún
fæddist á Seyðisfirði þann 20.9.
1931 og var hún næstelst af 5
systkinum. Foreldrar hennar
voru Kristín Halldóra Halldórs-
dóttir og Stefán Karl Sveinsson
er bjuggu á Seyðisfirði til ársins
1955 er þau fluttu til Reykjavík-
ur. Guðrún fór ung suður og var
fyrst í vist hjá skyldfólki og síðan
vann hún í nokkur ár á sjúkra-
húsinu Sólheimum í Reykjavík.
Seinna hóf hún svo störf hjá sæl-
gætisgerð Nóa þar sem hún
starfaði til starfsloka.
Guðrún gekk ekki heil til
skógar en var engu að síður dug-
leg og ósérhlífin við vinnu. Guð-
rún var félagslynd og á Sólheim-
um og síðar hjá Nóa eignaðist
hún góða vini sem hún hélt
tryggð við æ síðan. Þegar for-
eldrar Guðrúnar fluttu til
Reykjavíkur þá flutti hún til
þeirra og bjó hjá þeim síðan. Eft-
ir að móðir okkar dó þá hélt hún
heimili fyrir föður okkar og var
alltaf notalegt að koma í heim-
sókn til þeirra og rifja upp gamla
daga og þá sérstaklega gamlar
minningar að austan en Guðrún
var minnug á gamla tíma og
einnig mundi hún eftir öllum af-
mælisdögum.
Ég minnist Guðrúnar systur
minnar með hlýhug fyrir alla
hennar óeigingirni og góðsemi
við systkini sín og systkinabörn.
Kæra systir, nú er komið að leið-
arlokum en ég veit að það er tek-
ið vel á móti þér þar sem þú ert
núna. Hvíldu í friði.
Stefanía Björk.
Mín yndislega frænka Guðrún
Karlsdóttir er fallin frá.
Þrátt fyrir stranga lífsbaráttu
alla tíð var afar fátt sem haggaði
tilverunni hjá Guðrúnu frænku
minni eða Gunnu frænku eins og
hún var alltaf kölluð.
Vinnusemin, tillitssemin og
nægjusemin var ávallt í hávegum
höfð, þakklæti fyrir það minnsta
sem lífið gaf. Ávallt var það
Gunnu ofarlega í huga að ekki
hallaði á neinn, réttlætiskennd
hennar var sterk. Vandfundin
var hjartahreinni manneskja og
víst er það, að vísan stað á hún
Gunna mín hjá himnaföðurnum.
Á fyrstu árum starfsævi sinn-
ar, eftir að Gunna fluttist frá
Seyðisfirði til Reykjavíkur fékkst
hún við aðhlynningarstörf, en
starfaði lengst af sem verkakona
hjá Nóa-Síríus, þar sem hún skil-
aði sínum störfum af mikilli sam-
viskusemi og ósérhlífni.
Við systkinin vöndumst því
snemma, að fara með vagninum í
bæinn með Gunnu frænku, að
heimsækja ættingja og frá fyrstu
tíð var hún fastur punktur í til-
veru okkar. Ósjaldan kom hún
með gos og súkkulaði til okkar í
veikindum og var svo sannanlega
ávallt til staðar, ekki síst þegar
stuðnings var þörf á þröngum
tímum.
Þegar búa átti til góðan mat til
dægrabrigða voru steiktar
lambakótelettur í raspi og í
minningunni er upplifunin á við
einhverskonar viðhafnarstemn-
ingu þegar herlegheitin voru
framreidd og ekki þótti Gunnu
leiðinlegt að fá smá hrós fyrir
matseldina. Fátt í huga Gunnu
var betra til hátíðabrigða, nema
ef vera skyldi staup af sérríi.
Ekki má þó gleyma karamellum
og súkkulaði sem ávallt voru á
boðstólum fyrir gestkomandi.
Alúð og umhyggja var Gunnu í
blóð borin og eftir að amma féll
frá bjó hún afa heimili síðustu
æviár hans og þar var afi í góðum
höndum. Það var ekki sjálfsagt
að tileinka lífshlaup sitt öldruð-
um föður sínum, skilyrðislaust,
en í því fólst hennar lífsfylling,
sem lýsir vel mannkostum henn-
ar.
Það var fyrir nokkrum árum,
að Gunna leitaði til mín í þeim til-
gangi að fá aðstoð við að færa
Krabbameinsfélagi Íslands pen-
ingagjöf í minningu móður sinn-
ar Kristínar Halldórsdóttur og
Blæðarafélagi Íslands peninga-
gjöf í minningu Sveins Karlsson-
ar bróður síns. Það var stolt kona
með stórt hjarta sem afhenti á
vordögum árið 2007 stórgjafir af
litlum efnum. – Þarna var að
verki aðdáunarverður stórhugur
sómakonu.
Þrátt fyrir að hafa aldrei
stofnað til fjölskyldu átti Gunna
því láni að fagna að hafa í kring-
um sig stóran hóp af góðu fólki
og var henni mikið í mun að
rækta góð samskipti við sína fjöl-
skyldu. Því lýsti það svo sann-
arlega upp tilveruna hjá Gunnu
minni síðustu stundirnar að nýj-
asti fjölskyldumeðlimurinn, hann
Sölvi Hrafn, skyldi fæðast á af-
mælisdaginn hennar 20. septem-
ber sl.
Megi guð gefa þér frið og takk
fyrir samfylgdina, elsku Gunna,
heimurinn er fátækari og tóm-
legri að þér genginni. Megi eft-
irlifandi ástvinir njóta minning-
arinnar um örláta, viljasterka og
hjartahreina sómakonu í hvers
huga lífsbaráttan var svo sjálf-
sögð og eðlilegur hluti tilverunn-
ar.
Sveinn Segatta.
Elsku Gunna frænka. Þegar
ég skrifa þessi orð kemur þakk-
læti mér fyrst í huga. Þakklæti
fyrir að muna alltaf eftir mér,
systkinum mínum og ekki síst
börnunum mínum á seinni árum.
Um hver jól og á hverju afmæli
höfum við öll fengið að njóta gjaf-
mildi þinnar og þegar við vorum
ung í Hraunbænum var alltaf
víst að maður fékk páskaegg frá
Gunnu frænku. Þó að þú hafir
kannski ekki verið stærsta
manneskjan þá er víst að ekki
eru margir sem hafa haft stærra
hjarta en þú. Það má segja að
eftir að maður eltist og þrosk-
aðist hafi maður áttað sig þeim
mun betur á hversu mikilvæg þú
varst í uppvexti okkar í Hraun-
bænum. Þau voru ófá skiptin sem
farið var til þín í eftirmiðdags-
kaffi eða kvöldmat, betri steiktan
fisk hef ég aldrei fengið og oftast
fékk maður Nóa-súkkulaði í nesti
þegar maður fór heim. Það eina
sem þér fannst gott að hafa að-
eins út af fyrir þig, að ég veit til,
er kannski púrtvínsflaskan sem
ég færði þér í einhver skipti fyrir
jólin en á ást, hlýju og umhyggju
hefurðu ávallt verið óspör. Það
verða viðbrigði að hafa þig ekki
með okkur um jólin en líklega
ertu hvíldinni fegin og við sem
eftir erum getum sannarlega ylj-
að okkur við góðar minningar.
Við erum rík að hafa fengið að
njóta þess að eiga þig að og rík
að hafa notið þinnar hjartahlýju.
Takk fyrir allt og allt, elsku
Gunna.
Stefán Karl.
Elsku Gunna frænka. Dagur-
inn í dag verður okkur öllum erf-
iður þar sem í dag kveðjum við
þig, elsku Gunna frænka okkar,
með söknuð í hjarta.
Minning þín mun ávallt lifa
með okkur og veita okkur ást og
hlýju um ókominn tíma.
Gunna frænka okkar var ótrú-
leg kona sem fór í gegnum lífið
með jákvæðni og kjarki.
Elsku Gunna mín, takk fyrir
að taka ávallt á móti okkur með
opnum örmum og ást. Það var
aldrei neitt of mikil fyrirhöfn fyr-
ir þig, hvort sem við komum eitt í
einu eða öll saman.
Þú dáðist að okkur og sýndir
okkur ávallt einlægni og áttir
tíma og fyrir það erum við þakk-
lát fyrir.
Takk fyrir allt.
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað.
Krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei það er minning þín.
(Guðmundur Halldórsson)
Hvíldu í friði, elsku Gunna
frænka.
Anna og fjölskylda,
Patrick og fjölskylda,
Emma og Andri Þór,
Sara Jane.
Jæja gæskan, þá er kominn
tími til að kveðja.
Gæskan og gæskurinn eru ein-
mitt orðin sem Gunna mín notaði
oft, en það voru hennar mann-
kostir að gæta alltaf að öðrum,
muna eftir öllum og gefa af sér.
Langar að þakka þér fyrir all-
ar góðu minningarnar, góðvild-
inni get ég ekki gleymt; ýsa í
raspi, smurt brauð með hangi-
kjöti, svo ekki sé nú talað um
Nóa-súkkulaðimolana sem þú
læddir svo oft í vasa minn eftir
heimsókn (kíkkið eins og hún var
vön að segja).
Kveð hér ótrúlega konu sem
hefur alltaf verið mér svo kær
með kraft og dugnað sem var
engu líkur.
Kveðja,
Piero Segatta (Peri).
Guðrún Karlsdóttir
Það er stundum
sagt að afar gegni
mikilvægu hlutverki
í þroska hvers ein-
staklings. Eflaust er margt til í
því en það á ekki hvað síst við í
mínu tilviki enda kenndi Valdi afi
(eins og ég kallaði hann gjarnan)
mér ótal margt sem mun nýtast
mér á lífsleiðinni. Þegar ég fædd-
ist inn í þennan heim tók afi minn
á móti mér opnum örmum þar
sem ég bjó á heimili hans og
ömmu fyrstu ár ævi minnar.
Þangað var ég svo ávallt velkom-
in og eyddi ég ófáum stundunum
Valdimar Þ.
Kristjánsson
✝ Valdimar Þ.Kristjánsson
fæddist 9. maí
1927. Hann lést 3.
október 2015. Útför
Valdimars fór fram
frá Áskirkju 9.
október 2015.
í Keilufelli hjá
ömmu og afa á
bernskuárunum.
Þar fann ég alltaf
fyrir mikilli vænt-
umþykju en fyrst og
fremst var
skemmtilegt að fara
þangað í heimsókn.
Þegar fólk talar um
sanna ást dregur
það upp myndir af
prinsum og prins-
essum í ævintýrasögum. Fyrir
mér eru amma og afi hins vegar
birtingarmynd þess hvernig sönn
ást birtist í raunveruleikanum.
Þau rifust aldrei og ef þau fóru
hvort í sitt herbergið í fýlu dugði
það skammt því þau söknuðu
hvort annars strax svo mikið.
Það bar aldrei skugga á þeirra
samband. Fráfall ömmu lagðist
enda þungt á afa og eftir það var
hann einungis hálfur maður. Í ár
hefðu þau átt 60 ára brúðkaups-
afmæli.
Í lögfræði er hugtakið „bonus
pater familias“ notað um hinn
góða og gegna fjölskylduföður
sem ávallt hegðar sér í samræmi
við það sem er réttast hverju
sinni. Afi var bonus pater famili-
as. Hjá honum var fjölskyldan
númer eitt. Ef fjölskyldan var
ánægð þá var afi ánægður. Ef
upp kom vandamál sem þurfti að
leysa þá sá afi til þess að það yrði
leyst strax því það átti aldrei að
leysa eitthvað á morgun sem
hægt var að leysa í dag. Það voru
fleiri en við fjölskyldan sem nutu
góðs af umhyggju afa þar sem
hann var kennari í mörg ár. Að
öðrum ólöstuðum þá er það altal-
að enn þann dag í dag að afi hafi
verið besti kennari skólans á
þessum tíma. Hann var á undan
sinni samtíð í kennsluaðferðum
og hugsunarhætti almennt. Á
meðan aðrir af hans kynslóð litu
hornauga þá sem voru öðruvísi í
samfélaginu þá rétti afi fram
höndina. Það skipti hann engu
máli hver þú værir eða hvaðan þú
værir – afi kom eins fram við alla.
Afi var sérstakur maður og
uppfullur af visku. Þegar hann
hóf upp raust sína þá þögnuðu
aðrir og hlustuðu. Hann var mað-
ur sem ég og aðrir bárum gríð-
arlega virðingu fyrir. Sú virðing
var líka áunnin enda var afi sann-
gjarn og umburðarlyndur maður
sem var algjörlega laus við eig-
inleika á borð við hroka og hé-
gómagirnd. Hann var góður
maður og ég trúi ekki að nokkur
maður hafi viljað segja um hann
slæmt orð. Ég vona svo sannar-
lega að hans virðingarverðu eig-
inleikar muni smitast yfir til mín
og fylgja mér í gegnum lífið. Það
var heiður að fá að halda í hönd
hans þegar hann lést þrátt fyrir
að það sé þyngra en tárum taki
að þurfa nú að kveðja afa minn í
síðasta sinn. Ég veit þó að nú er
hann kominn til ömmu, sem hef-
ur beðið eftir honum í fimm ár.
Þegar minn tími mun koma að yf-
irgefa þennan heim þá veit ég að
þau munu taka á móti mér líkt og
þau gerðu þegar ég var pínulítil
og ósjálfbjarga.
Takk fyrir alla þá ást sem ég
hef fengið og ég óska þér, afi
minn, hinnar bestu ferðar.
Katrín Dögg Óðinsdóttir.
Ég hitti Siggu í
fyrstu ferð minni til
Íslands með Strúnu,
núverandi eigin-
konu minni og syst-
ur Siggu. Sigga og Kiddi buðu
okkur að koma með sér í hring-
ferð um landið og ætluðu þau að
sýna þessum Flórídadreng fleiri
undur en hann hefði nokkru sinni
getað gert sér í hugarlund. Og
þau höfðu rétt fyrir sér.
Þessi vika sem það tók okkur
að ferðast um landið var ein hin
undursamlegasta og minnisstæð-
asta sem ég hef nokkru sinni
upplifað; allt frá fyrsta hádegis-
verðinum við svarta sanda Víkur
að Jökulsárlóni og Höfn í Horna-
firði. Eftir heimsókn til Petru
tóku við torfbæir á Egilsstöðum
og sú kaldasta ágústnótt sem ég
hafði nokkru sinni upplifað.
Drunur Dettifoss, Ásbyrgi og
loksins indæll blundur í görðum
Akureyrar, öll dauðuppgefin eftir
langt og strangt ferðalag.
Þetta var rétt eftir að Sigga
greindist fyrst með krabbamein
en þrátt fyrir það var hún óstöðv-
andi. Ákveðinn vilji hennar til
þess að sýna mér landið sitt er
ein ástæða fyrir því að ég ann
þessum fallega stað. Hún kenndi
okkur hitt og þetta, hló og um-
vafði okkur öll með slíkum styrk
og ástúð. Þegar kom að því að
mér þætti nú réttast að fara að-
eins hægar yfir hennar vegna,
var hún þegar farin að leiða okk-
ar í næsta ævintýri.
Það leit út fyrir að Sigga og
Strúna ættu sér sögu, kvæði eða
lag að syngja um hvern einasta
stein, hæð eða lækjarsprænu
sem varð á vegi okkar. Við stöns-
uðum til þess að tína ber í litlum
slakka á Austfjörðum og hún og
Sigríður Gröndal
✝ Sigríður Grön-dal fæddist 9.
febrúar 1956. Hún
lést 7. október
2015. Útför Sigríð-
ar var gerð 16.
október 2015.
Strúna hlógu með
slíkri innlifun, rifj-
andi upp einhverjar
bernskuminningar
sínar.
Ég held að henn-
ar frábæra skop-
skyn hafi verið mik-
ilvægur þáttur í
styrk hennar. Hún
nýtti hvert tækifæri
sem hún gat til þess
að hlæja – kannski
vegna ótta, en ég skynjaði hann
þó aldrei í hlátri hennar. Ég held
að hún hafi hlegið eins mikið og
hún gerði til þess að sýna að þessi
óútreiknanlegi sjúkdómur gæti
hugsanlega hrifsað hana burt en
hann gæti aldrei sigrað hana.
Ekki alls fyrir löngu vörðum
við Sigga og Strúna síðustu dög-
um Páls föður þeirra saman áður
en hann féll frá. Ég varð vitni að
þeirri sérstöku ást og væntum-
þykju þessarar fjölskyldu sem
einnig er svo lánsöm að eiga nána
vináttu hvert í öðru.
Ég kem frá mjög stórri fjöl-
skyldu í Suður-Bandaríkjunum
og þangað til ég kynntist Strúnu
og síðar Páli og systrunum Siggu
og Sillu hafði mér aldrei fundist
ég tilheyra fjölskyldu eins og ég
geri nú. Og sem maður sem er
uppalinn á bökkum Everglades í
Flórída hef ég lært um landið að
mestu í gegnum þessa fjölskyldu,
sem hefur deilt ást sinni á þessari
köldu, hrjúfu grund og ást sinni
hvers á öðru án skilyrða.
Ég er lánsamur, líkt og margir
samferðamenn hennar, að hafa
fengið að kynnast slíkri um-
hyggjusemi af hendi svo sterkrar
konu eins og Siggu sem jafn-
framt var full eldmóðs, eiginleik-
ar sem systur hennar halda enn á
lofti.
Með ást og þakklæti, þinn
mágur,
(Ísl. þýðing. Valgerður
Gréta Guðmundsdóttir.)
Jim Watkins,
husband of
Kristrun Gröndal.
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir og tengdafaðir,
HARALDUR R. GUNNARSSON,
Jónsgeisla 75,
sem lést sunnudaginn 18. október, verður
jarðsunginn frá Grafarvogskirkju
þriðjudaginn
27. október kl. 17.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarsjóð sem
opnaður hefur verið í minningu hans, nr. 0130-05-060052, kt.
3103703209.
.
Ragna Ársælsdóttir,
Þorsteinn Andri Haraldsson, Olivia Lohmeyer,
Inga Björk Haraldsdóttir, Sverrir Ólafur Georgsson,
Ragna Björg Haraldsdóttir,
Gunnar Haraldsson.