Morgunblaðið - 26.10.2015, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 2015
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, leikfimi kl. 10. Félagsvist, tölvu-
færni, útskurður 1 og frjáls tími í myndlist kl. 13.
Boðinn Bingó og myndlist kl. 13.
Bólstaðarhlíð 43 Lesið og spjallað kl. 10.40.
Dalbraut 18-20 Myndlist og postulín kl. 9, brids kl. 13.
Dalbraut 27 Handavinna kl. 8, upplestur á annarri hæð kl. 14.
Félagsmiðstöðin Gjábakki Handavinna kl. 9, botsía kl 9.10, gler- og
postulínsmálun kl. 9.30, lomber kl. 13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl.
16.30 og skapandi skrif kl. 20.
Furugerði 1 Morgunmatur kl. 8.10, lestur með Ragnhildi kl. 10,
hádegismatur kl. 11.30, ganga kl. 13, síðdegiskaffi kl. 14.30 og kvöld-
matur kl. 18-19. Handavinna. Nánari upplýsingar í síma 411-2740.
Garðabæ Vatnsleikfimi í Sjálandi kl. 8 og 15, stólaleikfimi fyrir konur
og karla í Sjálandi kl.9.10, kvennaleikfimi í Sjálandi kl.10, og í Ásgarði
kl.11, karlaleikfimi kl.11.40, Boccia kl.12.20.
Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Útskurður með leiðbeinanda
kl. 9-16. Línudans kl. 13. Kóræfing Gerðubergskórs, nýjir söngfuglar
velkomnir, kl. 14.30.
Gullsmári Póstulínshópur kl. 9, ganga kl. 10, kortagerð kl. 13. Handa-
vinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20.
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 -16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, blöðin, púsl og tafl liggja frammi. Léttar aeróbic
æfingar kl. 9, morgunleikfimi kl. 9.45, matur kl. 11.30, baðþjónusta
fyrir hádegi. Spilað brids kl. 13, silkimálun kl. 13 hjá Elínborgu 2. skipti
af 4. Eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, fótaaðgerðir.
Hæðargarður Glerskurður kl. 9. Ganga kl. 10. Slökun kl. 10.30. Mynd-
listarnámskeið kl. 12.30. Handavinnuhornið kl. 13. Félagsvist kl. 13.15.
Skapandi skrif kl. 16.
Íþróttafélagið Glóð Ringó kl.13.30 í Smáranum. Uppl. í síma 564-
1490 og á www.glod.is. Haustfundur í Gullsmára, Gullsmára 13
miðvikudaginn 28. október kl. 19. Farið yfir starfsemi Glóðar á starfs-
árinu og horft til komandi mánaða. Fundurinn er opinn félögum í
Glóð og öðrum sem áhuga hafa á starfsemi félagsins.
Korpúlfar Ganga í öllum styrkleikaflfokkum leggja af stað kl. 10 frá
Borgum og kl. 10 frá Grafarvogskirkju. Félagsvist kl. 13 í Borgum,
útskurður kl. 13 í Borgum, styrktarleikfimi með Nils kl. 17 í Borgum.
Ath. tölvufærninámskeiðið fellur niður í dag vegna vetrarfrís í
skólum.
Laugarból Nýtt í Ármanni: Leikfimi fyrir 50+ og eldri borgara. Leik-
fimi kl. 11, mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
Fjölbreyttar æfingar. Allir velkomnir.
Norðurbrún 1 Hreyfing kl. 9.45, lestur kl. 11, smíði kl. 13-16, ganga
kl. 14, djáknastund kl. 13.30, bíó kl. 15.30.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba gold námskeið kl. 10.30.
LeiðbeinandiTanya Dimitrova. Danskennsla námskeið kl. 17-20.
Kennari Lizý Steinsdóttir. SVIÐAVEISLA í hádeginu laugardaginn 31.
október í Stangarhyl 4. Húsið opnað kl. 11.15 og borðhald hefst 12. Í
fyrra komust færri að en vildu en reynt verður að fjölga sætum.
Mikilsvert er að fólk skrái sig sem fyrst í s. 588-2111 eða feb@feb.is
Vesturgata 7 Tréútskurður kl. 9.15, Lúðvík.
Vitatorg Leirmótun kl. 9, höfum laus pláss, postulínsmálun kl. 9,
upplestur framhaldssögu kl. 12.30, frjáls spilamenska, allir velkomnir,
stóladans kl. 13, bókband kl. 13.
Smáauglýsingar 569
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Bókhald
BÓKHALD
Vanur bókari getur tekið að sér
bókhald, VSK, uppgjör, launabók-
hald, skattskýrslur og stofnun FT.
Sanngjarnt verð og góð þjónusta.
bokhaldarinn@vortex.is
Ýmislegt
Eigum margar stærðir af
lokum til á lager. t.d.
235x235 8 hyrnd lok.
Lokið eru þau sterkustu á
markaðinum.
Heitirpottar.is
LOK FYRIR HEITAPOTTA OG
HITAVEITUSKELJAR
Fylgstu með á Facebook
Frú Sigurlaug
Mjóddin
s. 774-7377
Sundbolir • Tankini
Bikini • Náttföt
Undirföt • Sloppar
Inniskór • Undirkjólar
Aðhaldsföt
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Hreinsa þakrennur
fyrir veturinn og tek
að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ Björn BjarnarGuðmundsson
fæddist á Kirkju-
vegi 88 í Vest-
mannaeyjum 11.
nóvember 1941.
Hann lést 11. októ-
ber 2015 á Spáni.
Foreldrar hans
eru Guðmundur
Kristján Há-
konarson, f. 20.9.
1915, d. 4.2. 2006,
og Halldóra Kristín Björns-
dóttir, f. 3.4. 1922. Systkini
Björns eru: Halldór Ingi, f.
14.10. 1946, kvæntur Önnu Þóru
Einarsdóttur, Guðmundur, f.
12.10. 1950, kvæntur Sigríði
Stefánsdóttur, Ólafur, f. 27.1.
1952, í sambúð með Valgerði
Karlsdóttur, Eygló, f. 17.4. 1956,
í sambúð með Þóri Kristjáns-
syni, Bjarni Ólafur, f. 10.2. 1963,
kvæntur Guðrúnu Mary Ólafs-
dóttur, og Þröstur, f. 17.1. 1965.
Hinn 10.4. 1964 giftist Björn
Bjarnar Þóreyju Þórarins-
dóttur, f. 4.8. 1945, þau skildu.
Börn Björns og Þóreyjar eru: 1)
Dóra Kristín, f. 28.6. 1962, eig-
inmaður Pétur Pétursson, f.
3.11. 1956, barn Dóru af fyrra
hjónabandi er Elísabet Edda
Guðbjörnsdóttir, f. 17.3. 1987, í
sambúð með Gunnari Óla Sölva-
syni, f. 1.11. 1986. 2) Þórir Grét-
ar, f. 6.12. 1965, börn hans eru
Jón Bjarni, f. 1.7. 1994, og Gréta
Dögg, f. 21.6. 2000. 3) Hanna
Birna, f. 31.12. 1966, eiginmaður
Ingólfur Helgason, f. 4.10. 1967,
börn þeirra eru Helgi, f. 10.11.
2005, og Íris, f. 5.8. 2009.
Hinn 4.7. 1975 kvæntist Björn
Bjarnar Aðalheiði Ósk
Sigurðardóttur, f. 27.4. 1947,
þau skildu.
Hinn 2.7. 2005 kvæntist Björn
Bjarnar eftirlifandi eiginkonu
sinni, Ernu Björnsdóttur, f. 9.12.
1944. Börn Ernu af fyrra hjóna-
bandi eru: 1) Birna,
f. 4.1.1964, í sam-
búð með Sigrúnu
Ingu Reynisdóttur,
f. 25.5. 1979, sonur
þeirra er Reynir
Örn, f. 3.1. 2010.
Börn Birnu af fyrra
hjónabandi eru
Guðrún Erna, f. 7.7.
1985, og Arna
Kristín, f. 31.5.
1996. 2) Kristján
Rafn, f. 18.10. 1966, eiginkona
Sigrún Ásta Sverrisdóttir, f.
16.3. 1966, börn þeirra eru Guð-
laug Agnes, f. 19.1. 1998, Arnór
Pálmi, f. 14.2. 2000, og Gísli
Þröstur, f. 14.2. 2000. 3) Har-
aldur Freyr, f. 14.12. 1974, í
sambúð með Sigríði Eiri Guð-
mundsdóttur, börn þeirra eru
Hrönn, f. 6.9. 2008, og Huld, f.
12.6. 2011. Fyrir átti Haraldur
soninn Gabríel Gísla, f. 28.4.
1999. 4) Arnar Þór, f. 8.4. 1978,
eiginkona Lára Rúnarsdóttir, f.
4.10. 1982, börn þeirra eru
Embla Guðríður, f. 2.9. 2008, og
Rúnar Kormákur, f. 16.11. 2014.
Björn byrjaði ungur að vinna
fyrir sér, fyrst í Fiskiðjunni í
Vestmannaeyjum og síðan við
pípulagningar og málning-
arvinnu og fór síðan til sjós á
fiskibátum. Hann fluttist til
Reykjavíkur 1971 og fór í mat-
reiðslunám og var matreiðslu-
maður á skipum Hafskipa til
margra ára. Síðar var hann mat-
reiðslumaður í Bláa lóninu, á
Hótel Örk, Sólvangi og um
nokkurn tíma á Sæbjörg, skóla-
skipi Slysavarnafélags sjó-
manna. Frá 1999-2010 var hann
matreiðslumaður starfsmanna í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.
Útför Björns fer fram frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í
dag, 26. október 2015, klukkan
13.
Tengdafaðir minn er látinn;
eins og hendi sé veifað er hann
farinn. Hann var staddur í hús-
inu sínu á Spáni með Ernu
konu sinni, þar sem þeim leið
hvað best og þar dvöldu þau
oft, jafnvel mánuðum saman.
Ég kynntist Birni fyrir hart-
nær aldarfjórðungi þegar við
Dóra, dóttir hans og konan
mín, fórum að stinga saman
nefjum. Hressilegur og líflegur
maður sem gaman var að
spjalla við um heima og geima.
Björn var lærður kokkur og
starfaði víða sem slíkur bæði til
sjós og lands, en auk elda-
mennsku hafði hann fjölmörg
önnur áhugamál. Til dæmis
safnaði hann bókum sem hann
fann á fornbókasölum í mis-
góðu ástandi. Í tengslum við
bókasöfnun fór Björn á nám-
skeið í bókbandi og batt inn
fjölda bóka, jafnvel heilu rit-
söfnin, sem hann gaf svo frá
sér mörg hver. Hann lærði líka
tréskurð og eftir hann liggja
margir haganlega útskornir
gripir.
Þegar Björn starfaði sem
matráður í mötuneyti kennara í
MH þótti honum upplagt að
stunda þar nám líka og fór á
alls kyns námskeið í skólanum.
Hann hafði t.d. mikinn áhuga á
listasögu og sótti þau námskeið
sem MH hafði upp á að bjóða í
þeirri grein, auk fleiri greina.
Björn tengdafaðir minn var í
mínum huga sífellt að sýsla
með eitt eða annað, líka í hús-
inu sínu á Spáni þar sem hann
var gjarnan að skera út gripi,
þótt heilsunni hafi hrakað hjá
honum síðustu árin.
Ég votta fjölskyldu Björns
mína dýpstu samúð og vona að
minningin um hann ylji þeim
sem til hans þekktu um hjarta-
rætur.
Pétur Pétursson.
Menntaskólinn við Hamra-
hlíð var síðasti starfsvettvang-
ur Björns Bjarnars Guð-
mundssonar matreiðslumanns.
Þegar hann var ráðinn að
skólanum síðla árs 1999 áttti
hann að baki farsælan starfs-
feril bæði hjá opinberum
stofnunum og einkaaðilum til
sjós og lands. Störfum hans
lauk árið 2010 er hann fór á
eftirlaun. Í starfsviðtali sem
ég átti við Björn í aðdraganda
ráðningarinnar hafði hann
ekki mörg orð um sjálfan sig
en ég minnist þess að hann
sagðist vera þokkalegur í sam-
skiptum, ætti þó til að vera
hrekkjóttur en byggi til góðan
mat. Þetta síðastnefnda fékkst
staðfest hjá fyrri vinnuveit-
endum og í hönd fór tími
margra góðra máltíða á kenn-
arastofu MH í bland við smá-
stríðni og góðlátlega hrekkja-
lómsku kokksins.
Björn var léttur í lund, fé-
lagslyndur, greiðvikinn og
óspar á góð ráð hvort sem
varðaði matargerð eða máln-
ingu sem var annað sérsvið
hans.
Björn hélt góðum tengslum
við okkur í MH eftir að hann
lét af störfum, þáði margan
kaffisopann og var aufúsugest-
ur á kennarastofunni. Sumar-
húsið á Spáni var þeim Ernu
notadrjúgt síðustu árin og
þegar við hittumst í ágúst síð-
astliðnum hlakkaði hann mjög
til haustdvalarinnar þar ytra.
Svo fór að þar urðu hans síð-
ustu spor. Við fyrrverandi
samstarfsfólk í MH minnumst
Björns með hlýju og þakklæti
fyrir góð störf og samveru-
stundir á liðnum árum. Inni-
legar samúðarkveðjur til
Ernu, barna og annarra að-
standenda.
Lárus H. Bjarnason rektor.
Björn Bjarnar
Guðmundsson