Morgunblaðið - 26.10.2015, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 26. OKTÓBER 299. DAGUR ÁRSINS 2015
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
1. Banaslys í Árnessýslu
2. Beittir fjárkúgun af huggulegum…
3. „Ég er bara orðlaus“
4. „Bróðir, hann er á lífi, hann...
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Menningarhúsin í Kópavogi bjóða
upp á dagskrá í haustfríi grunnskóla
bæjarins í dag og á morgun. Meðal
þess sem boðið verður upp á er Harry
Potter-maraþon í Hamraborg í dag og
á morgun, fyrstu þrjár kvikmyndirnar
um galdrastrákinn sýndar. Harry
Potter og viskusteinninn verður sýnd
klukkan 11 í dag, Harry Potter og
leyniklefinn á morgun kl. 11 og Harry
Potter og fanginn frá Azkaban kl. 14.
Boðið verður upp á popp með bíóinu.
Harry Potter-mara-
þon í Hamraborg
Bertel Haarder,
menningarmála-
ráðherra Dan-
merkur, flytur fyr-
irlestur á morgun
kl. 17 í Odda,
stofu 101, í Há-
skóla Íslands í til-
efni af því að í ár
eru liðin 100 ár
frá því að danska var fyrst kennd við
skólann. Fyrirlesturinn ber heitið
„Sprog og kultur skal binde os
sammen – før, nu og i fremtiden“ og
er hann á vegum Stofnunar Vigdísar
Finnbogadóttur í erlendum tungu-
málum við HÍ.
Fyrirlestur menning-
armálaráðherra í HÍ
Oddur Arnþór Jónsson barítón
kemur fram á hádegistónleikum í
Hafnarborg á morgun kl.
12. Oddur syngur hlut-
verk Fígarós í Rak-
aranum frá Sevilla í
Eldborg þessa dag-
ana en á morgun
mun hann syngja við
píanóleik Antoníu
Hevesi.
Fígaró í Hafnarborg
Á þriðjudag Austan 8-13 m/s við suðurströndina, annars hægari
vindur. Léttskýjað fyrir norðan en þykknar upp síðdegis. Skýjað og
dálítil slydda eða rigning fyrir sunnan, hiti 0 til 7 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustanátt og yfirleitt léttskýjað en dá-
lítil él fram yfir hádegi á Austurlandi. Frost 0 til 8 stig, kaldast í inn-
sveitum fyrir norðaustan en frostlaust syðst.
VEÐUR
Svo gæti farið að Hólm-
fríður Magnúsdóttir spilaði
sinn 100. A-landsleik þegar
Ísland mætir Slóveníu ytra
kl. 17 í dag, í þriðja leik sín-
um í undankeppni EM í
knattspyrnu. Hólmfríður
hefur átt við meiðsli að
stríða. Ljóst er að erfiðari
rimma bíður Íslands en þeg-
ar liðið vann Makedóníu,
4:0, á fimmtudag. Fyrrver-
andi leikmaður Þórs/KA er
aðalleikmaður Slóvena. » 1
Erfiðari rimma
bíður í Slóveníu
„Þetta er ágæt tilraun hjá íshokkí-
sambandinu en ég veit ekki með
þetta, sérstaklega hvað varðar
meiðslahættu og annað,“ segir Ingv-
ar Þór Jónsson, leikmaður SA, en
þrjár umferðir voru leiknar á þremur
dögum á Íslandsmóti karla í íshokkíi
um helgina. Leikirnir voru flestir jafn-
ir og spennandi en SA uppskar best,
sex stig af níu mögulegum. »2
Ofurhelgi íshokkímanna
ágæt en erfið tilraun
ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Nýtt hótel, Storm Hótel, sem er í
Þórunnartúni 4 í Reykjavík, var
opnað gestum sl. föstudag. „Það er
ánægjulegt að sjá og finna hvað
gestirnir taka þessu vel, finna fyrir
upplifun þeirra,“ segir Lísa Geirs-
dóttir hótelstjóri. „Það er sérstak-
lega góð tilfinning að finna að það
sem lengi hefur verið unnið að hittir
í mark.“
Storm Hótel er fimmta hótel Kea-
hótela í Reykjavík en fyrir eru Hót-
el Borg, Apótek Hótel, Skuggi Hót-
el og Reykjavík Lights. Auk þess
rekur samsteypan Hótel Kea og
Hótel Norðurland á Akureyri og
Hótel Gíg við Mývatn. Mikil sam-
vinna er á milli hótelanna, sem
bjóða samtals upp á 624 herbergi,
442 í Reykjavík, 145 á Akureyri og
37 við Mývatn.
Hótelrekstur í blóðinu
Lísa Geirsdóttir fékk hótelrekst-
ur nánast beint í æð með móður-
mjólkinni en Geir Björnsson heitinn,
faðir hennar, var hótelstjóri á Hótel
Borgarnesi frá því hún var tveggja
ára og þar til hún var 16 ára. „Það
má segja að ég sé með hótelrekstur
í blóðinu,“ segir Lísa. Hún hefur
víðtæka reynslu, var meðal annars
hótelstjóri á Hótel Gíg og hefur ver-
ið hótelstjóri á Reykjavík Lights við
Suðurlandsbraut frá því það var
opnað í júní 2013, en skilar því af sér
í vikunni reynslunni ríkari og ein-
beitir sér að Storm Hótel.
Hún segir að nýja hótelið sé ekki
ósvipað Reykjavík Lights. „Hótelin
eru bæði fallega innréttuð í skandin-
avískum stíl, en á Reykjavík Lights
hefur hvert herbergi sterka vísan í
gamla, íslenska tímatalið, sem er
„conceptið“ í gegnum allt hótelið.
Herbergin á Storm Hótel eru hlut-
lausari, en stórar ljósmyndir af nátt-
úru Íslands prýða hvert herbergi.“
Framkvæmdir við hótelið hófust
um áramót og opnað var fyrir bók-
anir í mars. „Við höfum kynnt hót-
elið vel og bókanir líta mjög vel út,
bæði fyrir veturinn og næsta sum-
ar,“ segir Lísa. Hún segist finna fyr-
ir því að æ fleiri ferðamenn kjósi að
vera í jaðri miðbæjarins og með það
í huga sé hótelið mjög vel staðsett.
„Við erum í göngufæri við miðbæinn
og einnig helstu ráðstefnustaði eins
og Hörpu og erum auk þess sjálf
með 15 manna fundaherbergi.“
Storm Hótel er þriggja stjörnu
hótel. Í því eru 93 tveggja manna
herbergi og þar af sjö með svölum
og eitt „deluxe“ herbergi. Morgun-
verðarsalur og bar eru á jarðhæð
hótelsins og þaðan er hægt að
ganga út á skjólgóðan pall.
Minna á náttúru landsins
Storm Hótel
nýtt Keahótel
í Reykjavík
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Storm Hótel Lísa Geirsdóttir hótelstjóri segir að byrjunin lofi góðu og bókanir líti vel út í vetur og næsta sumar.
Aðstaða Á jarðhæð er móttaka, morgunverðarsalur og bar.
Manchester-slagurinn varð ekki jafn
rismikill og vonir stóðu til því liðin
gerðu markalaust jafntefli í bragð-
daufum leik í
ensku úrvals-
deildinni í
knattspyrnu
í gær. Þjóð-
verjinn Jürgen
Klopp þarf enn
að bíða eftir
fyrsta sigri sín-
um sem knatt-
spyrnustjóri Liv-
erpool og Harry
Kane virðist vera
kominn á beinu
brautina. »6
Klopp þarf enn að bíða
eftir fyrsta sigrinum