Fréttabréf - 01.12.1996, Qupperneq 2
Opinn fundur um ímynd kvenna
Föstudaginn 1. nóvember var haldinn inngngsfundur að landsfundi
Kvennalistans í Norræna húsinu þar sem rætt var um ímynd kvenna í fjöl-
miðlum, kvikmyndum og auglýsingum. Frummælendur á fundinum voru
þær Anna Sveinbjamardóttir, Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir og Eh'n Hirst. Anna
Sveinbjamardóttir byrjaði á því að fjalla um ímynd kvenna í kvikmyndum.
Hún ræddi m.a. um þær staðalmyndir um konur sem fram koma í þeim
kvikmyndum sem vinna til Óskarsverðlauna. Áslaug Dóra ræddi um ímynd
kvenna í fjölmiðlum. Hún talaði um þær kröfur sem gerðar em til útlits fjöl-
miðlakvenna og að þær hafi mun minna svigrúm heldur en karlar í þeim
efnum. Elín Hirst ræddi aðallega um kvennabaráttuna í heild og
Kvennalistann. Hún lýsti því yfir að hún hefði lítinn skilning á
kvennabaráttu og að konur ættu ekki að reyna að verða að körlum. Ummæli
hennar vöktu sterk viðbrögð í salnum og vildu ýmsar konur uppfræða Elínu
um það hvað kvennabarátta snýst um. Fjörugar umræður sköpuðust í
salnum. Auk frummælenda sátu í pallborði þau Elfa Ýr Gylfadóttir og
Steingrímur Ólafsson. Nokkuð var rætt um ímynd kvenna í auglýsingum en
Elfa Ýr hefur skoðað það viðfangsefni. Góð mæting var á fundinn, 140-150
manns.
Laugardagur 2. nóvember
Krisu'n Halldórsdóttir flutti semingarræðu landsfundar undir yfirskriftinni
Kvenfrelsi, frá orðum til athafna. Hún benti á að frá upphafi hafi
Kvennalistinn viðurkennt margbreytileika kvenna jafnframt því að líta til
sérstöðu kvenna sem hópur með lakari stöðu en karlar í þjóðfélaginu. Hún
kom inn á þá afstöðu til jafnréttis kynjanna sem fram kom á nýafstöðnum
landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar var vísað til þess að hæfni einstaklinga
sé lögð til grundvallar þegar fólk er valið í ábyrgðarstöður innan flokksins.
Þetta sagði KrisU'n vera móðgun við konur þar sem því er haldið fram að
ástæðan fyrir valdaleysi kvenna sé vanhæfni. Hún rakti afstöðu hinna
flokkanna sem er lítið betri. KrisU'n ræddi um þau áhrif sem Kvennalistinn
hefur haft á umræðuna á vettvangi stjómmálanna. Þetta hefur orðið konum
hvaming til að láta til sín taka á þeim vettvangi sem og annars staðar í
þjóðfélaginu. Kristín nefndi að konur í sveitarstjómum hafa sýnt að þær geta
unnið frá orðum til amafna. Hún rakti ýmsar aðgerðir borgaryfirvalda
til að efla hlut kvenna í borgini, m.a. uppbyggingu leikskóla og grunnskóla,
2