Fréttabréf - 01.12.1996, Síða 3

Fréttabréf - 01.12.1996, Síða 3
aukningu kvenna í stjómunarstöðum innan borgarkerfisins o.fl. Kristín talaði einnig um áhuga flokkanna á auknu samstafi við Kvennalistann og umræðuna um samfylkingu. Hún sagði það ljóst að framundan er uppstokkun í flokkakerfinu og að Kvennalistinn getur ekki staðið þegjandi álengdar. Efna þarf til viðræðna við konur innan annarra flokka og nauðsylegt er að láta ekki karlana eina um frumkvæðið í þessari umræðu. Hún lýsti þeirri skoðun sinni að auðvitað ætti Kvennalistinn að stefna að framboði í öllum kjördæmum í næstu þingkosningum. Hins vegar er nauðsynlegt að ræða alla möguleika og hvaða leiðir bera okkur fram á veginn í kvenfrelsisbaráttunni. Þegar Kristín hafði lokið máli sínu kynnti Sigrún Erla ársskýrslu, fjárhagsáætlun og skýrslu framkvæmdaráðs og Kristfn Ástgeirsdóttir las drög að stjómmálaályktun landsfundar. Fæðingarorlof Umræðan um fæðingarorlof hófst með því að Guðrún Ögmundsdóttir greindi konum frá því hvemig f£eðingarorlofsmálum er háttað í dag. Kristín Einarsdóttir fjallaði síðan um helstu tillögur undirbúningshóps landsfundar um fæðingarorlof. Þær hugmyndir fela í sér að fæðingarorlof verði lengt í áföngum úr 6 í 12 mánuði, að karlmönnum verðir tryggður réttur til fæðingarorlofs og að orlofið verði sveigjanlegt, þ.a. foreldrar geti verið í hlutastarfi og lengt þannig orlofið. Til að tryggja það að foreldrar haldi ful- lum launum í fæðingarorlofi verði stofnaður sérstakur fæðingarorlofssjóður sem hluti tryggingargjalds renni í. Til viðbótar verði gert ráð fyrir að þeir sem hafi laun undir tiltekinni upphæð fái fæðingarstyrk úr ríkissjóði sem lækki línulega með hækkandi launum. Steinunn V. Óskarsdóttir sagði frá tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar með fæðingarorlof karla. Með verkefninu er ætlunin að reyna að fá svör við spumingum eins og hver sé áhugi og viðhorf feðra til uppeldis bama, hvaða áhrif það hafi á fjölskylduna og á tengsl föðurs og bams að faðir taki fæðingarorlof, hvort samband foreldra breytist, hvort verkaskipting á heimili breytist eða hvort feður breytist til frambúðar við það að taka fæðingarorlof. Einnig verður grennslast fyrir um viðhorf yfirmanna og annarra starfsmanna til fæðingarorlofs feðra. Verkefnið hefst 1. des. 1996 og því lýkur árið 1998. Eftir erindin urðu góðar umræður um fæðingarorlof og þær leiðir sem mögulegar em. Fram komu skiptar skoðanir um þetta mál, einkum þó það 3

x

Fréttabréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.