Fréttabréf - 01.12.1996, Page 5
því sem er aö gerast inni á Þinginu í umræðu um skólamál. Hún sagöi
mikilvægt að tryggja að sveitarstjómir hafi jafnréttissjónarmið að leiðarljósi
við val á stjómendum skóla. Einnig þurfí að breyta áherslum í verknámi
þannig að konur eigi þar líka val.
Eftir erindi um menntamál voru umræður um þennan málaflokk sem síðan
var fram haldið í hópum.
Sunnudagur 3. nóvember
Jafnréttisáætlandir og stöður iafnréttisfulltrúa
Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafnréttisfulltrúi Akureyrarbæjar gerði grein fyrir
starfi sínu og ræddi auk þess um hæfniskröfur og æskilega eiginleika
einstaklinga í hennar starfi. Hún nefndi nokkra neikvæða þætti starfsins,
helst þá að hafa ekki beina tengingu inn í bæjarstjóm. Hún sagði það skoðun
sína að önnur bæjarfélög ættu hiklaust að taka sér Akureyri og Reykjavík til
fyrirmyndar með því að búa til jafnréttisáætlanir og ráða til sín
jafnréttisfulltrúa.
Hildur Jónsdóttir greindi frá starfi sínu sem jafnréttisráðgjafi
Reykjavíkurborgar. Samkvæmt nýrri jafnréttisáætlun borgarinnar skal hún
vera ráðgjafi borgarstofnana við að semja eigin jafnréttisáætlanir. Hildur
talaði um að þær breytingar sem gerðar voru á jafnréttisnefnd
Reykjavíkurborgar og starfi jafnréttisráðgjafa hafi skilað sér vel í skilvirkari
vinnubrögðumog betri árangri. Hildur lýsti yfir ánægju sinni með þann
stuðning sem hún finnur fyrir frá acðstu stjómendum borgarinnar. Hún tók
undir þá skoðun Ragnhildar Vigfúsdóttur að sem víðast eigi að gera jafnrét-
tisáætlanir. Eftir að Ragnhildur og Hildur höfðu lokið máli sínu vom pall-
borðsumræður þar sem sátu auk þeirra Katrín Pálsdóttir, bæjarfulltrúi á
Seltjamamesi og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi í ísafjarðarbæ.
Fram kom að umræðan í Reykjavíkurborg hefur „smitast” út í sveitarfélögin
en víða um land er langt í land. Talað var um nauðsyn þess að bein tenging
sé á milli jafnréttisnefndar og bæjarstjóma. Auk þess er mikilvægt að halda
uppi fræðslu innan sveitarfélaga um jafnréttismál. Fundarkonur voru
sammálaum að pólitískur vilji er grundvallaratriði í þessum efnum.
Almennar umræður
Rætt var um störf þingkvenna og hvort það þjónaði tilgangi að sitja í sem
flestum nefndum eða að flokka úr þau mál sem ffekar teljast kvennapólitísk
en önnur. Kristín Einarsdóttir hafnaði því að hægt væri að skipta málum í
5