Fréttabréf - 01.12.1996, Blaðsíða 7

Fréttabréf - 01.12.1996, Blaðsíða 7
Það eru miklir umbrotatímar í íslenskum stjómmálum. Þeir fela í sér tækifæri sem konur verða að nýta sér minnugar þess að hvert eitt skref skiptir máli. Það styttist í næstu sveitarstjómakosningar en einmitt þá gefst tækifæri til þess að sækja fram og styrkja enn stöðu kvenna. Landsfundur Kvennalistans hvetur konur til þess að leita allra leiða til að tryggja sjónarmiöum jafnréttis og kvenfrelsis brautargengi jaíht í landsmálum sem í sveitarstjómum. Margt bendir til að uppstokkun sé framundan í íslensku flokkakerfi. Kvennalistinn hlýtur nú sem fyrr að vega og meta hvaða leiðir skila kvennabaráttunni fram á veginn og hvort breyttar baráttuaðfeiðir geti skilað meiri árangri. Landsfundur Kvennalistans hvetur kvenfrelsiskonur til samstöðu og fmmkvæði í umræðum um framu'ðarþjóðfélagið og þann hlut sem konur ætla sér í mótun þess. Stjórnmálaályktun 14. landsfundar Kvennalistans Kvenfrelsi: Frá orðum til athafna Landsfundur Kvennalistans haldinn í Viðey 2. - 3. nóv. 1996 skorar á konur um land allt að fylgja fast eftir þeim árangri sem náðst hefur í íslenskri kvennabaráttu á undanfömum áratugum. Á þessu ári eru 20 ár liðin frá því að jafnréttislög vom sett. Á þeim u'ma hafa konur sótt sér sífellt meiri menntun og þœr hafa streymt út á vinnumarkaðinn í ýmis konar störf. Konum hefur fjölgað verulega á Alþingi og í sveitarstjómum og hefur barátta okkar skilað sér í viðhorfsbreytingu meðal almennings til stöðu og hlutverka kynjanna. Það stendur á stjómvöldum að grípa til aðgerða sem tryggja konum jafnrétti og bœta kjör þeirra. Reynslan kennir okkur að það skiptir máli að konur séu við stjómvölinn og beiti sér í þágu kvenna. Því þarf hlutur þeirra enn að aukast innan stjómsýslunnar. Landsfundurinn hvetur konur til virkrar þátttöku jafnt í félagasamtökum, sem í foreldrafélögum, nefndum, ráðum og sveitarstjómar- og landsmálum þannig að við sjáum enn meiri breytingar í þágu betra samfélags. Landsfundur Kvennalistans heitir á konur að sýna samstöðu í komandi kjarasamningum og knýja á um aðgerðir til að draga úr launamisrétti kyn- janna. Efnahagslegt sjálfstœði kvenna er gmndvallarforsenda þess að konur verði jafnar körlum í lífi og starfi og geti sjálfar valið lífí sínu farveg. Nú reynir á aðila vinnumarkaðarins, rikið og sveitarfélögin að láta athafnir fylgja orðum. 7

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.