Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 17. apríl 1986 VÍKUR-fréttir næstu viku. Rýmum til tyrir nýjum vörum. 10-30% afsláttur. FÖNDURSTOFAN KEFLAVÍK Réttindanám vélstjóra Á haustönn 1986 verður haldið uppi kennslu í réttindanámi skipstjóra, ef næg þátttaka og fjárveiting fæst. Rétt til þátttöku' hafa þeir sjómenn sem skráðir hafa verið a.m.k. í 24 mánuði sem stýrimenn eða skipstjórar. Þátttökutilkynningar, ásamt siglingavott- orði, sendist skrifstofu Fjölbrautaskóla Suðurnesja, Sunnubraut 36 í Keflavík, fyrir 20. maí 1986. Skólameistari Sjóstangaveiðimenn frá Suður-Englandi munu fjölmenna til Suðurnesja í sumar. Þessi mynd var tekin þegar þeir komu hingað sl. haust. Vinabæjatengsl milli Keflavíkur og Brighton: „Ef vel tekst til á fjöldi ferða manna eftir að margfaldast“ - segir Pétur Jóhannson hjá Víkingaferðum Stofnað hefur verið til vinabæjatengsla milli Keflavíkur og Brighton á Suður-Englandi. Voru tengslin opinbprlega stað- fest við athöfn i Brighton laugardaginn 22. mars sl. Viðstödd fyrir hönd Keflavíkur voru Tómas Tómasson, forseti bæjar- stjórnar, og eiginkona hans, Halldís Bergþórsdóttir. í ferðinni heimsóttu Tómas og Jóhann Sigurðsson, for- stöðumaður Flugleiða í London, m.a. borgarstjóra Brighton, Robert Cristofoli. Skiptust Tómas og Cristofoli á gjöfum fyrir hönd íbúa Keflavíkur og Brighton. FIRMAKEPPNI og 3ja stiga skotkeppni Firmakeppni í körfuknattleik í íþróttahúsi Njarðvíkur dagana 25.-27. apríl. Liðin mega nota 2 leikmenn sem ekki vinna hjá viðkomandi fyrirtæki. Aðeins má nota 2 leikmenn sem spiluðu með meistaraflokki sl. keppnistímabil íhverju liði. 3ja stiga keppnin Hverju lið er heimilt að senda 4 leik- menn í keppnina, en þátttakendur verða eð vera úr liðum firmakeppn- innar. Vegleg verðlaun! Nánari upplýsingar um fyrirkomu- lag liggja í íþróttahúsi Njarðvíkur. Þátttaka tilkynnist í síma 4567 (Brynjar) fyrir miðvikudaginn 23. apríl. :k.k.d. u.m.f.n;: AÐALFUNDUR Kaupfélags Suðurnesja verður haldinn í Veitingahúsinu Vesturbraut 17, Keflavík, fimmtudaginn 24. apríl (sumardaginn fyrsta) og hefst kl. 10 f.h. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Hádegisverður í boði félagsins. Fulltrúar eru beðnir að mætavel og stundvíslega. —J^aupjéHa^ Su(íi urneáfa Undirbúningur að vina- bæjatengslunum Keflavík- ur og Brighton hefur staðið yfir síðan í septembersl., en þá kom Jóhann á sjóstanga- veiðimóti hér á Suðurnesj- um þar sem 10 Bretar kepptu, í samráði við Ferða- skrifstofuna Víkingaferðir í Keflavík. Vinabæjatengslin munu ekki byggjast á reglu- legum vinabæjamótum, heldur einmitt með ferða- mennsku, með sjóstanga- veiði sem megin þátt . Vinabæjatengsiin hefjast þegar nú í vor, ef svo má segja, en þá koma hingað fyrstu hópamir frá Brighton. Það verða tveir 50 manna hópar sem koma munu 18. og 25. maí og hvor um sig dvelja hér eina viku í senn. Þessa daga verður haldið sjó- og strandstangaveiði- mót, „Keflavík Intemational beach-boat fishing festi- val“. Mun keppnin standa yfir í 4 daga, tvo á landi og tvo á sjó. „Það er von okkar að Suðurnesjamenn taki einnig þátt í þessu móti“, sagði Pétur Jóhannsson hjá Víkingaferðum, sem sérum skipulagningu mótsins hér heima. Margverðlaunahafl kennir á sjóstöng Pétur sagði að enskur margverðlaunahafi í sjó- og strandstangveiði, Peter Baker að nafni, kæmi viku .fyrir keppnina og myndi halda kennslu í íþróttinni. Það yrði því tilvalið fyrir Is- lendinga að nýta sér það tækifæri, bæði fyrir þá sem hyggðu á að vera með í keppninni, svo og aðra áhugamenn í íþróttinni. Pétur sagði einnig að hægt yrði að útvega fólki sérstak- ar stangir til að nota við veiðina, en þeir sem áhuga hefðu á því, þurfa að láta hann vita fyrr en seinna. íslendingar með En hvað með þessa íþrótt, sjó- og strandstangveiði, er þetta eitthvað nýtt fyrir Kefl- víkinga og Suðurnesjamenn, eða hefur íþróttin verið stunduð hér eitthvað? „Sjóstangaveiðiklúbbur Keflavíkur er til“, sagði Pétur. „Starfsemi hans hefur legið niðri í mörg ár, en ég vona að það takist að endurlífga hann og sjó- stangaveiði á Suðurnesjum. Þetta gæti orðið enn skemmtilegra ef það tekst að blanda hópnum og fá ís- lendinga til að veita Bret- unum keppni“. Attu von á fleiri hópum frá Englandi þegar líða tekur á sumarið? „Já, það koma fleiri smærri hópar í kjölfarið bæði til að stunda sjóstanga- veiði og fuglaskoðun. Um þessar mundir eru í gangi Islandskynningar í Bret- landi. Magnús Magnússon, sjónvarpsmaðurinn kunni, og Jóhann Sigurðsson hjá Flugleiðum í London, gamall Keflvíkingur, eins og áður hefur komið fram, hafa farið víða um Bretland og haldið fyrirlestra um Suðurnes og Island. Og i breska sjónvarpinu ITV var sýnd mynd frá sjó- stangaveiðimótinu sl. haust hér heima. I framhaldí af henni gerum við okkur vonir um enn frekari við- brögð og sölu á farmiðum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.