Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 11
10 Fimmtudagur 17. apríl 1986 VÍKUR-fréttir VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 17. apríl 1986 11 Óskar Ársaelsson, veitingastjóri Glóðarinnar, afhendir Hlín Hólm, „Ljósmyndafyrirsætu Suðurnesja 1986“, gjafir frá snyrtivöruverslunum og umboðum, sem allar stúlkurnar fengu. ...Undrunarsvipur færist yfír andlit Kolbrúnar er úrslitin eru tilkynnt... ...sem síðar breytist í gleði- svip. ,Vinsælasta stúlkan“ úr hópi keppenda, Rut Jónsdóttir. Kolbrún Jenný með foreldrum sínum, Gunnari Jónssyni og Hrefnu M. Sigurðardóttur. Hér er Kolbrún með forráðamönnum Ferðaskrifstofunnar Terru. Stúlkurnar á sundbolum, ásamt kynni kvöldsins, Kjartani Má Kjartanssyni. Baldvin Jónsson, umboðsmað- ur Fegurðarsamkeppni Islands. Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir, „Ungfrú Suðurnes 1986 Kolbrún Jenný Gunnarsdóttír „Ungfrú Suðumes 1986“ -Hlín Hólm ljósmyndafyrirsæta Suður- nesja og Rut Jónsdóttir vinsælasta stúlkan Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir, 21 árs Keflvíkingur var kjörin „Ung- frú Suðurnes 1986“ úr hópi sjö stúlkna sem valdar höfðu verið til keppninnar sem fram fór á Veitingahúsinu Glóðinni sl. laugardags- kvöld. Hlín Hólm, 19 ára Keflvíkingur var kjörin „Ljósmyndafyrir- sæta Suðurnesja“ og Rut Jónsdóttir, 17 ára Njarðvíkingur, var valin „Vinsælasta stúlkan“; sem stúlkurnar sjálfar völdu úr sínum hópi. Kolbrún Jenný fékk Italíuferð með Ferðaskrifstofunni Terru og 40 þús. krónur í verðlaun og Hlín fékk 10 þús. krónur. Þær verða fulltrúar Suðurnesja í Fegurðarsamkeppni Islands 1986 sem fram fer á Veitingahúsinu Broadway 23. maí n.k. Auk fyrrnefndra gjafa fengu allar stúlkurnar veglegar gjaflr frá Snyrtivöruversluninni Annettu, Apoteki Keflavíkur, Snyrtivöruversluninni Gloríu og Esteé Lauder og ísflex, umboðsaðila Margareth Astor hér á landi. Stúlkurnar fengu allar blómvönd frá Blómastofu Guðrúnar sem einnig sá um skreyt- ingu á salnum. Dómnefnd var skipuð þremur fulltrúum frá Reykjavík, þeim Ólafí Laufdal sem var formaður nefndarinnar, Berglind Johansen, Fegurð- ardrottningu íslands 1984, Friðþjófí Helgasyni ljósmyndara, og tveimur fulltrúum af Suðurnesjum, þeim Birnu Magnúsdóttur og Guðna Kjartanssyni. Ljósmyndararnir Friðþjófur Helgason og Páll Ketilsson sáu um val á ljósmyndafyrirsætunni. Kvöldið heppnaðist í alla staði mjög vel. Það hófst með borðhaldi kl. 20. og síðan rak hver dagskrárliðurinn annan. Umboðsmaður Fegurð- arsamkeppni íslands, Baldvin Jónsson var meðal gesta og lýsti hann ánægju sinni með alla framkvæmd keppninnar og sagði að þetta væri ein besta landshlutakeppni sem staðið hefur verið að. Fleiri gestir mættu á Glóðina á laugardagskvöldið, m.a. stórsöngvarinn Herbert Guðmundsson, sem söng nokkur lög við mikla hrifningu. Kynnir kvöldsins var Kjartan Már Kjartansson og stóð hann sig vel. Að lokum skal getið matreiðslumanna Glóðarinnar. Þeir framreiddu glæsilegan og sérlega ljúffengan mat fyrir gesti keppninnar, og hafí þeir þökk fyrir. Við höfum þessi orð ekki fleiri heldur látum meðfylgjandi myndir eftir um sögu kvöldsins. -pket. Ljósm.: PáU Ketilsson og Oddgeir Karlsson Stúlkurnar óska Kolbrúnu til hamingju með sigurinn. Kolbrúnu Jenný Gunnarsdóttur klappað lof í lófa af gestum og keppendum, sem eru á bak við hana f.v.: Gróa Hjörleifsdóttir, Guðný Ingadóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Hlín Hólm, Ijósmyndafyrirsæta, Rut Jónsdóttir, vinsælasta stúlkan, og Sigríður Sigurðardóttir. „Óskar minn, ég þarf bara eitt glas“, gæti Friðþjófur verið að segja við veitingastjórann, sem hér hellir í 3 kampavínsglös í einu. Stúlkurnar sjö í kvöldkjólunum, glæsilegur hópur. Aðstandendur keppninnar og dómnefnd. F.v.: Ólafur Laufdal, Guðni Kjart- ansson, Berglind Johansen, Friðþjófur Helgason, Erna S. Einarsdóttir, Unnur Þórhallsdóttir, Inga Fredriksen og Axel Jónsson. Þrjár góðar og glaðar að kcppni lokinni, f.v.: Birna Magnúsdóttir, Sóley Jóhannsdóttir og Kristjana Geirsdóttir. Og hér er hinn hluti hópsins. F.v.: Sóley Jóhannsdóttir, Kjartan MárKjart- ansson, Páll Ketilsson, Kristjana Geirsdóttir, Ágústa Jónsdóttir, Birna Magnúsdóttir og Óskar Ársælsson. Herbert Guðmundsson söng af innlifun og vildi fá fólk á dansgólfíð. Þessir ungu herramenn komu honum til hjálpar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.