Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 17. apríl 1986 Vl'KUR-fréttir ORLOFSHÚS Frá og með 21. apríl til 10. maí 1986 verður tekið á móti umsóknum um dvöl í orlofs- húsum félagsins á eftirtöldum stöðum: • Hús í Húsafelli • Hús í Þrastarskógi • íbúð á Akureyri Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrif- stofu félagsins að Tjarnargötu 7, Keflavík. Vikuleiga, kr. 2.500, greiðist við úthlutun, eða í síðasta lagi 31. maí. Eftir það verða ógreiddar umsóknir ekki í gildi. Þeir sem ekki hafa dvalið í húsunum sl. 3ár á tímabilinu 15. maí til 15. sept., sitja fyrir dvalarleyfum. Orlofsnefnd I.S.F.S. Oriofshús VKFKN Dvalarleyfi Frá og með mánudeginum 21. apríl n.k. liggja umsóknareyðublöð frammi á skrif- stofu VKFKN að Hafnargötu 80, um dval- arleyfi í orlofshúsum félagsins, sem eru sem hér segir: í Ölfusborgum í Húsafelli Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofs- húsum á tímabilinu frá 15. maí til 15. sept- ember, sitja fyrir dvalarleyfum til 25. apríl n.k. - Leiga verður kr. 2500 á viku. Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur Oriofshús VSFK Dvalarleyfi Frá og með mánudeginum 21. apríl n.k. liggja umsóknareyðublöð frammi á skrif- stofu VSFK að Hafnargötu 80, um dvalar- leyfi í orlofshúsum félagsins, sem eru sem hér segir: í Ölfusborgum í Svignaskarði í Hraunborgum í Húsafelli Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofs- húsunum á tímabilinu frá 15. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 25. apríl n.k. - Leiga verður kr. 2.500 á viku. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis Garður: ... . „ 1 = Leitað eftir hugmynda- ríkum athafnamönnum - Rætt við Einvarð Albertsson, formann Atvinnumálanefndar Gerðahrepps Flest byggðarlög Suð- urnesja hafa orðiðilla úti í atvinnumálum á undan- förnum árum. Þrátt fyrir það hefur Iítið heyrst frá atvinnumáianefndum og öðrum aðilum hér syðra sem ættu að taka þessi mál alvarlega. Sú undan- tekning frá þessari lá- deyðu opinberra aðila hefur mátt sjá m.a. í aug- lýsingu í Víkur-fréttum og víða, frá Atvinnumála- nefnd Gerðahrepps, þar sem auglýst er eftir hug- myndaríkum athafna- mönnum til að setja í gang í byggðarlaginu nýja framleiðslu á sviði iðnaðar eða fiskiðnaðar. Vegna þessarar óvenju- legu aðferðar höfðu Vík- ur-fréttir samband við Einvarð Albertsson, for- mann nefndarinnar. Sagði Einvarður að á- st æðan fyrir þessari aðferð væri, að nefndin vildi reyna að stöðva þann fyrirtækjadauða, sem ríkt hefði að undan- förnu í Garðinum og snúa málum við og skapa um leið fleiri atvinnu- tækifæri. „Það hefur aldrei fyrr verið atvinnuleysi hér yfir vertíðina, en nú hefur allan tímann verið stans- laust á annan tug manna hér á atvinnuleysisskrá“, sagði Einvarður. „Hafa þessar hugmyndir okkar verið í gerjun hjá okkur síðan í haust, en tilgang- urinn með þessu er að vekja athygli á þessum málum hérna, auk þess að efla atvinnumálin, og því hefur okkur alltaf fundist að frekar illa væri tekið á móti okkur hjá þingliðinu og öðru slíku þarna innfrá. Þeim er bókstaflega alveg sama um okkur og því viljum við koma okkar málum á framfæri og vekja með því umtal um þetta“. Er þetta ekki nokkuð óvanaleg aðferð? „Jú, en það var skoðun okkar í nefndinni að til þess að eftir okkur væri tekið yrðum við að finna eitthvað nýtt. Það er búið að reyna allt þetta venjubundna. Fyrirtækin eru búin að fara ófáar ferðir og tala við þessa menn sem eiga að stjórna landinu. Sama er með hreppsnefndina, at- vinnumálanefndina og hina ýmsu einstaklinga sem áttu fyrirtæki og reyndu að halda þeim í gangi og voru ýmis loforð gefin og öll voru þau svikin“. Hvað getið þið boðið upp á, fremur en aðrir? „í sjálfu sér er það ekki neitt sem við getum boðið upp á sem önnur sveitarfé- lög á Suðurnesjum geta ekki. En þó er Garðurinn ekki hvað verst settur af þeim. Og þau eru yfirleitt vel í stakk búin fjárhags- lega til að gera öll svona átak. Þá má segja að Garð- urinn geti gert meira en mörg önnur sveitarfélög“. En þið bjóðið fram ein- hverja aðstoð umfram aðra? „Já, það sem við bjóðum upp á er fyrst og fremst, að leiðbeina fólki í gegnum kerfið. T.d. hefur Iðntækni- stofnun dreift styrkjum út um allt land, en hingað hefur ekkert komið ennþá. Við viljum fá þetta fjár- magns hingað ásamt ýmsu því fjármagni úr sameigin- legum sjóðum sem hefur ekki í gegnum tíðina haft viðkomu hérna. Munum við aðstoða menn við að gera það að veruleika“. Hefur orðið einhver ár- angur af þessari herferð ykkar? „Það er kannski fislétt að tala um það, en þó hefur verið töluvert mikið spurt. Við erum komnir í sam- band við aðila í gúmmíiðn- aði og erum með það mál í skoðun. Þeir vilja bræða og framleiða gúmmíhjól og gúmmíbobbinga fyrir tog- ara. Þá eiga sér stað ýmsar þreifingar“. Eitthvað að lokum? „Já, ég vil hvetja fólk til að koma og tala við okkur og athuga hvað við getum gert fyrir það. Það eru ýms- ar leiðir til“, sagði Einvarð- ur að lokum. - epj. Innbrot í sumar- bústað Um síðustu helgi var brotist inn í sumarbústað í Hvassahrauni og skemmd- ir unnar á rúðum og hurð- um. Var stolið þaðan gas- tæki, útvarpi og verkfær- um. Er málið í rannsókn. epj. 10 árekstrar í síðustu viku var lögregl- unni tilkynnt um 10 árekstra í umdæmi sínu. Voru þeir allir án slysa. Á sama tíma voru tveir ökumenn teknir grunaðir um meinta ölvun við aksmr. - epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.