Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 17.04.1986, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 17. apríl 1986 VÍKUR-fréttir Gunnarsbakarí, Keflavík óskar að ráða aðstoðarmann. Vinna hefst kl. 6 að morgni. Einnig vana afgreiðslustúlku frá kl. 13-18 og aðra hverja helgi, ekki yngri en 18 ára. Enskukunnátta nauðsynleg. Kona óskast við frágang á vinnuplássi frá kl. 14-16. Uppl. milli kl. 17-18, ekki í síma. GUNNARSBAKARÍ - Keflavík Fyrirtækjamót verður í innanhússknattspyrnu dagana 19. og 20. apríl n.k. í íþróttahúsinu Njarðvík. Þátttaka tilkynnist í síma 3462 fyrir kl. 20 föstudaginn 18. apríl. Knattspymudeild UMFN Að sigra sorg Samverustundir fyrir syrgjendur munu hefjast aftur n.k. miðvikudag 23. apríl kl. 20.30 í Safnaðrheimili Aðventista, Blikabraut 2, Keflavík. Þar munum við ræða saman, uppörva hvort annað og leita eftir leiðum til að sigra sorg. „Svona samverustundir eru nauðsynleg- ar fyrir fólk sem hefur misst sína nánustu“, segir fyrrverandi þátttakandi. Uppl. og skráning þátttöku í síma 4222. Þröstur Steinþórsson Sigurjón Jónsson Miðneshreppur: Listi Fram- sóknar- flokksins ákveðinn Framsóknarfélag Mið- neshrepps hefur ákveðið að bjóða fram sér lista við sveitarstjórnarkosningarn- ar í vor og er hann þannig skipaður: 1. Sigurjón Jónsson, fiskiðnaðarmaður. 2. Bergín Bergsdóttir, húsmóðir. Berglín Bergsdóttir 3. Óskar Guðjónsson, málarameistari. 4. Stefanía Jónsdóttir, húsmóðir. 5. Gylfi Gunnlaugsson, gjaldkeri. 6. Sigurður Steingríms- son, vélstjóri. 7. Hrefna Yngvadóttir, húsmóðir. 8. Einar Friðriksson, fiskverkandi. 9. Guðmundur Einars- son, bifreiðastjóri. 10. Sigurður Guðmunds- son, iðnverkamaður. 11. Gunnar Haraldsson, sjómaður. 12. Jón Frímannsson, vélgæslumaður. 13. Sigurbjörn Stefánsson, bóndi. 14. Magnús Sigfússon, húsasmiður. Árgangur1949 20 ára gagnfræðingar og árgangur ’49 hafa ákveðið að koma saman 16. maí n.k. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til: Lovísu Gunnarsdóttur, s. 2764 - Rakelar Ketilsdóttur, s. 3504 - Önnu Marteinsdótt- ur, s. 91-18371 - Steinunnar Guðnadóttur, s. 2617 - Hjartar Zakaríassonar, s. 2405. KEFLAVÍK: Næsta blað kemur út föstudag 25. apríl. Óskar Guðjónsson Stefanía Jónsdóttir Gylfi Gunnlaugsson Aðalfundur A morgun, föstudag, mun slysavarnadeildin Sigurvon í Sandgerði halda aðalfund sinn í húsi félags- ins og hefst hann kl. 20.30. Til sölu tvær 2ja herb. íbúðir í þessu glæsilega húsi að Mávabraut 1b. Aðeins 6 íbúðir eru í húsinu, þvottahús í hverri íbúð en þurrkherbergi í kjallara. Öllum íbúðum fylgir sér föndurherbergi og sér geymsla í kjallara, ásamt stórri glæsi- legri sameign. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, ásamt fullfrágenginni sameign, utan sem innan. Afhending í október 1986. - Verð: 2ja herb. íbúð, 75 m2 .............. 1.670.000 2ja herb. íbúð, 63 m2 .............. 1.570.000 Greiðsluskilmálar: Við undirskrift samnings 200 þús., Húsnæðislán sem selj- andi bíður eftir, ca. 80 þús. - Eftirstöðvar mega greiðast á allt að 24 mán. Byggingaraðili: Hilmar Hafsteinsson. - Allar nánari uppl. á skrifstofunni. FASTEIGNASALAN U Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 SUMARSTÖRF hjá Njarðvíkurbæ Eftirtalið starfsfólk óskast til starfa í sumar: 1. Forstöðumaður unglingavinnu (vinnu- skóla). 2. Flokksstjóri í vinnuflokk sem annast ræktun og grashirðu. 3. Maður til að annast birgðavörslu og smáviðgerðir í áhaldahúsi. 4. Tveir menn til að stjórna dráttarvélum með fylgiverkfærum. 5. Fjórir verkamenn til að vinna við jarð- vinnu og ýmis viðhaldsverkefni. 6. Þrír aðstoðarmenn til að vinna við ræktun og grashirðu. 7. Fjórir flokksstjórar í unglingavinnu. Þeir sem þegar hafa sótt um vinnu þurfa ekki að endurnýja umsóknir1. Nánari upplýsingar hjá bæjarverkstjóra í síma 1696. Umsóknir skulu berast fyrir 24. apríl. Bæjarverkstjóri

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.