Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1986, Síða 4

Víkurfréttir - 30.04.1986, Síða 4
4 Miðvikudagur 30. apríl 1986 VfKUR-fréttir Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Einbýlishús við Grænagarð m/bílskúr. Vandað hús á góðum stað ............................. 5.300.000 Raðhús við Greniteig m/bílskúr. Skipti koma til greina ....................................... 2.900.000 Glæsilegt einbýlishús m/bílskúr við Norðurgarð 6.000.000 Raðhús við Mávabraut. Skipti á ódýrari eign möguleg ...................................... 2.400.000 Raðhús við Mávabraut m/bílskúr. Skipti á ódýr- ari eign möguleg ............................. 2.500.000 3ja herb. íbúð við Njarðargötu, jarðhæð ...... 1.300.000 2ja herb. íbúð við Mávabraut.................. 1.150.000 6 herb. ibúð á tveim hæðum við Hafnargötu. Skipti á fasteign í Vogum koma til greina .... 2.500.000 Fasteignir i smiðum í Keflavik: 3ja herb. ibúð við Heiðarholt. Aðeins ein ibúð óseld. Fast söluverð. Seljandi: Húsagerðin hf. . 1.500.000 2ja-3ja herb. íbúöir við Mávabraut. Seljandi: Hilmar Hafsteinss. Nánari uppl. á skrifstofunni. NJARÐVÍK: Einbýlishús ásamt bílskúr v/Reykjanesveg, mikið endurnýjað .................... Tilboð SANDGERÐI: Einbýlishús við Túngötu m/bílskúr . 2.350.000 Vesturbraut 13, Keflavik: Efri hæö ásamt bílskúr á neðri hæð. Mjög vel meö farin eign ....... Tilboð. Háseyla 23, Njarðvik: Glæsilegt hús ásamt 65 ferm. bílskúr. Skipti á fast- eign í Keflavík koma til greina......... Tilboð. GRINDAVÍK: Víkurbraut 9A. Húsið er mil Hátún 13, Keflavík: 4 herb. íbúð á efri hæð. Bíl- skúr og góð aðstaða á neðri hæð. Tilboð. Skipti koma til greina á ódýrari eign. Heiðargarður 10, Keflavik: Vandað hús ásamt 40 ferm. bílskúr. Skipti á 3ja herb. íbúð koma til greina. Tilboð. endurnýjað .... 1.700.000 FASTEIGNASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Til greinahöfunda Vegna fyrirsjáanlegs mikils framboðs á efni í maí-mánuði, eru greinahöfundar vinsamleg- ast beðnir um að skila greinum í síðasta lagi á föstudag fyrir út- komu blaðsins. VÍKUR-fréttir Óskum öllum launþegum til hamingju með 1. maí. Keflavík: Umræðum um grunnskóla í Heiðarbyggð frestað Við seinni umræðu á fjárhagsáætlun Keflavíkur- bæjarfyrir árið 1986óskaði Jóhann Geirdal eftirfar- andi bókunar: „Eg hef oft sagt að ég tel eðlilegt að byggður verði grunnskóli í Heiðarbyggð. Þess vegna hefði ég viljað sjá fjárveitingu a.m.k. fyrir byggingarnefndarteikning- um í fjárhagsáætluninni. Hins vegar er ljóst að ekki er samstaða um þá hugmynd. Því get ég fallist á að ákvörðun verði frestað til haustsins, svo nýkjörin bæjarstjórn geti þá tekið á- kvörðun um framtiðarskip- an skólamála í bænum.“ - epj. Kennsla í meðferð slökkvitækja Karl Taylor hjá Slökkvitækjaþjónustu Suðurnesja var nýlega með kennslu í meðferð slökkvitækja fyrir starfsfólk Sparisjóðsins. Stofnunin hefur nú komið upp tækjum af einni tegund í stað tækja af ýmsum tegundum. Nýju slökkvitækin er hægt að nota á allan eld, en tækin sem fyrir voru í Sparisjóðnum dugðu aðeins á eina tegund elds, ef svo má að orði komast. Út úr þeim kemur gufa og er m.a. hægt að nota þau á viðkvæm og stór tæki eins og tölvur. Myndir var tekin þegar Karl var með verklega kennslu á nýju tækin á baklóð Spari- sjóðsins. Guðný Björnsdóttir átti ekki í nokkrum vandræðum með að meðhöndla tækið og slökkti eldinn á svipstundu. - pket. , þ/ioiar Hefði hann verið í Rússlandi, hvað þá . . . ? í listakynningu Ár- manns í Keflavík er Jó- hann Björnsson, 2. maður á lista Alþýðu- bandalagsins í Kellavík, spurður hvers vegna hann hafl farið út í póli- tík. Segir hann ástæð- una hafa verið þá. að hann hafi verið eitt ár í Kanada og þar hafi vinnuþrælkun verið með eindæmum og aðbúnað- ur allur hinn skrautleg- asti. Nú velta menn því fyrir sér, hvað hefði skeð hefði Jóhann verið eitt ár í Rússlandi'? Ópólitískt hvað? í pistli Ásmundar Ein- arssonar sem birtist í blaði einu, kemur hann með nýyrði íslenskrar tungu. Eða er ekkisvo, þegar hanna talar um ópólitískt kratablað? Hefði að vísu eins getað verið ópólitískt fram- sóknar-, íhalds- eða kommablað. í huga al- mennings þýðir orðið ópólitískur það sama og viðrini eða maður sem ekki hefur pólitíska skoðun. Krati, konimi, íhald eða frammari hafa hins vegar ákveðna póli- tíska skoðun. Þettavirð- ist viðkomandi greinar- höfundur ekki vita og blandar þarna saman tveimur orðurn með ólíka merkingu, sem stafar sjálfsagt af ó- kunnugleika á íslenskri tungu. Nema hann geti frætt Suðurnesjamenn um það, hvað „ópóli- tískt kratablað" þýði? Ráðherra Eimskips Nú síðustu vikurnar hefur Matthías Mathie- sen utanríkisráðherra marg sannað það, að hann ber frekar fyrir brjósti sér málefni Eim- skipafélagsins en kjós- endanna á Reykjanesi, þó hann teljist á papp- írunum vera þingmaður þeirra. Kemur þetta í Ijós þegar fylgst er með umræðunni um flutn- inga Varnarlisðins til ís- lands, en einmitt þar skerast hagsmunir Eim- skips og Reyknesinga, eða öllu heldur Suður- nesjamanna. Þó við getum allir verið sam- mála um að best væri að flutningarnir væru í höndum íslenskraskipa- félaga en bandarískra, þá vilja flestir hugsandi Suðurnesjamenn þó heldur hafa þá í óbreyttu formi, meðan Eimskip stendur fast við fyrri yf- irlýsingar sínar, að nota Reykjanesbrautina til uppskipunar en ekki Njarðvíkurhöfn, þ.e. skerða atvinnumögu- leika fjölda Suðurnesja- manna. Vilja stofna fylki á Suðurnesjum Það er ekki hægt að segja annað en að hún sé spaugileg stefnuskrá Bandalags jafnaðar- manna í Njarðvík, því nieðal þess sem BJ stefn- ir að er: Að stofna fylki á Suðurnesjum og ná kjör valdi almennings á SSS. - Betra bæjarfélag að búa í. - Og auðvitað að koma knattspyrnu í Njarðvík í gott liorf, og þá er það eðlilegt mark- mið að vinna Keflavík. Þeim staðli verðum við að ná, segir í stefnu- skránni.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.