Víkurfréttir


Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 30.04.1986, Blaðsíða 12
12 Miðvikudagur 30. apríl 1986 VIKUR-fréttir VIKUR-fréttir Miðvikudagur 30. apríl 1986 13 „Ef þetta verður eitthvað vesen, komum við aftur -segja þeir Hilmar Pétursson, Ólafur Björnsson og Tómas Tómasson sem saman eiga að baki 68 ár í Bæjarstjórn Keflavíkur Þrír bæjarfulltrúar í Keflavík, allir sinn úr hverjum flokknum, hafa sett mjög sterkan svip á málefni bæjarins á síðustu þremur áratugum. Nú hafa þeir ákveðið að hætta, allir á sama tíma. Þetta eru þeir HILMAR PÉTURSSON, Framsóknarflokki, ÓLAFUR BJÖRNSSON, Alþýðuflokki og TÓMAS TÓMASSON, Sjálfstæðisflokki. Þeir hafa allir setið í bæjarstjóm í 20 ár eða meira. Hilmar hefur verið bæjarfulltrúi sleitu- laust frá árinu 1966, eða 20 ár, Ólafur í 24 ár samfleytt frá árinu 1958, að 1970-74 undanskild- um, þegar hann ætlaði að hætta en kom svo aftur upp á sjónarsviðið. Tómas hefur einnig verið í 24 ár, fyrst frá 1954 til 1962, hvíldi sig svo í tvö kjörtímabil og kom aftur í bæjarstjórn 1970 og hefur verið þar síðan. Á þessari löngu setu sinni í bæjarstjóm hafa þeir komið mörgum framfaramáium í höfn. En að þessir litríku bæjarfulltúar skuli ákveða að hætta á sama tíma, hvort sem það er tilviljun eða ekki, er mjög merkilegt. Þar sem þeir féiagar eru búnir að sigla í gegnum súrt og sætt saman í öll þessi ár, rifist og helgið, samþykkt og mótmælt, fannst okkur ekki möguleiki að taka þá féiaga í spjall í sitt hvoru lagi, nei, við fáum þá alla saman. Fáum þá til að rífast og skammast út í hvem annan og leyfa ykkur iesendur góðir að sjá árangur af því. Nei, án gríns, þessir menn hafa ekki rifist í gegnum tíðina þó þeir hafi ekki alltaf verið sammála. Við fengum þá ekki til þess. En við fengum þá til að segja margt og merkilegt. En höfum þessi formálsorð ekki lengri, hér birtist viðtal Hilmars Þórs Hilmarssonar við þá þremenninga. Þeim kann ég bestu þakkir fyrir að verða við ósk okkar Víkur-fréttamanna. - pket. Hvernig atvikaðist, að þið hófuð afskipti af bæjarmálum? Hilmar: „Skömmu eftir að ég fluttist til Keflavíkur gekk ég f F.U.F., sem starfaði þá með miklum þrótti. Eftiraðhafaverið formaður félagsins um skeið var þess farið á leit við mig að ég tæki sæti lista flokksins í Kefla- vík. Ég varð við þessari málaleit- an og var kosinn varamaður árið 1958 og 1962. í kosningun- um 1966 skipaði ég hins vegar 3. sæti á lista Framsóknar- manna. í þeim kosningum var ákveðið að fjölga bæjarfulltrú- um um 2, eða 7 í 9. Bæði þessi sæti féllu í hlut Framsóknar- flokksins og við Hermann Ei- ríksson vorum hinir nýju bæjar- fulltrúar flokksins. Framsóknar- menn hlutu því 4 bæjarfulltrúa, en fyrir voru þeir Valtýr Guð- jónsson og Margeir Jónsson. í þessum kosningum árið 1966 vantaði aðeins nokkur atkvæði til þess að ná hreinum meiri- hluta í bæjarstjórn, en 5. sæti skipaði þá Páll Jónsson, spari- sjóðsstjóri. Góð kosningaúrslit, ásamt því að ég hafði starfað á skrifstofu bæjarins 8 fyrstu árin sem ég bjó í Keflavík, með þeim ágætu bæjarstjórum Valtý Guðjónssyni og Ragnari Guð- leifssyni, hefur án efa orðið til þess valdandi að áhugi minn vaknaði á bæjarmálum". Hilmar Pétursson: ...þá starfaði FUF með miklum þrótti....“ Ólafur: „Ég var alinn upp í mjög pólitísku umhverfi. Ragn- ar Guðleifsson leigði herbergi til að kenna í heima í Steinkubæ um það leyti sem verið var að koma verkalýðsfélaginu álagg- irnar. Faðir minn var einnig framarlega í þeirri baráttu. Fundahöld voru mikil í þessu herbergi og líklega smitaðist maður af þeim umræðum strax sem krakki. Þegar ég kom heim árið 1948 eftir að hafa verið átogurum í Hafnarfirði Í7 ár, varð ég formaðursjómanna- deildarinnar hér þegar hún var stofnuð, og svo varaformaður Verkalýðsfélagsins. Ragnar Guðleifsson var formaður á- samt því að vera forystumaður í bæjarmálum. Samstarf okkar varð strax náið og gott. Ég held að segja megi að hann hafi teymt mig inn í bæjarmálin. Ég varð varabæjarfulltrúi 1954 en aðalfulltrúi árið 1958“. Tómas: „Strax í æsku varð ég mjög pólitískur og reyndar enn pólitískari þá en nú. Ég hafði mjög gaman af pólitísku orða- skaki. Stjórnmálaskoðanir mín- ar voru strax ákveðnar og ég var alltaf mjög andvígur kommún- istum. Á menntaskólaárum mínum var pólitísk umræða bönnuð. Þetta var á stríðsárun- um og þessi regla gilti þá í menntaskólanum á Akureyri. Strax og ég hóf nám við Há- skóla íslandsfórégaðtakavirk- an þátt í Háskólapólitíkinni. Ég átti sæti í stúdentaráði í 2 ár og varð formaður þess annað árið. Það varð því að teljast eðlilegt að ég hafði mikinn áhuga á mál- efnum bæjarfélagsins og væri fús til virkrar þátttöku þegareftir því var leitað árið 1954. Ég játa það, að í upphafi hefur senni- lega þótt eitthvert nýjabrum af mér og ég þess vegna verið fenginn á lista flokksins að há- skólanámi loknu". Hvaða mái teljið þið merkilegust, sem upp hafa komið á ferli ykkar sem bæjarfulltrúar? Ólafur: „Ég held að hitaveitan og sameining rafveitnanna séu merkilegustu málin sem komist hafa til framkvæmda á þessu tímabili. Af þeim málum sem hafa hins vegar ekki komist til framkvæmda er sameining sveitarfélaganna og uppbygg- ing sjúkrahússins". Hilmar: „Því er erfitt að svara. Það hafa mörg merkileg mál verið til umfjöllunar þau 20 ár sem ég hef verið bæjarfulltrúi. Meðal annars má nefna heilsu- gæslumál, skólamál, íþrótta- mál að ógleymdum ýmsum sameiginlegum málum sveitar- félaganna allra. Þegar til fram- tíðarinnar er litið verður stofnun hitaveitunnar sennilega talin eftirminnilegust og bera hæst“. Tómas: Ég er sammála Hilm- ari um að erfitt er að svara þessu. í mínum hugaeru öll þau mál merkileg sem verða íbúum bæjarfélagsins til heilla. Þegar ég kom í bæjarstjórn árið 1954 var ekki einn einasti spotti mal- bikaður. ( dag er nánast allt gatnakerfið með varanlegu slit- lagi. Þetta er algert grundvallar- lilli! Ólaf Björnsson. Hilmar Þór Hilmarsson ræöir viö þá þremenninga, Hilmar Pétursson, Tómas Tómasson og atriði í umhverfis- og fegrunar- málum bæjarins. Hér hefur vissulega verið brotið blað í sögu bæjarins. Af einstökum verkefnum vil m taka undir með Hilmari og Olafi með hita- veituna, sem er eitt stórkostlega átakið sem gert hefur verið í sameiginlegum málum sveitar- félaganna. Ég nefni Fjölbrauta- skóla Suðurnesja, þar sem okkur hefur tekist að flytja menntunina heim. (þróttahúsið og hið glæsilega íþróttasvæði þar sem æskunni er búin bestu skilyrði til hollrar tómstunda- iðju, og íbúðir fyrir aldraða við Suðurgötu". Á stjómun bæjarfélags að vera flokkspólitísk? Eru bæjarstjórnarmál samrýmanleg þjóðmálapólitík? Hilmar: „Raunar er ekki víst að svo þurfi að vera. í flestum af stærri sveitarfélögum landsins bjóða stjórnmálaflokkarnirfram sér. Það er eins og framboð utan flokkanna lognist alltaf útaf. í slík framboð vantar alltaf einhvern lífsanda þegar til lengdar lætur. Máli mínu til stuðnings gæti ég nefnt mörg dæmi. T.d. hefur kvennafram- boðið á Akureyri dregið sig til baka. Samstaða virðist bila þegar þörf er á þýðingarmikl- um ákvörðunum. Mín skoðun er sú að flokkspólitísk framboð verði að vera að minnsta kosti á næstu árum. Betra form í fram- boðsmálum hefur enn ekki komið fram. Sérstaklega þegar haft er í huga að harka í sveitar- stjórnarmálum hefur minnkað. Menn taka málefnalegri afstöðu nú en oft tíðkaðist áður fyrr. Ég tel að þjóðmálapólitík geti sam- rýmst sveitarstjórnarmálum ef beitt er heiðarlegum vinnu- brögðum. Pólitík þarf ekki að vera af því illa, eins og því miður er oft reynt að koma inn hjá fólki. Mín reynsla af pólitískum andstæðingum er góð og ég hef aldrei átt í neinum vandræð- um með að vinna að góðum málefnum með þeim“. Ólafur: „Pólitískir flokkar eru hluti af stjórnkerfi okkarog hluti af okkar lýðræði. Þeir eru því góð eða ill nauðsyn, eftir við- horfi hvers og eins. Bæjarmál eru yfirleitt ekki afgreidd flokks- pólitískt. Ef litið er ífundargerðir bæjarstjórnar sést að yfir 90% mála eru afgreidd samhljóða. Hins vegar koma alltaf öðru hvoru upp mál sem eru pólitísk. í grundvallaratriðum eru menn oft misjafnlega þenkjandi hvað þessa hluti varðar. Það er viss áherslumunur t.d. á samhjálp og i atvinnumálum. Við þessu er ekkert að segja. Það er þá regla fremur en undantekning að mál séu afgreidd ópólitískt í bæjarstjórn. Öllum er þá frjálst að bjóða fram óflokksbundna lista, þó reynslan sýni að þeir hafi flestir gufað upp. Alltaf er líka hætta á að þeir auki glund- roða“. Tómas: „( þessu máli er ég nánast sammála félögum mínum. Auðvitað er það alveg Tómas Tómasson: ....mér finnst ganga verr og verr að samræma þessi störf aðal- starfinu....“ rétt að stjórnmálaflokkarnir eru undirstaða í hinu lýðræðislega stjórnskipulagi. Ég sé ekkert at- hugavert við að kjósa flokks- pólitískt til bæjarstjórnar. Valið með menn kemur hins vegar fram þegar skipað er á framboðslista. ( eðli sínu eru allar ákvarðanir í fjármálalegri og framkvæmdalegri fram- vindu pólitískar. Bæjarstjórnar- mál annars vegar og þjóðmála- pólitík hins vegar eru á engan hátt ósamræmanleg. Hins vegar er það rétt, að línur í ein- staka málum í bæjatpólitíkinni þurfa alls ekki að fara á sama veg og í þjóðmálapólitíkinni". Hvert er mesta hitamál sem upp hefur komið frá því þið tókuð sæti í bæjarstjóm? Tómas: „Ef litið er yfir farinn veg þá eru það ekki mörg mál sem ég myndi vilja flokka undir hitamál. En hvað mig sjálfan snertir er mér auðvitað minnis- stætt þegar reynt var að svipta mig kjörgengi með kærumál- um. Þetta var árið 1954, þegar ég var fyrst kjörinn bæjarfull- trúi. Mestu persónulegu skammir og raunar landráða- stimpil hlaut ég hins vegar í Helguvíkurmálinu". Hilmar: „Það hafa að mínu mati ekki komið fram mörg hitamál á síðustu kjörtímabil- um. Það hefur verið alger sam- staða um flest af þeim stærri málum sem upp hafa komið. Það má helst nefna ágreining sem skapast hefur vegna mis- munandi skoðana á hversu langt skuli ganga í sameiningu hinna ýmsu þjónustufyrirtækja sveitarfélaganna á Suðurnesj- um. T.d. voru ekki allir á einu máli um sameiningu rafveitn- anna. mestu ágreiningsmál sem ég man eftir var þegar sal- an á Keflvíkingi fór fram, en það var fyrir mína bæjarstjórnartíð, og ég minnist þess einnig að þegar Tómas hóf þátttöku sína í bæjarstjórnarmálum, að það gekk ekki bardagalaust. Meira vil ég ekki segja um það“. Ólafur: „Þetta er erfið spurn- ing. Hér áður fyrr urðu ýmis mál ansi heit en það voru ekki stærri málin. Eftir að Tómas varð for- ingi má segja að hann hafi kælt öll mál niður, þannig að það hefur ekki komið upp minnis- stætt hitamál síðan, ef Helgu- víkurmálið er undanskilið. Þar tek ég undir það sem Tómas sagði. Það mál varð að mínu mati mjög heitt. Mér er það sérstaklega minnisstætt meðal annars vegna þess að ég fékk tækifæri til þess að leiða það til lykta á Alþingi (slendinga og það furðulega skeði að það var samþykkt mótatkvæðalaust eftir allt sem á undan hafði gengið". Nú vann Alþýðuflokkurinn kosningasigur árið 1978, en komst ekki i meirihlutasamstarf, hvað finnst þér um það? „Ég verð að segja að okkur Alþýðuflokksmönnum sárnaði að fá ekki einu sinni svarfráfé- lögum okkar, því við skrifuðum þeim báðum strax. En þeir hafa verið alveg óaðskiljanlegt par i 16 ár en hafa vinsamlega lofað mér að dingla með og oft hlustað á mig. Að nafninu til hafa þeir verið harðir á því að mynda það sem þeir kalla meirihluta". Hefði ekki verið eðlilegt að þú hefðir orðið forseti bæjarstjóm- ar þá? Hilmar Pétursson: „Flokkarnir hérna í Keflavík hafa annars slagið náð mjög góð- um árangri en dalað síðan nokkuð. Þeir þri'r stærstu sem nú eru í bæjarstjórninni hafa hins vegar alltaf náð sér upp aftur. Ég er sannfærður um að svo muni verða með Framsóknarflokkinn „Ég held að meðal bæjarfull- trúa hafi ekki verið umdeilt að við höfum verið mjög ásáttir við Tómas sem forseta bæjarstjórn- ar. Hann hefur fengið öll at- kvæði frá því hann bauð sig fyrst fram í það embætti". Hver er afstaða ykkar til sameiningar sveitarfélaga á Suðumesjum? Tómas: „Ég hef allra manna minnst farið dult með afstöðu mína til þessa máls. Ég er ein- dreginn talsmaðursameiningar sveitarfélaganna á Suðurnesj- um og tel mig hafatil þess næg rök og svo til daglega bætast við ný rök fyrir þessari sannfær- ingu minni. Hér þarf að verða eitt sterkt sveitarfélag. Ég tek það fram að samstarfið við hin sveitarfélögin hefur haft sínar jákvæðu hliðar en hefur um leið veigamikla annmarka. Það á að vera ákvörðun kjörinna sveitar- stjórnarmanna hvernig fjár- munum er varið í stað þess að samstarfsnefndin fari með þessi mál. Þarna skapast stjórn- unarlegt vandamál þegar þarf að leggja hvert sameiginlegt mál fyrir 7 sveitarstjórnir í stað einnar samvirkrar sveitarstjórn- ar“. Er rétt að byrja á Keflavík og Njarðvík? „Auðvitað liggur það beinast við. Sameining Keflavíkur og Njarðvíkur væri skref í rétta átt. Hitt er þó miklu brýnna að sveit- arfélögin sameinist öll á breið- um grundvelli". Ólafur: „Ég er á sama máli og Tómas. Stjórnunarlega er þetta alltof þungt fyrirkomulag. Okk- ur ber skylda til að viðhalda lýð- ræði, eins og Tómas benti á eiga kjörnir fulltrúar að fara með það vald sem heyrir undir bæjarstjórn. Stór hluti fjármál- anna lendir nú í höndum sveit- arstjóranna sem eiga að vera .....Pólltík þarf ekki að vera af hinu illa ..." Ólafur Bjömsson: „Okkur Alþýðu- flokksmönnum sárn- aði að fá ekki einu sinni svar frá félög- um okkar, því við skrifuðum þeim báð- um strax. En þeir hafa verið alveg óað- skiljanlegt parí16ár, en hafa vinsamlega lofað mér að dingla með ... “ starfsmenn. Það liggur beinast við að sameina Keflavík og Njarðvík. Núverandi fyrirkomu- lag skaðar íbúa þessara sveitar- félaga. Hafnirnar eru í raun aðeins grín, því um helmingur útsvarsteknanna fara í stjórnun- arlaun. Ef sameining tekst ekki á næstunni þá þarf að fara að kjósa beinni kosningu I S.S.S. Það er lang líklegast að Kefla- vík og Njarðvík sameinist fyrst. Ég sé ekki annað en að Hafnir ættu að koma inn í þessa sam- einingu strax". Hilmar: „Það liggur Ijóst fyrir að ég er algerlega samþykkur því að sveitarfélögin hér á Suð- urnesjum sameinist. Það er nú þegar búið að sameina alla helstu þjónustuliðina, sbr. hita- veitu, heilbrigðismál, skólamál, sorphreinsun, slökkvilið og nú siðast rafveiturnar. Fleira mætti telja upp. öll þessi fyrirtæki hafa sér stjórn og fundargerðir þeirra þurfa að samþykkjast í hinum 7 sveitarfélögum á Suð- urnesjum. Þettaeraðmínumati afar þunglamalegt kerfi. Ég er einnig þeirrarskoðunarað búið sé að taka ákvörðunarrétt af sveitarstjórnum að hluta til. Ef þetta þróast áfram í sömu átt verða sveitarstjórnirnar fremur afgreiðslustofnanir, en ekki það stjórntæki sem þær raunareiga að vera. Þetta er of viðamikil spurning svo hægt sé að gera henni næg skil ístuttu viðtali, en ég vona að Suðurnesjamenn sjái nauðsyn þess nú að sameina öll sveitarfélögin. Því fyrr því betra. Það væri byrjun- aráfangi að sameina Keflavík og Njarðvík, en hin byggðarlög- in yrðu að koma sem fyrst á eftir". Hvernig samrýmast aðalstörf ykkar bæjar- stjómarstörfum? Ólafur: „Það er talsvert mikill munur á því að vera í bæjar- stjórn eingöngu eða vera í bæj- „ ... Pólitiskir flokkar eru hluti af stjórnkerfi okkar og lýðræói... “ Tómas Tómasson: „Mér er auðvitað minnisstætt þegar reynt var að svipta mig kjörgengi með kærumálum. Það var árið 1954, þegar ég var fyrst kjörinn bæj- arfulltrúi... “ arstjórn og bæjarráði. Ég held að það geti enginn sinnt störf- um i bæjarráði nema hann hafi mjög frjálsan tíma. Síðastliðin 2 ár hef ég t.d. ekki getaö sinnt þessum störfum eins og ég hefði sjálfur kosið. í bæjarstjórn eru hins vegar reglulegir fundir sem fremur er hægt að aðlaga sínu starfi. Ég hef á mínum ferli yfirleitt haft tíma til að sinna þeim verkefnum sem þeim fylgja. Ég vil líka taka það fram, að sá tími sem bæjarráðsfundir taka eru aðeins hluti af þeim störfum sem bæjarráðsmenn þurfa að inna af hendi". Tómas, nú ert þú sparisjóðs- stjóri stærsta sparisjóðs á land- inu og viðskipti milli bæjarins og sparisjóðsins eru mikil. Hvernig finnst þér þftt starf sam- ræmast þvf að vera forseti bæj- arstjórnar? „Ég verð að segja að þrátt fyrir að Keflavíkurbær sé mikill viðskiptaaðili hjásparisjóðnum, þá hafa ekki komið upp nein þau tilvik sem leitt hafa til árekstra milli þessafa tveggja stofnana. Ég vil einnig minna á að það eru fleiri aðilar en ég sem taka ákvarðanir í spari- sjóðnum. Það hefur verið reynt að haga málum þannig að málefni bæjarsjóðs væru frekar í höndúm þeirra en mín. Al- mennt vil ég segja að mérfinnst ganga verr og verr aö sam- ræma þessi störf aðalstarfinu. Bæjarmálastarfið tekur alltaf meiri og meiri tíma. Seta i bæj- arráði meira en tvöfaldar þá vinnu sem hlýst af setu í bæjar- stjórn. Það hefur orðið geysi- leg breyting á þessum 24 árum sem ég hef starfað að þessum málum. Samstarf sveitarfélag- anna tekur líka mikinn tima“. Hllmar: „Störf mín í bæjar- stjórn hafa að nokkru leyti kom- ið niður á mínu aðalstarfi, það liggur alveg Ijóst fyrir. Ég vil taka undir með Ólafi, að setu í bæjarstjórn fylgir mikil vinna. Mér fannst það líka mjög krefj- Framh. á næstu siðu ....Ég erelndreglnn talsmaöur sameiningar sveltarfélag- anna ..."

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.