Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1986, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 19.06.1986, Blaðsíða 1
Hafnir: Jóhann Sig- urbergsson oddviti Nýkjörin hreppsnefnd Hafnahrepps kom saman til fyrsta fundar á þriðju- dag í siðustu viku. Var þar samþykkt að kjósa eftir- talda hreppsnefndarmenn í eftirtalin trúnaðarstörf út kjörtímabilið: Jóhann G. Sigurbergs- son oddviti, Valgerður Hanna Jóhannsdóttir vara- oddviti og Hallgrímur Jó- hannesson ritari. Jafnframt var ákveðið að endurráða Þórarin St. Sig- urðsson sem sveitarstjóra. epj- Vatnsleysustrandar- hreppur: JÓN PÁLL OG KRATARNIR A 17. jum kepptu meiri- og minnihluti bæjarstjórnar Keflavíkur í reiptogi. Allir fulltrúar meirihlutans mættu en einungis einn fulltrúi minnihlutans. Fékk hann í lið með sér þrjá fíleflda flokksfélaga sína og einn sjálfstæðismaður kom ofan úr áhorfendastæðum. Fótu kratarnir heldur halloka í byrjun en kölluðu svo á varamann sinn, Jón Pál Sigmarsson, og var því ekki að spyrja að leikslokum. Hann skyldi þó aldrei vera efni í næsta bæjarritara . . . ? Ljósm.: mad. SÍLDARFRYSTING í TILRAUNASKYNI í SUMAR Omar Jónsson kosinn oddviti Á fyrsta fundi hrepps- nefndar Vatnsleysustrand- arhrepps á mánudag var Ómar Jónsson kosinn odd- viti sveitarfélagsins og Ragnar Karl Þorgrímsson varaoddviti. Á sama fundi var ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um stöðu sveit- arstjóra, birtist sú auglýs- ing annars staðar í blaðinu í dag. epj. Grindavík: í sumar verður gerð til- raun með að frysta síld á Japansmarkað hjá Hrað- frystihúsi Þórkötlustaða í Grindavík, að því er fram kemur í Fiskifréttum. Verð- ur síldin kyngreind, en Japanar sækjast eftir hrygnum til frystingar. Hafa verið gerðar til- raunir með sérstaka vél til að kyngreina síld og hefur það gefist vel með vélinni, sem er íslensk hönnun. Fyrirliggjandi eru sölu- samningar við Japani um lítils háttar af slíkri síld. epj. Flugvélin Páll Sveinsson: Dreifði áttatíu tonnum yfír Reykjanes um helgina Reiðhjólaslys í Keflavík Á þriðjudag í síðustu viku varð reiðhjólaslys á gatnamótum Háaleitis og Skólavegar í Keflavík. Hjólaði drengur á bifreið og var hann fluttur á sjúkrahús, en meiðslin reyndust ekki alvarleg. epj. Það brá mörgum í brún er þeir sáu flugvél eins og gömlu farþegavélar Flug- félagsins voru, fljúga lágflug víða hér á Suður- nesjum síðasta sunnudag. Við nánári eftirgrennslan kom í ljós að hér var á ferð- inni flugvélin Páll Sveins- son í árlegri fræ- og áburð- ardreifingu hér yfir. Fór flugvélin fimmtán ferðir frá Reykjavíkurflug- velli og hér yfir með um 80 tonn af áburði og fræi, en Landgræðslan dreifir þessu magni á um 35 þús. hekt- ara svæðu sem var afgirt og friðað hér 1977. Er þetta gert í samvinnu við sveitar- félögin á Suðurnesjum. epj- VÍKUR- FRÉTTIR VIKULEGA Marteinn G. Valdimarsson með þann stóra. Stórflskar úr Heiðarvatni Stangveiðifélag Kefla- víkur reisti á síðastliðnu sumri tvö vönduð veiðihús við Heiðarvatn í Mýrdal. Þeir sem dvalið hafa á staðnum hrósa aðbúnaði og umhverfi og nú í vor hefur það aukið ánægju manna að nokkrir mjög vænir urr- iðar hafa veiðst í vatninu. Nokkrir hafa vegið 2-4 pund og um hvítasunnuna veiddist einn 7 punda. Nú fyrir nokkrum dögum kom svo 15 ára Keflvíkingur á staðinn og bætti um betur. Hann veiddi 10 punda urriða á maðk í víkinni framan við veiðihúsin. Vonandi lofar þetta góðu um framhaldið, en margir eru búnir að kaupa sér dval- arleyfi þarna austur frá í sumar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.