Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1986, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 19.06.1986, Blaðsíða 16
mun ýtiUit Fimmtudagur 19. júní 1986 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717. Njarðvík: Of þröng Stjórnendur stórra öku- tækja hafa kvartað mjög yfir „mini-golfvellinum“ svokallaða í Njarðvík. Er hér átt við umferðarmann- virki þau sem Vegagerðin setti upp á Reykjanesbraut- inni við Borgarveg. í síðustu viku kom þetta best í ljós er dráttarbíll með tengivagn kom suður Borg- arveg og ætlaði að taka hægri beygju inn á Reykja- nesbraut. Er afturhjólin á vagninum voru komin upp á grasbalann á gatnamót- unum var húsið að framan komið fast í akreinamerk- ið á miðri götunni. Hinum megin á gatnamótunum kom strætisvagn austur Borgarveg og ætlaði að taka hægri beygju inn á Reykjanesbraut. Náði hann ekki beygjunni af sömu ástæðum og hinn bíllinn. gatnamót Myndaðist af þessu umferðarteppa þar til ökumenn þessara tveggja bifreiða gátu leyst hnútinn með ýmsum forfæringum, s.s. að aka upp á umferðar- eyjuna. Sést á þessu að viðkom- andi gatnamót eru of þröng og því tekur Vegagerðin vonandi tillit til þess áður en slíkar framkvæmdir koma til á fleiri stöðum. Meðfylgjandi myndir tók blaðamaður Víkur-frétta sem staddur var á staðnum þegar umferðarteppan varð. Segja þær meira en orðin. - epj. Eins og sjá má á þessum myndum eru gatnamótin ekki byggð fyrir stór ökutæki. Hollenskur griótflutnings- prammi Á sunnudaginn kom hollenski dráttarbáturinn HUNTER til Njarðvíkur með stóran grjótflutnings- pramma í drætti frá Holl- andi. Er pramminn leigður til verktakafyrirtækisins Núps hf., sem annast mun hafnarframk væmdir í Helguvík. Verður pramminn notaður til að sigla með grjótið í garðinn. En þar sem botn hans opnast eftir kominn endilöngu við losun er hægt að setja grjótið á þann stað sem það á að vera. Þá er pramminn mjög grunnrista og því mjög heppilegur til verksins. Er áætlað að verk þetta taki ekki skemmri tíma en eitt og hálft ár og hefur egar verið gerður viðlegu- antur fyrir prammann þar sem grjótið verður sett í hann. -epj. AUGLYSIÐ I VÍKUR-fréttum Grjótflutningspramminn sem Núpur mun nota í Helguvík Eins og sést erdráttarbáturinnHuntersíðurensvo nýttskip Spurningin: Áttu von á rign- ingarsumri? Vigdís Pálsdóttir: „Nei, þetta breytist um mánaðarmótin, - til hins betra". Enok Guðmundsson: ,,Já, ég á von á því“. Jóhann Sævar Simonarson: ,,Já, ég reikna fastlega með því“. Sævar Sigurðsson: „Nei, ég á ekki von á því. Þetta verður gott sumar".

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.