Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1986, Page 4

Víkurfréttir - 19.06.1986, Page 4
Fimmtudagur 19. júní 1986 VtKUR-fréttlr Fasteignasalan Hafnargötu 27 - Keflavík KEFLAVÍK: Glæsilegt raöhús við Heiöarbraut m/bíslkúr .. 4.500.000 Raðhús viö Mávabraut m/bílskýli, góö íbúð ... 2.200.000 Elnbýlishús vlö Elliöavelli m/bilskýll . 3.000.000 Vandaö einbýlishús viö Grænagarð m/bílskúr . 5.300.000 2ja herb. íbúö við Faxabraut, sér inngangur, laus strax ............................... 1.100.000 3ja herb. íbúö við Hólabraut. Skipti ástærri íbúð möguleg ................................ 1.800.000 2ja herb. risíbúð við Sóltún ........ 1.150.000 2jaherb. íbúð við Austurgötu, þarfnastviðgerðar 550.000 NJARÐVÍK: 3ja herb. neðri hæð við Holtsgötu....... 1.500.000 3ja herb. íbúð við Hjallaveg ........ 1.650.000 2ja herb. íbúð við Fífumóa i mjög góöu ástandi, laus strax ............................. 1.450.000 Tjarnargata 20, Keflavik: 2ja íbúða hús ásamt versl- unar- eða iðnaðarhúsnæði. Eign á góðum stað sem gef- ur mikla möguleika. 4.700.000 Kirkjuvegur 38, Keflavfk: Húsið er allt andurbyggt, jafnt utan sem innan. Glæsi- legt hús ...... 3.200.000 Noröurvellir 54, Keflavik: Nýtt hús ....... 4.000.000 ATH: Höfum kaupendur aö 3ja, 4ra og 5 herb. fbúöum í Keflavfk meö sér inngangi og bflskúr. Greitt viö samninga- gjörö kr. 1.550.000. FASTEIG N ASALAN Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420 Radíóvík Hafnargötu 35 - Keflavík Allar almennar viðgerðir á sjónvörpum, myndböndum og hljómflutningstækjum. Einnig ísetningar í bíla. Reynið viðskiptin. RADÍÓVÍK Sími 3222 Keflavíkurprestakall Sóknarprestur og starfsfólk Keflavíkur- prestakalls verður í sumarleyfi frá 18. júní og út júlí. Séra Þorvaldur Karl Helgason sóknar- prestur í Njarðvík annast prestsþjónustu í Keflavík þann tíma. Heimilisfang hans er að Hlíðarvegi 15, Njarðvík, sími 3480. Ólafur Oddur Jónsson Löglegt en siðlaust Auglýsing fráfarandi lireppsnefndar Miðnes- hrepps um stöðu sveit- arstjóra hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir í sveitarfélaginu, þar sem hún birtist áður en búið var að mynda meirihluta. Þó hér sé um löglegar aðferðir að ræða telja þó flestir að slík samþykkt sé í meira lagi siðiaus, því með henni sé fráfarandi hreppsnefnd að sam- þykkja fyrir væntanleg- an meirihluta að starfið verði auglýst, en ekki verði ráðið í það póli- tískt, sem þó hlýtur að verða ákvörðun þess meirihiuta seni við tekur, en ekki þeirra sem voru að missa völd- in. Stjórnarkreppa í Sandgerði? Nú þegar þetta er skrifað er stjórnar- kreppa i Miðneshreppi, en það sveitarfélag er það eina á Suðurnesjum sem ekki hefur verið myndaður meirihluti í eða gengið frá kjöri embættisinanna. Hafa ýmis munstur verið rædd og rnargir fundir haldnir, án niðurstöðu. Klaufaskapur Við lestur málgagns Sjálfstæðismanna er út kom í síðustu viku sást að að dómi ritstjóra þess er hálmstrá betra hald- reipi en ekkert. Dæmi þar um er í grein um ráðningu starfsmanns við Heilsugæslustöðina í Sandgerði. Þar notar rit- stjórinn kratann Jó- hönnu Brynjólfsdóttur til að rakka niður um- mæli flokksbróður rit- stjórans Ingólfs Fals- sonar um að fram- kvæmdastjóri HSS hafi haft í frammi ranga framkvæmd þegar hann gekk frá ráðningu starfs- manns í Sandgerði. Já, það getur verið betra að dómi ritstjóra Reykja- nessins að nota krata sem skjólstæðing, þó skritið sé . . . . . . og bjarga Framsókn í sama blaði gerir hann tilraun til að nota málgagn Sjálfstæðis- manna tii að bjarga bæj- arritaranum og fram- sóknarmanninum Sæ- þóri Fannberg í Kefta- vík. Skyldi ritstjórinn ekki vita að allir fiokkar nema Framsókn, þ.m.t. Sjálfstæðisflokkurinn, var með á stefnuskrá sinni að losa bæjarfé- lagið við umræddan bæj- arritara? Byltingin étur börnin sín Á aðalfundi FR-deild- ar 2 í síðustu viku sann- aðist það fornkveðna, að byltingin éti börnin sín. Fyrir réttu ári var fram- kvæmd stjórnarbylting í félaginu og tóku þá við nýir valdhafar. Nú, ári síðar, eru þeir sprungn- ir og því varð breyting í þá veru að þeim sem bylt var í fyrra hlutu nú kosningu í flest þau trúnaðarstörf sem laus voru. Hver verður aðstoðaryfír- lögregluþjónn? Eins og fram kom í síðasta blaði hefur starf aðstoðaryfirlögreglu- þjóns við embætti lögreglustjórans í Kefla- vík, Njarðvík, Grinda- vík og Gullbringusýslu verið auglýst iaust tii umsóknar. Er þetta starf það sem Herbert Árna- son hefur gegnt nú í eitt ár. Milli manna hefur verið rætt um að meðal umsækjenda um starfið séu eftirtaldir lögreglu- menn: Karl Hermanns- son, Gunnar Vilbergs- son, Rúnar Lúðvíksson, Pálmi Aðalbergsson og Þorvaldur Benedikts- son. Bergsteinn í Vógana Bergsteinn Auðuns- son skólastjóri Gerða- skóla hefur nú flust í Vogana, en þar mun hann taka við starfi skólastjóra við Stóru- Vogaskóla. Hefur starf hans í Garðinum verið auglýst laust og hafa margir sýnt áhuga fyrir því, m.a. einn heima- maður, Eiríkur Her- mannsson. Taugapirringur Nokkur taugapirr- ingur fer um forráða- menn ýmissa stofnana vegna orðróms um skipun Alþýðuflokks- manna í Keflavík í stjórnir þeirra. Forráða- menn Sjúkrahússins óttast mjög að Ólafur Björnsson lendi þar í stjórn, svo og Arndís Tómasdóttir sem full- trúi Njarðvíkinga, en bæði er vís til að hrista nokkuð upp í málum stofnunarinnar. Sama er með forráðamenn Garð- vangs, þar óttast menn einnig að sá fyrrnefndi eða annar slíkur lendi þar í stjórn. ATHUGASEMD - vegna „Mola“ Molarnir ykkar í Víkur- fréttum eru vissulega oft skemmtilegir. Þar er tæpt á ýmsu bæði í gamni og al- vöru. Það er areiðanlegt að mikið eru þeir lesnir. Það kom undirrituðum hins vegar skemmtilega á óvart að nokkrum skyldi detta það í hug að við ættum einhvern þátt í komu nýs skips aðeins ör- fáum dögum eftir kosning- ar. Ólíklegt er að nokkur ráðamaður Keflavíkur hafi komið nálægt þessum kaupum. Þau eru gerð af framsæknum einstakling- um, sem ekki sitja auðum höndum. En okkur finnst það sér- stakt fagnaðarefni þegar ný atvinnutæki koma í bæinn. Þess vegna fórum við niður á bryggju. Þangað hefðu fleiri mátt koma. Þess vegna afhentum við skip- stjóra og stærsta eiganda rós. Rósin er tákn betri framtíðar, hlýju og góðra óska. Enn á ný sendum við áhöfn og eigendum skips- ins árnaðaróskir. Megi þeim vel farnast. Guðflnnur Sigurvinsson Sigurbjörn Björnsson Karl Steinar Guðnasor Frá ritstjórn Það er rétt hjá þeim þre- menningum að Molar eru oft skemmtilegir og þar er tæpt á ýmsu í gamni og al- vöru. Enda eru Molar vett- vangur fyrir óstaðfestar fregnir og vangaveltur. Fréttir sem eru staðfestar birtast á öðrum stöðum í blaðinu. ATHUGIÐ !!! - BÓKHALD Tökum að okkur færslu bókhalds og skattframtöl fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. BÓKHALDS- OG FRAMTALSÞJÓNUSTAN SF. Símar 1123 og 1109

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.