Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1986, Síða 6

Víkurfréttir - 19.06.1986, Síða 6
6 Fimmtudagur 19. júní 1986 VÍKUR-fréttir Hef opnað há rg reiðslustofu að Garðavegi 7, Keflavík Býð upp á: Dömu- og herra klippingar Permanent - Strípur - Litanir Blástur. Tímapantanir í síma 3675. VERIÐ VELKOMIN Margrét Sumarliðadóttir Fjölbrautaskóli Suðumesja Skólaritari óskast Við FS er laus til umsóknar heil staða skólaritara frá 1. ágúst n.k. Krafist er góðrar kunnáttu í íslensku og vélritun. Laun miðast við kjarasamninga opinberra starfsmanna og ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist undirrituð- um fyrir 1. júlí 1986. Skólameistari ORÐVAR SKRIFAR - ORÐVAR SKRIFAR - ORÐVAR SKRIFAR GRASA - Leifi var Suðurnesjum náðargjöf Hér áður fyrr var öll snyrtimennska og hrein- læti litið hornauga, jafn- vel talin sérviska. Sa sem fíflaðist í bað oftar en einu sinni á ári, eða drap af sér lýsnar.^átti varla langt eftir. A nútíma- máli var hann „alveg glataður“ Sveinbjörn Eplsson skrifaði ævisögu sina um síðustu aldarmót. Þar segist hann hafa gefist upp á að kenna islensk- um sjómönnum þrifnað og reglusemi um borð t fiskibátum. Menn trúðu þvi þá, að því sóðalegri og subbulegri sem skipin litu út, því fiskilegri væru þau. Það var ekki fyrr en 50 árum seinna, sem Sig. Magnússon á Víði frá Eskifirði, afsann- aði þessa kenningu. Hann og báturinn hans báru af í öllum flotanum. Alltaf eins og nýkomnir úr klössun, og fiskaði hann þó manna mest. Samt voru einstaka menn, sem álitu Sigga Magg smáskritinn, þegar hann i landlegum inná Siglufirði eða Raufar- höfn, átti það til að reka sóðalega báta, sem lögðust utan á Víði í burtu, og skipa mann- skapnum að sápuþvo stýrishúsið, lunninguna NJARÐVÍK Til sölu glæsilegar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi að Brekkustíg 33A. Afhendingar- tími í desember 1987. Aðeins 6 íbúðir í stiga- gangi. Mikil og góðsameign ásamtsérgeymsl- um í kjallara. Allar nánari upplýsingar gefur Fasteignasalan, Hafnargötu 27, sími 1420, eða byggingaraðili, Hilmar Hafsteinsson í síma 1303. Húsin eru sams konar og myndin sýnir. og hvalbakinn. Nú eru allir fiskibátar skveraðir af reglulega, og eru í flest- um tilfellum í þokkalegu standi. Ekkert lýsirbetur persónuleika skipstjór- ans, heldur en batur hans. Fyrir nokkrum árum, þegar gúanófýlan lá hér yfir öllu, og moldar- slettur skrýddu fram- hliðar húsanna við Hafnargötuna, töluðu Re^ykvíkingar um slor- plassin hér suður með sjó. En það er löngu liðin tíð, nú telst hreinlæti og snyrtimennska til mann- kosta oj» þá eigum við ekkert siður en Reykjvík ingar. En snyrtimennið sker sig úr fjöldanum ennþá, jafnvel svo að umhverfið ber þess vitni, hvar það býr eða vinnur. Alvöru snyrtimenni, sem byrja snemma á vorin að mála húsið sitt og hreinsa garðinn, og lýkur við það, smitar oftast ein- nverja eða flesta við göt- una. Samt sést alltaf hvar þessi ekta býr. Hann gleymir ekki að mála og lagfæra grindverkið eða öskutunnuna. Stiginn stendur heldur ekki allt sumarið upp við húsið þar sem hann var notaður til að komast uppá þak rétt fyrir 17. juni. Það vantar aðeins herslumuninn á að Suðurnesin verði snyrti- legasti byggðarkjarni landsins, en það verða allir að hjálpast að með að ná því marki. Grasa- Leifi var Suðurnesja- mönnum náðargjöf. Hann hefur gert krafta- verk í umhverfismálum hér. Flest allar hríslur á Skaganum, geta rakið ættir sínar til hans. Það hefði komið sér vel að eiga 10 Leifa, þá væri allur skaginn samfelldur skógur. Allar stofnanir o^ umhverfi þeirra eru til soma. Umgengni og frágangur við nýbygg- ingar hefur stórbatnað. Flest fiskverkunarhús eru orðin þokkaleg, sum glæsileg, en það vantar örlítið meira. Víkurfrétt- ir hafa oft ýtt við mönn- um, með undranverðum árangri, og gæti vafa- laust vakið fleiri sem hafa sofnað í ruslinu. Tiltekt og málning kosta ekki mikið í jieningum miðað við þá anægju og vellíð- an, sem það vekur hjá ungum sem öldnum. Sá sem kom ekki auga á umskiptin, sem urðu við Reykjanesbrautina frá Vogum og suður úr, eftir að krakkarnir í Njarð- vík hreinsuðu þar til í vor, ætti að drífa sig í bað oftar en einu sinni á ári og drepa af sér lýsnar. Hann er vissulega „alveg glataður“. ORÐVAR Ein myndanna á sýningu Baðstofunnar Málverkasýning Baðstofunnar Þessa dagana stenduryfir málverkasýning Baðstof- unnar í Fjölbrautaskólan- um. Baðstofan er eins konar myndlistarskóli Keflavíkur og starfar á veturna. Starfsemi þessi hófst árið 1980 og hefur allaf verið mikil aðsókn í námið. I ár voru á milli 40 og 50 manns sem sóttu nám skeiðin og var þeim skipt niður í þrjá hópa eftir getu. Íón Gunnarsson var leið- einandi tveggja hópa en Eiríkur Smith leiðbeindi þeim sem lengst á veg eru komnin. Sýning hópsins stendur yfir til 22. júní og er skorað á alla myndlistarunnendur að láta sýninguna ekki fram hjá sér fara. Fjörtíu og tveir lista- menn sýna 240 verk, teikn- in^ar, pastel, vatnsliti og olfu. gjó/gæi

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.