Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1986, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 19.06.1986, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. júní 1986 7 VÍKUR-fréttir Þessi ruslahrúga var fyrir utan hliðið . . . og ekki var betra umhorfs fyrir innan það, Sveitarstjóra- staða Starf sveitarstjóra Vatnsleysustrandar- hrepps er laus til umsóknar. Umsóknir um aldur, menntun og fyrri störf skal skila á skrifstofu hreppsins, Voga- gerði 2, Vogum, fyrir 28. júní 1986. Upplýsingar veita sveitarstjóri, Kristján Einarsson í síma 6541 eða 6529, og odd- viti hreppsins, Ómar Jónsson, ísíma6637. Skemmdarverk Þeim brá illa í brún starfsstúlkunum í gamla kirkjugarðinum í Keflavík, er þær mættu til vinnu síð- asta fimmtudag. Höfðu þá einhverjir óþokkar dreift rusli út um garðinn ogjafn- vel út fyrir hann. Auk þess sem glerbrotum var dreift um gangstígana. Garður þessi hefur verið til fyrirmyndar hvað um- hirðu snertir og því er það ófyrirgefanlegt að ganga svona um slíkan reit. Að sögn umsjónarkvenna hef- ur einnig borið mikið á að fullorðið fólk gangi ekki. nógu vel um garðinn og komi ruslinu ekki á þann stað sem það á að vera. Tökum við því undir áskoranir starfsmanna garðsins um að sóðaskapur- inn verði upprættur í eitt skipti fyrir öll og er þess vænst að nágrannar sem sjá yfir garðinn komi þar í lið með okkur. - epj. Hálfmálaðir húsgaflar I síðasta mánuði lýsti um- hverfisnefnd Njarðvíkur yfir áhyggjum um áberandi lélegt viðhald og ófrágengið bygg- ingarástand íbúðarhúsa í hverfum, sem svo hafi verið árum saman. Benti nefndin m.a. á nokkur hús við Hólagötu í Njarðvík þar sem húsgaflar hafa m.a. verið hálfmálaðir í áratugi, þótt við aðalgötu væri. Blasti ástand húsanna við öllum sem aka í gegnum Njarðvíkurnar og því yrið þetta ástand að lagast, eins og segir í sam- þykkt nefndarinnar. ePÍ- Bílvelta á Reykjanes- braut Siðdegis á fimmtudag valt bifreið á Reykjanes- braut skammt innan við Innri-Njarðvík. Ökumað- urinn, sem var aldraður maður fæddur 1913, var einn í bifreiðinni, kunni enga skýringu á óhappinu, en bifreiðin er illa farin. Slapp ökumaðurinn án teljandi meiðsla. - epj. hágæða ITFKAm KOUuh Framköllum allar aerðir litfilma, Fuji, Kodak og Konika, í nýrri og fullkomnustu vélasamstæðu á markaðnum í dag. Hafnargötu 35 - Keflavík - Sími 3634, 4959

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.