Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.06.1986, Síða 8

Víkurfréttir - 19.06.1986, Síða 8
8 Fimmtudagur 19. júní 1986 VÍKUR-fréttir „Ætlum að halda landsmótið með stœlc< -segir Logi Þormóðsson, formaður landsmótsnefndar, í Frístundarviðtali „Ef allt gengur að óskum og veðrið verður okkur hagstætt, verður þetta meiri háttar í- þróttaviðburður“ segir Logi Þormóðsson, for- maður landsmótsnefnd- ar GS, en eins og flest- um er kunnugt verður landsmótið í golfi haldið í Leirunni vikuna fyrir verslunarmannahelgi. Við fengum Loga í Frístundarviðtal og var hann fyrst spurður hvemig undirbúningurinn fyrir landsmótið gengi. „Við erum þrír í lands- mótsnefnd, ég, Kristján Einarsson og Ómar Jó- hannsson. Viðhöfumhaft með okkur verkaskipt- ingu og mun Kristján, sem án efa er fróðasti maður hér á landi um reglur í golfleik, verða yf- irdómari mótsins. Hlutverk okkar Ómars er að sjá um aðra hluti sem snúa að framkvæmd landsmótsins. Þeir eru töluverðir, því við búumst við miklum fjölda í Leir- una á meðan mótið stendur yfir, bæði kepp- endur og gesti. Fram- kvæmdir við völlinn, sem skartar nú 18 holum og er orðinn eitt mesta íþrótta- mannvirki landsins, eru á lokastigi og eins við nýtt glæsilegt klúbbhús. Allar þessar framkvæmdir og undirbúningur mótsins kostar auðvitað mikil peningaútlát. Þess vegna byggist okkar starf einnig mikið upp á því að fjár- magna starfið og skipu- leggja mótið þannig að það geti gefið okkur sem mestar tekjur, svo við getum staðið í skilum við okkar lánadrottna". Landsmótsblað En, Logi, hvernig er svona stórt mót fjármagn- að? „Það verður meðal ann- ars gefið út landsmóts- blað sem verður dreift í öll hús á Suðurnesjum og í alla golfklúbba landsins. í blaðinu verður lögð megin áhersla á að kynna landsmótið og golfklúbb- inn. Við erum þegar byrjaðir að safna auglýs- ingum í blaðið og vonumst eftir góðum undirtektum frá fyrir- tækjum og aðilum hér á Suðurnesjum“. Þú talar um stórt mót. Hvað búist þið við miklum mannfjölda í og í kringum mótið? „Keppendur verða á bilinu 250-300 manns, en meðtalið allt starfsfólk, gestir, áhorfendur og að- stoðarfólk keppenda þá gæti ég trúað því að mann- fjöldi hvern dag gæti orðið á bilinu 500-700 manns, jafnvel ennþá fleiri síðasta keppnisdag- inn. Með svona mikinn mannfjölda í Leirunni krefst þetta mikils skipu- lags. Veðrið getur spilað stórt í því eins og svo oft áður. Einnig hvernig spil- urunum mun ganga“. Eigið þið von á fólki frá landsbyggðinni sem mun dvelja hérna? „Já , það verður tals- verður hópur. Við höfum gert ráðstafanir í þeim efnum. Hótelin sem hér eru ný risin, Keflavík og Kristína, verða opin þessu fólki og einnig munu Vík- ingaferðir verða fólki úti um heimahúsaþjónustu. Það ætti því að verða nóg húspláss fyrir aðkomu- fólkið sem þar af leiðandi mun einnig komast á lokahófið, en það verður haldið í nýja klúbbhús- inu síðasta keppnisdag- inn, 2. ágúst“. Hvað stendur mótið lengi yfir? „Sjálft landsmótið hefst þriðjudaginn 29. júlí og lýkur 2. ágúst. Sunnudagur og mánu- dagur verða æfingadagar og jafnframt verður keppni Einherja seinni daginn. Þá keppa allir golfarar sem farið hafa holu í höggi, en þeir einir komast í Einherjaklúbb- inn eða grísapungaklúbb- inn, eins og við segjum stundum í gríni, sem ekki höfum náð þessum drauma áfanga“. Generalprufa í Hagkaup open „Generalprufan fyrir sjálft landsmótið verður helgina áður. Þá fer fram eitt stærsta golfmót sem GS heldur, Hagkaups- Stjómarbreyting hjá FR-2 Fimmtudaginn síðasta var haldinn aðalfundur FR deildar-2 , sem er félags- skapur talstöðvareigenda á öllum Suðurnesjum nema Grindavík. A fundinum var kosin ný stjórn og er hún þannig skipuð. Hálfdán Ingi Jensen, Innri- Njarðvík, formaður, en aðrir með- stjórnendur eru: Halldóra Ottósdóttir Innri-Njarð- vík, Guðmundur Sörens- son, Sandgerði, Sigurjón Skúlason, Garði og Hrafn Sveinbjarnarson, Innri- Njarðvík. Þau Halldóra og Guðmundur voru ekki i kjöri þar sem kjörtímabil þeirra var aðeins hálfnað. Litla Garðshornsættin úr Keflavík heldurættarmót dagana 11., 12. og 13. júlí í Brautartungu, Lundareykjardal í Borgar- firði. Nú mæta allir hressir og kátir. Allar upplýsingar í síma 93-2027 (Emelía), 93-1709 (Hinni) og 93-2534 (Hadda). Veiðidagur fjölskyldunnar Við bjóðum Suðurnesjamönnum til veiða í Seltjörn sunnudaginn 22. júní kl. 10-22. Stangaveiðifélag Keflavíkur open. Keppendur fá þá gott tækifæri til að kynn- ast vellinum. Eftir mótið er ekki óliklegt að línur skýrist hverjir muni berjast um sigurinn í landsmótinu. Það verður alla vega hægt að spá í hlutina". Klúbbhúsið vígt í Suðurnesjamótinu Hvernig gengur með framkvæmdir i nýja klúbb- húsinu? „Það hefur gengið mjög vel. Við hófum vinnu um hvítasunnu þó svo að end- anlega hefði þá ekki verið búið að ganga frá samn- ingum við landeigendur. Þeir voru svo velviljaðir að leyfa okkur að hefja framkvæmdir svo við hefðum möguleika á því að nota húsið í landsmót- inu. Er ég persónulega mjög þakklátur þeim fyrir þetta, og einnig sveitar- stjóra Gerðahrepps, því þessir dagar um hvíta- sunnuna voru okkur mikikvægir. Við fengum frábæra þátttöku félaga í sjálfboðavinnu og síðan hefur byggingarnefnd hússins fylgt eftirmeðfrá- bæru starfi. Að öllum lík- indum munum við taka húsið í notkun í meistara- móti klúbbsins í byrjun júlí. Hvort það verður full klárað get ég ekki sagt um að svo stöddu, en formleg vígsla verður þó örugglega fyrir lands- mót“. Vantar fleiri félaga Hvað með félagaíjölda í golfklúbbnum, með stóran völl og hús, - þurfið þið ekki marga félaga, fieiri en nú er? „Jú, jú, nú þurfum við fleiri félaga til að geta rekið klúbbinn sem skyldi. Á síðustu árum höfum við stækkað völlinn og erum að klára nýtt klúbbhús. Þetta kallar allt á meira fjármagn sem þýðir einfaldlega að við verðum að fá fleiri félaga. Það er næsta átak okkar, að auka við félagatalið. Við erum ekki hræddir við að það takist ekki, því íþróttin á vaxandi vinsældum að fagna. Byrjunin á þessu var að auglýsa byrjendanám- skeið þar sem tveir af okk- ar fremstu golfurum leið- beina fólki bæði um galdur íþróttarinnar og einnig golfsiði. Síðustu ár hefur straumurinn legið til okkar en vantað að fylgja því betur eftir. Þetta er tilraun okkar til þess að bæta úr því. Golf- íþróttin er fyrir alla ald- ursflokka, jafnt unga sem gamla. I Leirunni er að- staða fyrir eldra fólk og öryrkja sem stofnað hafa sér klúbb, svokallaðan púttklúbb. Golfið er ekki bara íþrótt sem kallar á hreyfingu, heldur og fylgir skemmtilegur félagsskapur og holl útivera. Það eru sumir farnir að kalla Leiruna heilsulind. Ég held að það sé ekki orðum aukið“. Að lokum? „Ég sagði það fyrr í vetur þegar samningar um landakaupin stóðu ✓ Stangveiðileyfi örfá veiðileyfi eru óseld í Hallá í Húnavatnssýslu. í Hallá er veitt á tvær stengur og gott veiðihús er á staðnum. Uppl. í síma 92-2888 á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 20-22. Stangveiðifélag Keflavíkur Við bjóðum til leigu ný sumarhús við Heiðarvatn í Mýrdal. Dvalartími 3, 4 eða 7 dagar. Innifalið í leigu er veiðiréttur fyrir þrjár stengur og afnot að bát. Uppl. í síma 92-2888 á mánudags- og fimmtudags- kvöldum kl. 20-22. Stangaveiðifélag Keflavíkur

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.