Morgunblaðið - 17.11.2015, Side 4

Morgunblaðið - 17.11.2015, Side 4
BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Félag lyfjafræðinga og samninga- nefnd ríkisins skrifuðu undir kjara- samning í húsakynnum ríkissátta- semjara, laust fyrir hádegi í gær. Enn er ósamið við nokkurn fjölda stéttarfélaga. Þar má nefna félög innan BSRB sem eiga ósamið við sveitarfélögin, félög í BHM sem gerðardómur náði ekki til, s.s. há- skólakennara og prófessora, félög verkfræðinga, tæknifræðinga og iðn- aðarmannafélögin og sjómanna- félögin innan ASÍ. Þá eiga sveitar- félögin eftir að semja við obba sinna starfsmanna. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að aðildarfélög BSRB væru öll búin að semja við ríkið. Þeir samningar væru ýmist í atkvæða- greiðslu eða kynningu. „Ekkert fé- lag innan okkar raða, sem semur við Samband íslenskra sveitarfélaga er búið að semja. Þau slitu samninga- viðræðum í síðustu viku, þannig að nú er ríkissáttasemjari kominn með stjórnunina á þeim viðræðum,“ sagði Elín Björg. Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofu- stjóri hjá ríkissáttasemjara, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væru margar deilur í meðförum ríkissáttasemjara nú, en mjög marg- ir funduðu í húsakynnum ríkissátta- semjara þótt kjaradeilum þeirra hefði ekki verið vísað til embættis- ins. Samflot þriggja hópa „Það eru þrír hópar sem funduðu hér í morgun, sem eru í sameiginleg- um viðræðum við sveitarfélögin: það eru bæjarstarfsmannafélögin, Starfsgreinasambandið og Flóa- bandalagið, sem vísuðu deilu sinni til ríkissáttasemjara fyrir helgina. Fundinum er lokið og hefur nýr fundur verið boðaður á miðvikudags- morgun,“ sagði Elísabet. Arna Jakobína Björnsdóttir, for- maður Kjalar, er formaður samn- inganefndar BSRB-félaga sem eiga ósamið við sveitarfélögin. Arna Jak- obína var í gær spurð á hverju strandaði þegar ljóst er að ríkið er að mestu búið að semja og allir sem að deilunni koma skrifuðu undir SA- LEK-samkomulagið, auk þess sem sveitarfélögin lýstu því á sínum tíma yfir að þau myndu fylgja samningum ríkisins. „Staðan er mjög flókin, vegna þess að SALEK-hópurinn kom þarna saman og ákvað að við hefðum svig- rúm frá nóvember 2013 til desember 2018 og setti vísitöluna á 132,“ sagði Arna Jakobína. Hún segir að það strandi á þessu, því haldið sé áfram að telja, m.a. starfsmatið sem um var samið, sem hafi bara verið launaleið- rétting sem hafi verið í vinnslu öll þessi ár. Verið að taka af okkur hækkun „SALEK-hópurinn ákvað að starfsmatið hjá okkur væri inni í þessu launaskriði sem við erum ekki tilbúin að sætta okkur við. Við segj- um á móti að við ætlum að sækja kjarabætur sem eru fyrir þetta samningstímabil. Með því að taka starfsmatið inn í er auðvitað verið að taka af okkur hækkun sem við telj- um okkur eiga rétt á,“ sagði Arna Jakobína. Hún sagði að dag yrði reynt að skilgreina reikniforsendur betur. Starfsmat ekki hluti af launaskriði  Lyfjafræðingar sömdu í gær við ríkið  Nýr sáttafundur í deilu BSRB og sveitarfélaga á morgun  Ekkert BSRB-félag hefur enn samið við sveitarfélögin, en kjarasamningum við ríkið er lokið Elín Björg Jónsdóttir Arna Jakobína Björnsdóttir 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 „Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun ennþá. Við höfum séð þessa nýju spá eins og allir og þetta er til skoð- unar,“ segir Birgir Björn Sig- urjónsson, fjár- málastjóri Reykjavíkur- borgar, í ljósi nýrrar verðbólgu- spár þjóðhagsdeildar Hagstofunnar fyrir næsta ár sem gefin var út 13. nóvember sl. Hún gerir ráð fyrir 3,8% verðbólgu á næsta ári, sem er nokkuð undir fyrri spá hennar upp á 4,5%. Eins og fram hefur komið hljóðaði verðbólguspá Reykjavík- urborgar upp á 4,9% fyrir næsta ár og er hún hærri en annarra grein- ingaraðila. Í samtali við Morgunblaðið 5. nóvember sagði Birgir Björn m.a. að litið hefði verið til þjóðhagsspár þegar spáin var gefin út. Málið yrði skoðað að nýju eftir að ný þjóð- hagsspá yrði birt. Spurður hvort leiða megi líkum að því að verð- bólguspá borgarinnar muni lækka í ljósi lægri verðbólguspár Hagstof- unnar þá segir hann of snemmt að segja til um það. „En auðvitað verð- ur horft á þessa nýju spá,“ segir Birgir Björn. Seinni umræða um fjárhagsáætlun borgarinnar fer fram 1. desember nk. Engin ákvörðun um breytta verðbólgu- spá hjá borginni Ráðhús Er nýrrar spár að vænta? SFR, Stéttarfélag í almanna- þjónustu, hefur samþykkt kjara- samning við ríkið sem undirrit- aður var 28. október síðast- liðinn, með yfirgnæfandi meirihluta. Atkvæðagreiðslu lauk um hádegið í gær, sam- kvæmt frétt á heimasíðu SFR. Já sögðu 92,36%, eða 2.213. Nei sögðu 139 eða 5,8%. Alls greiddu 2.396 atkvæði um samninginn eða rúmlega 60%. Samningur Sjúkraliðafélags Íslands og ríkisins var sam- þykktur með 96,25% atkvæða í síðustu viku. 92,36% samþykktu ATKVÆÐAGREIÐSLA SFR Skrifað var undir yfirlýsingu um aðgerðir í lofts- lagsmálum í Höfða í gær. Alls skuldbundu 103 fyrirtæki og stofnanir sig til að setja sér mark- mið og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Árangurinn verður mældur og upplýsingum um stöðu mála miðlað reglulega. Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, efndu til þessa samstarfs og markar undirskriftin formlegt upp- haf verkefnisins. Á myndinni bíða forsvarsmenn fyrirtækja í röð eftir að skrifa undir. Forystumenn 103 fyrirtækja skrifa undir yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum Morgunblaðið/Styrmir Kári Setja sér markmið og árangurinn mældur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hef- ur samþykkt að veita allt að 75% af- slátt af gatnagerðargjöldum til 1. júlí á næsta ári vegna byggingar nýrra húsa í þremur þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu Það eru Laugarás og Reykholt í Biskuptungum og Laug- arvatn. Áður hafði verið samþykkt að lækka þessi gjöld um 50% og nú bætist við fjórðungur frá upphaf- legum taxta. Byggingarhæfar lóðir bíða „Hér hefur sáralítið verið byggt síðustu árin svo nú vantar íbúðar- húsnæði. Það helst svo í hendur við að fyrirtækin á svæðinu vantar starfsfólk sem farið er að standa þeim fyrir þrifum,“ sagði Helgi Kjartansson, oddviti Bláskóga- byggðar, í samtali við Morgunblaðið. Í Bláskógabyggð hefur hámarkið á gatnagerðargjöldunum fyrir ein- býlishús verið um sjö milljónir króna. Nú er hins vegar sleginn helmingur af því svo taxtaverðið er 3,5 milljónir króna og svo bætist við afslátturinn sem gildir til næsta sumars. Reglan næstu mánuði er þá sú að aldrei þurfi að greiða meira en 1.750 þúsund krónur í gatnagerðar- gjöld fyrir einbýlishús. Húseigandi leigir svo lóðina til 50 ára af sveitar- félaginu, sem innheimtir lóðarleigu sem er ákveðið hlutfall af fast- eignamati. „Við þurfum fleiri í sveitina, fólk til starfa í fyrirtækjum, börn í skólana og svo framvegis. Hér helst allt í hendur og við urðum hreinlega að brjóta múrinn svo aftur sé farið að byggja. Þetta er líka innlegg til þess að lækka byggingarkostnað,“ segir Helgi Kjartansson sem bætir við að regla þessi gildi einnig um atvinnu- húsnæði, hesthús og fleira slíkt. Í dag búa um 100 manns í Laugar- ási, 236 í Reykholti og á Laugarvatni 163 og þá er ekki með í breytunni mikill fjöldi nemenda við skólana þar sem gerir staðinn enn fjölmennari. Á þessum þremur stöðum öllum eru byggingarhæfar lóðir sem sumar hverjar hafa verið tilbúnar frá því fyrir hrun. Framkvæmdir hefjist í vor „Þessi ákvörðun okkar um afslátt af gjöldum er greinilega að virka. Ég er að minnsta kosti meira í símanum en áður og margir sýna áhuga, til dæmis verktakar. Mér finnst senni- legt að einhverjir festi sér lóðir á næstu mánuðum sem þá gætu hafið framkvæmdir strax næsta vor,“ seg- ir oddvitinn að síðustu. Slá 75% af gatnagerðargjöldum Í Aratungu Helgi Kjartansson, odd- viti Bláskógabyggðar.  Bláskógabyggð býður ódýrar lóðir  Þurfum fleira fólk í sveitina, segir oddvitinn Menningarsetur múslíma á Íslandi fordæmir fortakslaust hryðju- verkaárásirnar í París síðastliðinn föstudag þar sem á annað hundrað manns létu lífið og fleiri særðust. Félagið er annað tveggja félaga múslíma á Íslandi og hefur aðsetur í Ýmishúsinu í Skógarhlíð. Segir í yfirlýsingu að grimmdar- verkin séu árás á siðferði og mennsku og tengist ekki guðlegum eða mennskum lögum. Engin ástæða eða orsök geti réttlætt morð á saklausu fólki. „Samkvæmt boði íslams jafn- gildir morð á saklausum manni því að hafa myrt allt mannkyn en bjargi maður lífi saklauss manns jafngildir það því að hafa bjargað öllu mannkyni [Kóran 5:32],“ segir í yfirlýsingunni. Bera þurfi kennsl á þá seku sem allra fyrst og sækja þá til saka. Hugur félagsins sé hjá fjöl- skyldum allra fórnarlambanna, ættingum þeirra og vinum. Fordæma árás gegn siðferði og mennsku

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.