Morgunblaðið - 17.11.2015, Síða 6

Morgunblaðið - 17.11.2015, Síða 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að endurskoðun á móttöku hælisleitenda og kvótaflóttamanna. Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri sambandsins, segir að nálgast þurfi reglur með opnum huga. Veita þurfi fólkinu sem besta þjónustu. Rekstur leikskóla og grunnskóla heyrir undir þjónustu sveitarfélaga. Nemendur af erlendum uppruna í grunnskólum og leikskólum landsins hafa aldrei verið jafn margir og er útlit fyrir að þeim muni fjölga frek- ar. Þannig fer nú saman straumur erlendra ríkisborgara til landsins, mikil fjölgun hælisleitenda og aukn- ing í komu kvótaflóttamanna. Frá ársbyrjun 2012 og til 30. sept- ember í ár hafa 5.984 fleiri erlendir ríkisborgarar flutt til landsins en frá því – þar af samtals 1.860 á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Hælisleitendum hefur einnig fjölgað mikið eins og sýnt er á grafi hér til hliðar. Á fyrstu tíu mánuðum ársins komu hingað 275 hælisleit- endur sem er met. Hælisleitendur eru til dæmis orðnir fleiri í ár en samtals árin fimm 2006-10, þegar hingað komu 240 hælisleitendur. Þá hefur ríkisstjórnin samþykkt að taka á móti 55 kvótaflóttamönn- um og er nú útlit fyrir að þeir komi í desember. Til samanburðar komu 39 kvótaflóttamenn til landsins 2010-15. Áshildur Linnet, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, sótti fund fé- laga Rauða krossins á Norðurlönd- um, sem fram fór í Kaupmannahöfn. Hún segir búist við áframhaldandi straumi flóttamanna og hælisleit- enda til Evrópu á næsta ári. Metfjöldi með erlendar rætur Það verður auðvitað að gera skýr- an greinarmun á hælisleitendum og flóttafólki annars vegar og innflytj- endum hins vegar. Á hinn bóginn munu börn kvóta- flóttafólks sækja íslenska skóla. Þá eiga börn hælisleitenda rétt á að sækja íslenska grunnskóla. Börn úr þessum hópum munu því þurfa aðstoð við nám eins og börn innflytjenda sem hingað koma. Hér fyrir ofan er graf sem sýnir fjölda nemenda í leikskólum og grunnskólum á Íslandi sem hafa er- lent ríkisfang. Þeir voru samtals 2.852 á síðasta skólaári – þar af 1.234 í leikskólum – og hafa aldrei verið svo margir. Þessi tala kann að fela í sér vanmat á fjölda barna í skólun- um sem eiga erlendar rætur. Þannig fengust þær upplýsingar frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborg- ar að 1.325 börn af erlendum upp- runa voru í leikskólum í borginni í fyrra. Margir buðu fram aðstoð Málefni flóttafólks voru í brenni- depli síðsumars þegar það hreyfði við mörgum að sjá myndir af flótta- fólki sem drukknaði í Miðjarðar- hafinu á leið sinni til Evrópu. Í kjölfarið buðust fjölmargir Ís- lendingar til að hýsa flóttafólk eða veita því aðstoð af öðru tagi. Fjöldi fólks bauð sig fram sem sjálfboðalið- ar hjá Rauða krossinum á Íslandi. Til tíðinda dró í þessum málum 1. september þegar ríkisstjórnin sam- þykkti á fundi sínum, að tillögu for- sætisráðherra, að setja á fót ráð- herranefnd um málefni flóttafólks og innflytjenda. Boðað var að nefnd- in ynni hratt og gerði tillögur innan tíðar. Rúmum hálfum mánuði síðar, eða 19. september, samþykkti rík- isstjórnin að verja tveimur milljörð- um króna til flóttamannamála. Einum milljarði á fjáraukalögum skyldi varið til móttöku flóttamanna hér á landi og í alþjóðlega aðstoð við flóttamenn og einum milljarði á fjár- lögum næsta árs. Það kom svo fram um miðjan október að Eygló Harðardóttir, fé- lags- og húsnæðismálaráðherra, hefði tekið boði sveitarfélaganna Ak- ureyrar, Hafnafjarðar og Kópavogs um að ganga til viðræðna um mót- töku fyrsta hóps flóttafólks sem ís- lensk stjórnvöld hyggjast bjóða til Íslands. Hinn 30. október var svo sagt frá því að flóttamannanefnd hefði lagt til að hingað til lands yrði boðið 55 flóttamönnum sem þá dvöldu í flóttamannabúðum í Sýrlandi. Hafnarfjörður leigir íbúðir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, segir sveitarfélagið hafa gert samn- ing við Útlendingastofnun vegna þriggja fjölskyldna hælisleitenda, alls 15 einstaklinga. Hafnarfjarðarbær hafi leigt þrjár íbúðir fyrir fjölskyldurnar. Þá verði börnunum fundið pláss í leikskólum og grunnskólum. Umsóknir þessara einstaklinga um hæli séu í vinnslu. Þeir hafa ekki stöðu flóttafólks. Rannveig segir Hafnarfjarðarbæ jafnframt munu taka á móti kvóta- flóttamönnum. Nú sé rætt um að bærinn taki á móti 17 af þeim 55 kvótaflóttamönnum sem eru á leið til landsins í desember. Kópavogsbær auglýsti bæði eftir íbúðum og starfsmanni vegna mót- töku flóttamanna og rann frestur fyrir hvoru tveggja út í fyrradag, 15. nóvember. Nokkrir höfðu samband vegna íbúða en 22 sóttu um starfið. Stóð til að ráða í stöðuna í vikunni. Karl Björnsson, framkvæmda- stjóri Sambands íslenskra sveitarfé- laga, segir sambandið hafa boðið fram þjónustu sína gagnvart sveitar- félögum sem vildu taka á móti kvóta- flóttafólki. Síðan hafi velferðarráðu- neytið valið úr Akureyri, Kópavog og Hafnarfjörð til að taka á móti fólkinu. Fulltrúar þessara sveitarfé- laga og sambandsins funduðu um stöðuna í gær. Karl segir unnið að niðurstöðu sem allir aðilar geta unað við. „Það standa yfir samningaviðræð- ur um hvernig eigi að standa að þessu, hvernig kostnaðarábyrgðin dreifist o.s.frv. Við höfum verið að leiða saman sveitarfélög og ráðu- neytið. Þannig að sambandið er auð- vitað í þjónustuhlutverki og reynir að tryggja að samræmis sé gætt.“ Kostnaðurinn ekki þekktur Karl segir sambandið ekki hafa tölur um kostnað sem af þessu hlýst fyrir sveitarfélögin. „Það er verið að skoða það og meta. Það er rætt um hvaða þætti þjónustunnar sveitarfélögin eiga að sjá um. Það er reynt að kostnaðar- meta þessa þætti og athuga hvort hægt er að semja um greiðslu ríkis- ins á þessari félagsþjónustu sveitar- félaga til lengri tíma en eins árs, svo dæmi sé tekið. Það eru ótal þjónustuþættir sem geta komið við sögu. Margir gagnast einni fjölskyldu en fáir henta þeirri næstu. Það er því snúið að greina þetta. Við höfum lagt áherslu á að það þurfi að samræma reglur eins og kemur fram í minnisblaði stjórnar sambandsins í september. Að gera ekki of mikinn greinarmun á hælis- leitendum og kvótafólki. Við teljum að það þurfi að sinna öllu þessu fólki jafn vel. Það þarf að aðlaga þjónustuna að þörfum hvers og eins. Þannig að þetta er mjög flókið. Það þarf að hlúa vel að þessu fólki og þjóna því vel.“ Spurður um skólamálin segir Karl að menn þurfi að „ganga opnir til verks og vera tilbúnir að endurskoða eldri reglur ef þær hafa ekki þjónað nógu vel markmiðum um góða þjón- ustu fyrir flóttafólk og hælisleitend- ur“. Auka þjónustu við hælisleitendur  Samband íslenskra sveitarfélaga undirbýr nýja umgjörð um móttöku á hælisleitendum og flóttafólki  Ekki verði gerður greinarmunur á hópunum  Metfjöldi nemenda með erlendan bakgrunn í skólum Morgunblaðið/Ómar Reykjavík Rauði krossinn spáir því að áfram muni margir flýja hörmungar og stríð og leita skjóls í Evrópu. Straumurinn kallar á margvísleg viðbrögð. Mótteknar umsóknir um hæli 2006-2015* 2006 20082007 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 300 250 200 150 100 50 0 **Til og með 31. október 2015. *Heimildir: Ársskýrslur Útlendingastofnunar 2008, 2009 og 2014 og svar stofnunarinnar við fyrirspurn blaðsins. 175 275** 39 42 73 35 51 76 118 172 Fjöldi barna með erlent ríkisfang í leikskólum og grunnskólum Á tímabilinu 2006 til 2015 Heimild: Hagstofa Íslands 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Grunnskólar 980 1.124 1.333 1.384 1.344 1.373 1.444 1.498 1.618 Leikskólar 318 367 581 629 711 863 1.031 1.147 1.234 Samtals 1.298 1.491 1.914 2.013 2.055 2.236 2.475 2.645 2.852 Breyting milli ára 193 423 99 42 181 239 170 207 Birtingu verði hraðað » Ásta M. Urbancic, fagstjóri menntamála hjá Hagstofunni, segir 15. október viðmiðunar- dag fyrir skil á gögnum um fjölda nemenda í grunnskólum. Viðmiðunardagur fyrir leikskóla sé 1. desember. » Stefnt sé að því að hraða birtingu allra talna um leikskóla og grunnskóla á næsta ári. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 Saltkaup ehf | Cuxhavengata 1 | 220 Hafnarfjörður Sími: 560 4300 | www.saltkaup.is Salt - Umbúðir - Íbætiefni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Rósa Ragnarsdóttir, lögfræðingur hjá Útlendingastofnun, segir samn- inga um nýtt húsnæði fyrir hælisleit- endur á lokastigi. Það sé viðbót við núverandi húsnæði. „Það þarf að bregðast við aukn- um fjölda hælisleitenda, þá fyrst og fremst með því að útvega húsnæði. Það er húsnæðisskortur á höfuð- borgarsvæðinu, þannig að þetta gengur hægt. Nú eru samningar á lokastigum sem munu leysa ýmis- legt en við getum ekki greint frá samningunum fyrr en búið er að klára þá og undirrita.“ Rósa segir aðspurð að 91 hælis- leitandi dvelji nú í Reykjavík og 75 í Reykjanesbæ. Þá muni Hafnar- fjörður taka við þremur fjölskyldum á næstu dögum eða um 15 manns. Fjallað er um nýjan samning Hafnarfjarðar í grein hér fyrir ofan. Rósa segir börn hælisleitenda eiga rétt á skólavist í grunnskólum. Fjölskyldurnar í forgangi „Skólamálin eru eitt af því sem við erum að vinna að. Það hefur ræst úr því. Það er alltaf grunnskilyrði að börnin fari í læknisskoðun og að at- hugað sé hvort þau eru með smit- sjúkdóm eða þess háttar. Þegar það liggur fyrir þarf að horfa til þess að það er erfitt að setja barn sem er í tímabundnu húsnæði í Hafnarfirði eða í Reykjavík í skóla, þegar það flytur fljótlega í Reykja- nesbæ. Fjölskyldurnar eru í for- gangi hjá okkur. Við reynum að finna varanlegt húsnæði fyrir þær sem fyrst,“ segir Rósa. Semja um nýtt húsnæði  Útlendingastofnun útvegar hælisleitendum húsnæði  Samningar á lokastigum  Bætist við núverandi húsnæði Morgunblaðið/Kristinn Útlendingastofnun Tryggja þarf hælisleitendum húsnæði á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.