Morgunblaðið - 17.11.2015, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Guðrún Björt Yngvadóttir hefur
boðið sig fram til alþjóðaforseta
Lions, fyrst kvenna í 100 ára sögu
félagsins. Framboð hennar hefur
samkvæmt upplýsingum frá Lions á
Íslandi vakið meiri athygli en ann-
arra frambjóðenda, bæði vegna kyns
hennar og þjóðernis, en til þessa
hafa einungis sjö alþjóðaforsetar
Lions komið frá Evrópu.
Talið er að Guðrún sé nokkuð
örugg um að verða kosin í embættið
í júní á næsta ári. Hefur hún nú þeg-
ar fengið opinbera stuðningsyfirlýs-
ingu. Er hún m.a. studd af alþjóða-
stjórn Lions, forsetateyminu og
ráðgjafarnefnd sem fór yfir og mat
ferilskrár 14 frambjóðenda. Hingað
til hefur sá sem fengið hefur slíkar
stuðningsyfirlýsingar hlotið kosn-
ingu á alþjóðaþingi, sem næst verð-
ur haldið í Japan í júní nk.
Alþjóðaforseti Lions er æðsti
embættismaður hreyfingarinnar,
andlit hennar og málsvari á alþjóða-
vettvangi. Svipuðu hlutverki gegna
fyrsti og annar varaforseti og fráfar-
andi forseti í þrjú ár; alls í samfellt
sex ár. Lions Clubs International
starfar í 210 löndum, í öllum heims-
álfum, með 1,4 milljónir félaga í
45.000 klúbbum.
Alþjóðaforseti og varaforsetar
skipta með sér að heimsækja þessi
210 lönd árlega, þannig að hver
þeirra kemur fram í mörgum tuga
viðburða á ári hverju. Alþjóðastjórn-
arfundir eru fjórir á ári, haldnir á
mismunandi stöðum í heiminum. Í
alþjóðastjórn eru 34 stjórnarmenn.
Starfsmenn skrifstofu eru yfir 300
og veltan yfir einn milljarður doll-
ara, eða um 130 milljarðar króna.
Markmið alþjóðastjórnar og al-
þjóðaforseta er að Lions endurspegli
samfélagið, að í Lions séu jafn marg-
ar konur og karlar. Í dag eru konur
um 30% félaganna á Íslandi og á
heimsvísu. Ætlunin er að fá enn
fleiri konur til liðs við félagsskapinn
og sem leiðtoga innan hreyfingar-
innar. Í því skyni er í gangi sérstakt
átak um allan heim er nefnist „Fleiri
konur í Lions“.
Á þessi mál verður lögð áhersla á
málþingi í Norræna húsinu á morg-
un, miðvikudag, milli kl. 16.30 og
18.30. Meðal fyrirlesara þar verður
Guðrún Björt, sem er í Lions-
klúbbnum Eik. Aðrir fyrirlesarar
eru Kristín Þorfinnsdóttir, Lkl.
Emblu, Camilla Th. Hallgrímsson,
Lkl. Eir, Margrét S. Björnsdóttir
frá stjórnmálafræðideild Háskóla
Íslands, Edda Ruth Hlín Waage,
Lkl. Seylu, og Hrund Hjaltadóttir,
Lkl. Fold. Málþingið er öllum opið,
innan sem utan Lions.
Í framboði til al-
þjóðaforseta Lions
Morgunblaðið/Eggert
Framboð Guðrún Björt Yngvadóttir hefur verið í forystusveit Lions-félaga
á Íslandi til margra ára. Nú stefnir hún á embætti alþjóðaforseta Lions.
Vilja fleiri konur í Lions Málþing
haldið í Norræna húsinu á morgun
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Gagnrýni SAMÚT, samtaka úti-
vistarfélaga, og fleiri aðila á nýsam-
þykkt náttúruverndarlög er á mis-
skilningi byggð að mati Höskuldar
Þórhallssonar, alþingismanns og for-
manns umhverfis- og samgöngu-
nefndar Alþingis.
Í fréttatilkynningu útivistarfélag-
anna segir að þær breytingar á nátt-
úruverndarlögum, sem Alþingi sam-
þykkti samhljóða fyrir helgi, skerði
almannarétt og umferðarrétt um
náttúruna. Er vísað til þess að í lög-
unum, sem samþykkt voru árið 2013,
hafi verið fólgin réttarbót fyrir úti-
vistarfólk hvað varðar umferð um
óræktað land. Nú sé útvistarfólk svipt
þessari réttarbót með öllu „og land-
eiganda gefin full heimild til að banna
gangandi fólki för um óræktað land á
landareign sinni,“ eins og segir orð-
rétt í fréttatilkynningu samtaka úti-
vistarfélaganna.
„Það sem við gerðum á Alþingi í
fullri samstöðu allra flokka var að
halda okkur við gildandi rétt á þessu
sviði. Breytingarnar 2013 höfðu ekki
komið til framkvæmda,“ segir Hösk-
uldur. „Við settum inn bráðabirgða-
ákvæði sem felur umhverfisráðherra
að skila tillögum um almannaréttinn
innan tveggja ára.“
Höskuldur segir að viðhorf á þessu
sviði, jafnt til almannaréttar sem um-
hverfisverndar almennt hér á landi,
hafi breyst mikið á undanförnum ár-
um vegna gífurlegrar fjölgunar er-
lendra ferðamanna og mikils álags á
viðkvæma náttúru landsins sem af
henni hafi leitt. Þingmenn hafi verið
sammála um að vanda þyrfti til verka
þegar um væri að ræða löggjöf sem
snerti stærsta atvinnuveg þjóðarinn-
ar, ferðaþjónustuna, og þar sem fjöl-
mörg álitamál væru til úrlausnar.
Samtök útivistarfélaga gagnrýna
einnig skilgreiningu nýju laganna á
óbyggðum víðernum. Þar sé nú tekið
fram að þau eigi að vera laus við vél-
knúna umferð. Þetta takmarki ferða-
lög á jeppum og vélsleðum.
Höskuldur segir að hér sé einnig
um misskilning að ræða að sínu mati.
Engin breyting sé gerð á skilgrein-
ingu óbyggðra víðerna frá gildandi
lögum.
Skilgreining, ekkert bann
„Í þeirri skilgreiningu sem er í lög-
unum felst ekkert bann. Öll umferð
um hálendið verður nákvæmlega hin
sama og verið hefur nema hvað það
eru skýrari ákvæði í nýju lögunum
um utanvegaakstur,“ segir hann.
Ennfremur hafi Alþingi veitt Um-
hverfisstofnun heimild til að loka við-
kvæmum svæðum, en að sjálfsögðu í
samráði við landeigendur og sveitar-
félög.
Tvö ár til að huga að almannarétti
Formaður umhverfisnefndar Alþingis hafnar gagnrýni SAMÚT og fleiri á nýju náttúruverndarlögin
Réttur til umferðar um náttúruna hinn sami og verið hefur Samstaða allra flokka um málsmeðferð
Almannaréttur
» Gildandi réttur til umferðar
um landið festur í sessi meðan
á endurskoðun stendur.
» Ráðherra á að skila tillögum
um almannarétt til náttúrunn-
ar innan tveggja ára.
» Full samstaða allra þing-
manna um málsmeðferð nátt-
úruverndarlaga.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi.
Almannaréttur Stóraukin fjölgun erlendra ferðamanna hefur vakið spurn-
ingar um hinn gamalgróna umferðarrétt almennings um náttúruna.
Z-Brautir og gluggatjöld
Faxafeni 14 - 108 Reykjavík - S. 525 8200 -
Opið virkadaga 10-18 - Laugardaga 11-18
Falleg og mjúk handklæði
í jólapakkann
Ný sending af handklæðum
Úrval - gæði - þjónusta
Einnig úrval
af pappadiskum,
glösum og servéttum
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • okkarbakari.is • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is
Rúmlega þrítugur karlmaður var
dæmdur í 14 mánaða óskilorðs-
bundið fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur á föstudag vegna of-
beldis sem hann beitti fyrrverandi
sambýliskonu sína, brot á nálgunar-
banni og fíkniefnabrot. Hann var
meðal annars ákærður fyrir að hóta
að klippa fingur af konunni og og að
stinga hana með sýktri sprautunál,
en sýknaður af þeim ákæruliðum.
Hann var sakfelldur fyrir að hafa
ítrekað barið konuna, slegið hana í
andlitið og misþyrmt henni á annan
hátt, jafnvel eftir að hún hafði fengið
nálgunarbann á hann.
Auk brotanna gegn fyrrverandi
sambýliskonunni var maðurinn sak-
felldur fyrir að ráðast á lögreglu-
mann, ölvunar- og fíkniefnaakstur
og vörslu á amfetamíni. Frá fangels-
isrefsingu mannsins dregst gæslu-
varðhald nær óslitið frá 10. júlí.
Dæmdur fyrir að
misþyrma fyrrver-
andi sambýliskonu