Morgunblaðið - 17.11.2015, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
AF ÖLLUM STÆRÐUM, HVORT SEM ER Í VEISLUSAL
OKKAR, Í AÐRA SALI EÐA Í HEIMAHÚSI
Veitingar af öllum
stærðum, hvort sem er í
veislusal okkar, í aðra sali
eða í heimahúsi.
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
Veislusalur okkar er bjartur og fallegur salur
á jarðhæð, gott aðgengi.
Öll þjónusta, kaffi og gos eru innifalin
í verði þegar erfidrykkja er í sal.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Alls hefur belgíska lögreglan nú
handtekið sjö manns í tengslum við
hryðjuverkin í París, talið er að allt
að 20 manns hafi tengst þeim með
einhverjum hætti. Ljóst er að
hryðjuverkahópurinn, sem nú þykir
ljóst að hafi verið gerður út af IS í
Sýrlandi og Írak, hafi notað Belgíu
sem miðstöð.
En hvers vegna Belgíu? Um hálf
milljón innflytjenda frá arabalönd-
um býr í Belgíu og margir við slæm
kjör. Ef miðað er við íbúatölu hafa
fleiri ungir menn, aðallega múslím-
ar, farið frá Belgíu en nokkru öðru
Evrópuríki til að berjast með IS. Fá-
tækrahverfin í Brussel eru mikil
gróðrarstía fyrir hvers kyns öfgar,
hatur og vonleysi. „Uppeldisstöð fyr-
ir ofbeldi“, þannig lýsir borgarstjór-
inn í Molenbeek hverfinu sem sagt
er að einkennist af atvinnuleysi og
þrengslum á heimilum araba úr röð-
um innflytjenda. Hvarvetna er ör-
væningarfullt, ungt fólk sem sumt
finnur sér samastað í heimi her-
skárra íslamista. En hverfi af þessu
tagi eru víða í borgum Evrópu, þau
skipta hundruðum.
Hvað gerir þá Molenbeek sér-
stakt? Bent er á að erfitt sé fyrir lög-
regluna að halda uppi eftirliti með
öfgahópum vegna þess að stjórnkerfi
Belgíu er óhemju flókið, lagskipt og
mikill rígur milli einstakra greina
þess, milli frönsku- og flæmskumæl-
andi manna. Auðvelt er fyrir íslam-
ista að fela sig í Molenbeek og slíkum
hverfum þar sem þeir eiga marga
sálufélaga og jafnvel ættingja.
Stór svartamarkaður með vopn
eins og sjálfvirka riffla af þeirri gerð
sem notaðir var í París er í Brussel.
„Hægt er að ná sér í herriffil fyrir
500-100 evrur á hálftíma,“ segir Bilal
Benyaich, liðsmaður hugveitunnar
Itinera sem hefur rannsakað út-
breiðslu öfgafulls íslams í Belgíu.
AFP
Leit Lögreglumenn í Brussel koma sér fyrir í varðstöðu í hverfinu Molenbeek í gær í tengslum við húsleit.
Íslamistahreiður
í úthverfi Brussel
Ráðherra segir að uppræta verði öfgahópa í Molenbeek
Boðar atlögu
» Charles Michel, forsætisráð-
herra Belgíu, segir að nær allt-
af séu tengsl við Molenbeek
þegar hryðjuverk séu könnuð.
» Hann segir að nú verði lagt
til atlögu við að hreinsa til í
hverfinu, finna öfgamennina
og stöðva þá.
Bandaríkjamenn juku enn þrýsting-
inn á liðssveitir Ríkis íslams, IS, í
Sýrlandi í gær er þeir gerðu loft-
árásir á hundruð tankbíla sem sam-
tökin nota til að smygla olíu frá land-
inu og selja á alþjóðlegum markaði.
Á sunnudagskvöld gerðu 12 fransk-
ar herþotur harðar á árásir á þjálf-
unarbúðir og skotfærageymslur í
Raqqa, aðalvígi og stjórnstöð IS í
Sýrlandi.
Olíusmygl er mikilvæg tekjulind
fyrir IS sem talið er að ráði yfir um
1.000 tankbílum. Fram til þessa hafa
Bandaríkjamenn forðast að ráðast á
bílana af ótta við að fjöldi óbreyttra
borgara myndi láta lífið. Könnunar-
flug með drónum hefur sýnt að not-
uð er sama bækistöðin áður en lagt
er upp í smyglferðir.
Reynt var að forðast manntjón í
gær með því að dreifa fyrst seðlum
úr lofti klukkustund fyrir árásina og
var bílstjórunum þar sagt að yfir-
gefa farartæki sín, að sögn New
York Times. Meira en 100 bílar eru
sagðir hafa verið eyðilagðir en
margir bílstjórar sáust flýja í tjald-
búðir sínar og ekki fer neinum sög-
um af mannfalli.
Árásir Frakka á sunnudag voru
gerðar í fullu samráði við Banda-
ríkjamenn sem fram til þessa hafa
annast megnið af þeim loftárásum
sem gerðar hafa verið á IS í Sýr-
landi. Ljóst er að sem stendur er
þrengt að IS á ýmsum vígstöðvum.
Fyrir fáeinum dögum tókst her-
mönnum Kúrda og Jazída að rjúfa
með aðstoð bandarískra herþotna
mikilvægan veg sem IS hefur notað
til að flytja liðsmenn og birgðir milli
Mósul, næststærstu borgar Íraks,
og Sýrlands. Daginn eftir tóku
Kúrdar og Jazídar síðan írösku
borgina Sinjar sem IS-liðar höfðu
haldið um langa hríð. kjon@mbl.is
Harðar árásir á
IS-menn í Sýrlandi
Loftárás á tankbíla í smyglferðum
Öflug vopn Bandarískar orrustu-
þotur á flugi yfir Sýrlandi.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams,
IS, hótuðu í gær að fylgja árásunum
á París eftir með tilræðum í Wash-
ington, höfuðborg Bandaríkjanna.
Manuel Valls, forsætisráðherra
Frakklands, sagði í gær að ljóst væri
að hryðjuverkin í París hefðu verið
skipulögð í Sýrlandi. En miðstöð
hópsins sem framdi þau virðist hafa
verið í Brussel. Svartur VW Polo-
bílaleigubíll Salah Abdeslam, eina
tilræðismannsins sem enn er talið að
gangi laus, fannst í París og sást í
Brussel og þrír ættingjar hans voru í
hópi þeirra sem handteknir voru í
gær.
27 ára gamall maður frá Belgíu,
Abaaoud Abdelhamid, er nú að sögn
Dagens Nyheter álitinn vera heilinn
á bak við hryðjuverkin í París og
hafa fjármagnað þau. Honum er lýst
sem einum af skelfilegustu böðlum
IS í Sýrlandi en þangað flúði hann,
sennilega í janúar. Hann var þá
grunaður um að vera að vera leiðtogi
belgísks hryðjuverkahóps sem ráð-
gerði umfangsmikla árás þar í landi.
Abdelhamid er eins og fleiri
þekktir hryðjuverkamenn frá út-
hverfinu Molenbeek í Brussel.
Leyniþjónustumenn hafa séð mynd-
skeið með manninum þar sem hann
ber illa útleikin lík í fjöldagröf í Sýr-
landi. Hann er sagður þekkja áður-
nefndan Abdeslam og hafa framið
með honum minniháttar afbrot 2011
og 2012.
Fundu mikið af vopnum
Franska lögreglan réðst að sögn
Valls til inngöngu á yfir 150 stöðum
víðs vegar í landinu í gærmorgun og
gerði húsleit þar sem vitað var um
öfgafulla íslamista. Að sögn BBC
fannst mikið af vopnum í aðgerð-
unum. Yfir 20 manns munu hafa ver-
ið handteknir. Valls sagði að Frakk-
ar berðust nú við „hryðjuverkaher“
fremur en afmarkaðan hóp. Víga-
mennirnir væru að undirbúa frekari
aðgerðir á næstunni og þá einnig í
öðrum Evrópulöndum. „Við notfær-
um okkur neyðarástandslögin til að
yfirheyra fólk sem tilheyrir hreyf-
ingu róttækra jihadista … og öllum
sem boða hatur á lýðveldinu,“ sagði
ráðherrann. „Við viljum ekki hræða
fólk en vara það við. Við munum
þurfa að búa við ógn hryðjuverka
um langt skeið.“
Francois Hollande forseti mun á
morgun kynna fyrir þinginu tillögu
um þriggja mánaða neyðarástand.
Skipulögð af al-
ræmdum böðli
IS hótar árásum í Washington
Böðull Jihadistinn Abaaoud
Abdelhamid er frá Brussel.
Viðvaranir
» Bandaríkjamenn vöruðu við
því í september að franskir ji-
hadistar í Sýrlandi væru að
undirbúa árás í heimalandinu. Í
kjölfarið gerðu Frakkar loftárás
á IS í Raqqa 8. október.
» AP segir að daginn fyrir
hryðjuverkin hafi íraska leyni-
þjónustan skýrt frá því að leið-
togi IS hafi gefið skipun um
skotárásir og gíslatöku í ríkjum
bandalagsins gegn IS.
Hryðjuverk í París