Morgunblaðið - 17.11.2015, Page 18

Morgunblaðið - 17.11.2015, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Íslendingumfinnst gjarn-an að hér á þessari friðsælu eyju fjarri átökum heimsins gildi önnur lögmál um viðbúnað og öryggi en annars staðar. Menn vilja trúa því að hér geti engir þeir atburðir gerst sem önnur ríki þurfa að þola, nú síðast Frakkland. Vonandi er það líka svo að Íslendingar þurfi aldrei sjálfir að glíma beint við slík voða- verk. Það breytir því ekki að um leið og menn vona það besta verða þeir að búa sig undir hið versta. Hryllilegar árásir Ríkis íslams á saklausa borgara í Frakklandi og víðar hafa vak- ið stjórnvöld hvarvetna til vit- undar um nauðsyn þess að vinna skipulega að því að efla öryggi landsmanna og gera það sem hægt er, innan þeirra marka sem réttarríkið setur, að tryggja að voðaverk verði ekki framin og að hægt sé að takast á við hryðjuverka- menn, áformi þeir eða geri árásir. Eftir nýjustu árásirnar í Frakklandi hittust íslenski forsætisráðherrann, innanrík- isráðherrann og ríkislög- reglustjórinn til að fara yfir og meta stöðuna. Ef marka má ummæli þeirra má reikna með frekari skoðun þessara mála og er full ástæða til. Í samtali við Morgunblaðið sagðist ríkislögreglustjóri hafa farið yfir með ráðherrum hvað helst þyrfti að gera og að nið- urskurður sem verið hefði í lög- gæslumálum væri efst á baugi í þeim umræðum. Fjölga þyrfti allverulega í lögregl- unni og styrkja þær einingar hjá embætti ríkislögreglu- stjóra sem koma að öryggis- málum. Á forsætisráðherra er að heyra að hann hafi skilning á þessu og hann bendir á að í nálægum löndum megi sjá „að öryggi er orðið dýrara en það var áður. Það getur verið að við þurfum líka að verja meira fjármagni til öryggismála“. Þegar hryðjuvekamennirnir höfðu framið illvirki sín í Par- ís á föstudagskvöld voru þús- undir hermanna kallaðar út til að auka öryggið. Íslenska lög- reglan getur ekki kallað út neitt viðbótarlið af því tagi verði verkefnið yfirþyrmandi. Þess vegna er enn brýnna hér á landi en annars staðar að lögreglan geti mætt þeirri ógn sem upp kann að koma og það verður ekki gert með veikburða lögregluliði þar sem allt er skorið við nögl. Fullur vilji er innan lög- reglunnar til að vinna að efl- ingu starfseminnar, en for- senda þess að svo megi verða er að skilningur ráðamanna á því verkefni komi fram í aukn- um fjárheimildum og öðrum nauðsynlegum stuðningi. Vonum það besta en búum okkur undir það versta} Styrkjum lögregluna Dagur íslenskr-ar tungu var í gær og voru þá veitt íslenskuverð- laun unga fólksins í níunda skipti. Töluð eru á milli sex og sjö þúsund tungumál á jörðinni. Færri en þrjú þúsund manns tala helming þeirra. Um 500 tungumál eru við það að deyja út og er talið að um helm- ingur þeirra tungumála, sem nú eru töluð, muni hverfa á næstu 50 til hundrað árum. Mælikvarðinn á heilbrigði tungumáls er ekki aðeins hversu margir tala málið, held- ur aldur málnotenda. Ef málið er hætt að skila sér á milli kyn- slóða er fátt til bjargar. Íslenska stendur traustum fótum. Útgáfa er með miklum blóma. Á hverju ári koma út mörg hundruð bækur á ís- lensku og sömuleiðis fjöldi blaða og tímarita. Rekinn er fjöldi sjónvarps- og útvarps- stöðva, stórra og smárra, þar sem töluð er ís- lenska. Hægt er að hafa málfar á horn- um sér og fárast yf- ir slettum en eng- um blöðum er þó um það að fletta að þar er töluð og skrifuð íslenska. Íslenska er töluð í skólum landsins (nema þá helst háskól- um) og skilar sér að mestu óbrengluð á milli kynslóða. Það gefur þó ekki tilefni til að sitja með hendur í skauti því að víða leynast ógnir og mikilvægi þess að hafa gott vald á móð- urmálinu verður seint ofmetið eins og Vígdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti og verndari íslenskuverðlauna unga fólks- ins, sagði í viðtali í Morg- unblaðinu í gær: „Fátt er mik- ilvægara hverjum einstaklingi en að ná góðum tökum á eigin tungumáli, geta tjáð sig í ræðu eða riti á sómasamlegan hátt og læra að njóta þeirra menning- arverðmæta sem sprottið hafa úr jarðvegi þess í aldanna rás.“ Mælikvarði á heil- brigði tungumáls er hvort það skilar sér milli kynslóða} Dagur tungunnar É g biðst fyrirfram afsökunar á greininni sem fer hér á eftir. Hún er nefnileg röfl yfir röfli um röfl, svokallað „röfl-ception“. Ég var búin að skrifa pistil dagsins í dag í höfðinu á mér þegar ég mætti til vinnu á mbl.is á föstudagskvöld. Ég hafði meira að segja hugsað mér að sitja örlítið lengur eftir vaktina og koma honum á blað og ég sat svo sannarlega lengur … miklu lengur, en af öðru og verra tilefni. Í gær varð mér ljóst að ég yrði að skrifa um París. Ef ég myndi halda mig við mitt upp- runalega efni myndu margir taka því sem svo að ég væri að hunsa voðaverkin, hefði yppt öxlum og haldið áfram. Svipaða hugsun hafa margir ef- laust upplifað þegar Facebook fylltist af fransk- fánuðum prófílmyndum, að ef þeir breyttu ekki um prófílmynd væru þeir ekki að sýna næga samkennd. Aðrir hafa tekið tækifærinu til að sýna samkennd með þessum hætti fagnandi. Þeir hafa fundið til vanmáttar gagnvart illskunni og valdeflt sig með því að sýna afstöðu sína opinberlega. Þeir vonast til að það að sjá Facebook fyllast af frönskum fánum geti gefið Frökkum einhverja huggun, jafnvel þótt aðeins væri í mýflugumynd. En svo tók við næsta stig, hópur sem benti réttilega á hversu sorglegt það væri að við sýndum ekki stríðs- hrjáðum ríkjum sem berjast við sömu öfgahópa á hverjum degi svipaða samstöðu. Og fyrr en varði fóru aðrir fánar að spretta upp á prófílmyndum. Þeir sem voru með stakan fána fengu „passive agressive“ skilaboð frá þeim sem voru með fjóra fána og þeir fengu síðan aftur að finna til eigin fáfræði frá fólki sem skellti átta löndum í myndina. Brátt fóru meðlimir fyrri hópsins að ókyrr- ast yfir því að verið væri að gefa í skyn að franskfánunin væri ekki snilld og skutu á hinn hópinn fyrir að vera leiðinlegir við sig. Hinn hópurinn skaut eflaust eitthvað á móti en þeg- ar þar var komið vorum við öll bara orðin að gömlum kalli að öskra á ský. Eins og samstarfskona mín orðaði það voru allir að metast um hver sýndi réttustu sam- stöðuna á prófílmyndunum sínum í staðinn fyrir að gera eða tala um eitthvað sem raun- verulega skiptir máli. Sama samstarfskona hefur það fyrir markmið að flettingarnar á fréttunum sem hún skrifar um sjálfsmorðssprengingar og önnur voðaverk utan vestursins verði jafnmargar þeim mannslífum sem voru tekin. Það markmið næst sorglega sjaldan. Elsku lesendur. Höfum prófílmyndirnar okkar í hvaða fánalitum sem við viljum en áttum okkur á því að við erum fyrst og fremst að gera það fyrir okkur sjálf. Skiptum máli með því að lesa fréttir af þeim aðstæðum sem flóttamenn flýja. Lesum, fáum aðra til að lesa og þrýstum þannig á fjölmiðla að gefa málaflokknum meira vægi og á yfirvöld að gera eitthvað í málunum. annamarsy@mbl.is Anna Marsibil Clausen Pistill Röfl yfir röfli um röfl STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Reykjavíkurborg býðurborgarbúum nú upp áþann valkost að pantagrænar tunnur undir plast til endurvinnslu og hafa, frá því í október síðastliðnum, rúmlega 300 pantanir borist um slíkar tunnur, en í þær má setja bæði mjúkt plast, s.s. plastpoka, plastfilmur og bóluplast, og hart plast, s.s. plastbakka, frauð- plast og plastumbúðir utan af hreinsiefnum og matvöru. Græna tunnan fær með þessu nýtt hlutverk þar sem hún var áður undir blandaðan úrgang, en losuð sjaldnar en sú gráa. „Við höfum að undanförnu unnið að því að skipta þeim tunnum út og munum við koma með aðra tunnu sem hentar þeim sem eru með lítið magn af blönd- uðum úrgangi,“ segir Eygerður Margrétardóttir, deildarstjóri um- hverfis- og úrgangsstjórnunar Reykjavíkurborgar, í samtali við Morgunblaðið, og vísar í máli sínu til svonefndrar spartunnu. Er sú nokk- uð mjórri en hefðbundin tunna og tekur 120 lítra í stað 240. Gjald og hirða breytist Íbúum í höfuðborginni stendur nú til boða val um fjórar tunnur, en auk spartunnunnar og þeirrar grænu eru í boði gráa tunnan fyrir blandaðan úrgang og bláa tunnan fyrir pappír. Í hana má m.a. setja drykkjarfernur, pappakassa, um- búðapappa og dagblöð. Frá og með næstu áramótum verður gráa tunnan undir blandaðan úrgang hirt á 14 daga fresti, líkt og í flestum öðrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu, í stað 10 daga. Er þetta meðal annars gert til þess að mæta þeirri rúmmálsminnkun sem söfnun plasts í grænu tunnuna mun leiða af sér. Bláa tunnan undir papp- ír og pappa verður hirt á 21 dags fresti að jafnaði, í stað 20 daga líkt og nú er, og græna tunnan undir plast verður einnig sótt á 21 dags fresti í stað 28 daga. Gjaldskrá vegna sorphirðu í Reykjavík hefur samhliða þessu ver- ið endurskoðuð og mun hún einnig taka breytingum um komandi ára- mót. Þannig mun, samkvæmt fyr- irliggjandi tillögu að gjaldskrá, græn tunna, sem nú kostar 4.800 krónur, hækka í 8.400 krónur og verður los- unartíðnin örari, blá tunna hækkar úr 6.700 krónum í 8.500 krónur, grá tunna lækkar úr 21.600 krónum í 21.300 krónur og spartunnan hækk- ar úr 10.800 krónum í 11.800 krónur. Urða yfir 3.600 tonn af plasti Alls féllu til 18.085 tonn af blönduðum úrgangi frá heimilum í Reykjavík árið 2014. Um 20% efnis í blönduðum úrgangi í gráu tunn- unum er plast og má því ætla að ríf- lega 3.617 tonn af plasti hafi verið urðuð í Álfsnesi í fyrra. Reykvík- ingar hafa verið iðnir við að flokka pappír að undanförnu og verði flokk- un plasts sambærileg og pappírs, þ.e. um 60%, mun magn plasts sem skilar sér til endurvinnslu verða 1.520 tonn umfram það sem nú er. „Ef við horfum svo á þann ár- angur sem náðst hefur með bláu tunnunni má nefna að fyrir það átak var pappír um 27% efnis í blönduðum úrgangi. Þetta hlutfall hefur nú minnkað niður í um 11%,“ segir Eygerð- ur og bætir við að endur- vinnsla plasts kemur í veg fyrir sóun á orku og auðlind- um og er flokkun og skil til endurvinnslu ein af forsend- unum fyrir því að minnka úr neikvæðum áhrifum plasts á umhverfið. „Best er þó að haga innkaupum sínum með það í huga að draga úr plast- notkun heimilisins,“ segir hún. Sorphirða borgarinn- ar tekur breytingum Morgunblaðið/Kristinn Rusl Íbúar í Reykjavík geta nú valið um fjórar tegundir af tunnum, þ.e. græna, bláa og tvær útfærslur af gráu tunnunni, allt eftir þörfum. Reykvíkingar hafa verið iðnir við að flokka, meðal annars pappír og pappa undanfarin ár, en á heimasíðu Reykjavíkurborgar kemur fram að verulega hafi dregið úr blönduðum úrgangi frá heimilum eða úr 233 kg á íbúa árið 2006 í 149 kg á íbúa árið 2014. Er þetta 36% minnkun úr- gangs. Þá hafa kannanir einnig sýnt að um 52% borgarbúa vilja meiri þjónustu við flokkun á skil á endurvinnsluefnum við heimili sín, jafnvel þótt þeir þurfi að greiða sérstaklega fyrir þá þjón- ustu. Finna má allar helstu upplýs- ingar um tunnurnar fjórar sem Reykjavík- urborg býður íbúum upp á á vefsíðunni ekk- irusl.is en þar má að auki leggja inn pöntun fyrir tunnum. Meirihluti vill geta flokkað 36% MINNI ÚRGANGUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.