Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 17.11.2015, Qupperneq 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015 Íslenzk tunga er alltaf að breyt- ast. Sífellt eykst fjöldi erlendra orða, sem slett er í hana. Þeir, sem síður vilja sletta, taka sér stundum fyrir hendur að íslenzka útlend orð og verða oft til hinar verstu afbögur. Í dag ætla ég að benda á eina þeirra. Oft sést í fjöl- miðlum sögnin „að eyrnamerkja“. Ýmsir spekingar tala um, að það þurfi að eyrnamerkja svo og svo margar milljónir fyrir eitt eða annað verkefni. Þeir þýða hér ensku sögnina „to earmark“, sem hægt er að fletta upp í Ensk- íslenzkri orðabók Arnar og Örlygs frá 1984: „earmark – 1. eyrna- mark, mark. 2. merki, einkenni. Sögn: 1. marka (bústofn) á eyrum. 2. leggja til hliðar til tiltekinna nota.“ Sem sagt, spekingarnir ættu að nota þau orð og orðtök, sem fyrir eru í okkar ástkæra máli. Í staðinn fyrir að eyrna- merkja milljónirnar, gætu þeir bara einfaldlega lagt þær til hlið- ar. Það var alltaf gert hér áður fyrr og reyndist vel. Þórir S. Gröndal. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Að eyrnamerkja Bitið aftan? Er hægt að eyrna- merkja fé í tvennum skilningi? Nýleg stýrivaxta- hækkun Seðlabankans setti umræðugusu af stað um réttmæti hækkunarinnar. Seðla- bankastjóri kvað hana nauðsynlega því verð- bólga væri á næsta leiti, en góðvinur minn, Þor- steinn Sæmundsson, hélt hins vegar þrumu- ræðu á Alþingi þar sem hann mótmælti henni harðlega. Ég skil orð Más seðla- bankastjóra sem svo að nú vilji bank- inn verða á undan til að mæta væntri verðbólgu, gagnstætt því sem gerðist á árunum fyrir hrun þegar stýri- vaxtahækkanir bankans reyndust frekar elta verðbólguferilinn en vera á undan honum. Að mínu mati er sannleikurinn sá að stýrivextir eru frekar haldlítið vopn í baráttu við verðbólguna. Hærri stýrivextir leiða til hærri út- lánsvaxta á óverðtryggðum lánum en hafa lítil áhrif á verðtryggða vexti, en húsnæðislán eru enn að stórum hluta verðtryggð. „Leiðslan“ – ef svo má að orði komast – milli stýrivaxta og verðbólgu er of löng og ótrygg. Hærri stýrivextir ættu að slá á eftirspurn, minnka þrýsting í efnahagslífinu og þar með verðbólguþrýsting. Við höf- um slæma reynslu af því í aðdrag- anda hrunsins að þetta gerðist ekki svona. Hækkandi stýrivextir drógu hverfult skammtímafjármagn inn í landið sem komst í umferð hér innan- lands, hækkaði gengið, jók innlent lánsfjárframboð og skapaði þar með falska velmegun sem síðan gerði hrunið enn meira en hefði þurft að vera. Hækkandi stýrivextir draga nú þegar verulegt spákaupmennsku- fjármagn inn í landið. Hægt er að stemma stigu við þessum vanda með því að leggja á vaxtamunarskatt, svo- kallaðan Tobinskatt, en það er skatt- ur á skammtímafjármagnshreyfingar milli landa. Slíkur skattur myndi fæla spákaupmenn frá því að elta vaxta- mun milli Íslands og annarra landa og verja þannig gengi krónunnar fyrir fals- áhrifum skammtíma- fjármagns. Fjármagn til lengri tíma, bæði inn og út, yrði undanþegið þessum skatti. Seðlabankastjóri ýjaði að því í nýlegri ræðu að til greina kæmi að leggja slíkan skatt á. Nú er nauðsyn að þver- pólitísk sátt náist um málið. Þegar nýjustu lögin um Seðlabanka voru sett 2001 var áhersla lögð á að stýri- vextir yrðu höfuðvopn Seðlabanka við stjórn peningamála. Bankanum var sett það meginhlutverk að kljást við verðbólgu, ekki að halda uppi hag- vexti eða atvinnu, svo sem tekið er fram í skýringum með frumvarpi til laganna. Þar með var farið að ráði annarra landa sem notuðu stýrivexti sem aðaltækið í peningamálum. Hætt var við að nota bindiskyldu sem meiriháttar tæki, þótt enn séu í gildi ákvæði um heimild til þess. Á tímabili var bindiskyldan afnumin með nær öllu en nú hefur Seðlabankinn þó hert bindiskylduna, varlega þó, þar sem ekki sér enn fyrir endann á afnumi fjármagnshafta. Þá er einnig brýn nauðsyn á að setja skýr mörk milli innlánsbanka og fjárfestingarbanka. Þetta skildu Bandaríkjamenn í kreppunni á fjórða áratugnum þegar þeir settu bankalög (síðar nefnd Glass-Steagall-lögin) þar sem bankar voru látnir byggja útlán sín á innlánum en aðrar fjár- málastofnanir gátu tekið lán til end- urlána. Því miður voru þessi lög af- numin að verulegu leyti 1999 sem nú eru talin mistök, því fjármálakreppu Bankaríkjanna má að nokkru leyti rekja til þess að lögin voru afnumin. Við megum læra af þessu að bankar búa við ákveðna ríkisbakábyrgð og því verður að setja þeim skorður til að hafa stjórn á starfsemi þeirra. Fjárfestingarbankar og -sjóðir búa ekki við sömu ríkisbakábyrgð, en engu að síður verður að setja þeim ytri mörk þannig að þeir keyri ekki efnahagslífið aftur í þrot með gáleys- islegum erlendum lántökum og fjármálagerningum. Það sama gildir einnig um orkufyrirtæki er voru vog- uð í að taka lán til skemmri tíma og nýta til fjárfestinga til mjög langs tíma. Þegar fjármagnskreppan skall á lentu þessi fyrirtæki í erfiðleikum sem þau eru enn að vinna úr. Það skal ítrekað, að eiturpeðið sem olli hruninu var einmitt hin aðhalds- litla peningapólitík. Viðskiptabank- arnir voru dýrkaðir sem guðir á upp- gangsárunum fyrir hrun og ekkert mátti stugga við hagsmunum þeirra. Þeir fóru langt fram úr sér á þeim ár- um, eins og rakið er rækilega í rann- sóknarskýrslunni. Í maímánuði 2008 var haldin mikil mærðarráðstefna í Kaupmannahöfn þar sem bönkunum var hampað fyrir víkingaútrásina. Hinn velmeinandi forseti okkar var tældur til að taka þátt í þessu hópefli, illu heilli, og því verður seint gleymt. Síðar kom í ljós að stóru bankarnir voru á sama tíma að berjast í bökkum og gerðu það þá að aðalverkefni sínu að verja hluta- bréfaverð sitt með vafasömum fjár- málagerningum. Nokkrir menn sitja nú í fangelsi fyrir. Nú ríður á að gera ekki aftur sömu mistökin. Taka verður peninga- pólitíkina föstum tökum. Stjórnvöld verða að vera tilbúin þegar gjaldeyr- ishöftum lýkur til að stjórna krónunni styrkri hendi og nota til þess tól sem bíta. Af lestri Peningamála Seðla- bankans og af ræðum seðla- bankastjóra má ráða að bankinn er mun meira vakandi nú fyrir gangi efnahagsmála en hann var fyrir hrun. En hann ræður ekki öllu. Alþingi þarf að athuga sinn gang, aðskilja innláns- stofnanir frá fjárfestingarstofnunum og koma á vaxtamunarskatti. Peningamálastefna Seðlabankans Eftir Björn Matthíasson » Alþingi þarf að athuga sinn gang, aðskilja innlánsstofn- anir frá fjárfestingar- stofnunum og koma á vaxtamunarskatti. Björn Matthíasson Höfundur er hagfræðingur. „Ég veit ekki af hvers konar völdum / svo viknandi ég er …“ Þannig er upphafið á ljóðinu Lorelei eftir Heine í íslenskri þýð- ingu. Þegar Krýsuvík- urvegurinn var lagður fyrir þremur aldar- fjórðunum söng Lárus Ingólfsson í gaman- vísum: „Ég veit ekki af hvers konar völdum / sá vegur lagður er …“ Þetta á vel við um nýja Álftanesveginn sem var dásamaður í texta undir loftmynd í Morgun- blaðinu á dögunum. Einkum voru þrjú atriði, sem áttu að réttlæta þessa vegagerð: 1. Gamli vegurinn þoldi ekki lengur hina miklu umferð. Það var og er rangt; umferðin var og er minni en helmingur af þeim 15 þúsund bílum sem miðað er við sem hámark fyrir veg með eina akrein í hvora átt. 2. Vegurinn var svo óskaplega hættulegur. Rangt; þegar ákvörðunin um að leggja nýjan Álftanesveg var tekin voru 22 sam- bærilegir vegarkaflar á höfuðborg- arsvæðinu hættulegri en Álftanes- vegurinn, miðað við fimm ár, 2007-2011, samkvæmt viðurkenndu mati, sem beitt er á slysatíðni vega í Evrópu. En Reykjavíkurþingmenn samþykktu samt að ekkert yrði gert af þessu tagi í Reykjavík fram til ársins 2020. 3. Stórkostleg byggð væri að byrja að rísa á þessu svæði. Jæja? Ekki sjást þess merki. Og þegar ekið er framhjá Prýðishverf- inu sjást sömu íbúðarhúsin enn jafn- auð og þau voru eftir hrunið. Hvað um það, nú er nýi vegurinn kominn og í Evrópu eru kröfurnar um bíla og vegi þær að hvort tveggja fái helst fimm stjörnur og ekki minna en fjórar. Ólafur Kr. Guðmundsson, sem hefur einhverja mestu þekk- ingu Íslendings á öryggismálum vega og umferðar, hefur gert úttekt á nýja Álftanesveginum og niður- staðan er sú, að hann rétt slefar í þrjár stjörnur. Slíkir vegir eru ekki lengur gerðir í Evrópu. Og ekki bara það. Hann er jafnvel hættu- legri en gamli vegurinn var, hvað þá ef sá gamli hefði verið lagfærður fyrir brot af því fjármagni sem nýi vegurinn hefur kostað. Og þetta er aðalatriði málsins, samanburðurinn í mati á öryggi þessara tveggja vega. En hvernig má þetta vera? Það get- ur hver maður skoðað sjálfur með því að aka báða vegina. Nýi veg- urinn er rúmlega tveir kílómetrar en af þeirri vegalengd eru 1.100 metrar sam- felld blindbeygja á leið- inni úteftir, en hvorki meira né minna en 1.500 metra samfelld blindbeygja ef ekið er inneftir. Tvær blind- beygjur á gamla veg- inum voru samanlagt næstum helmingi styttri en þessi eina langa blindbeygja á nýja veginum. Af hverju er blindbeygjan með heilli óbrotinni línu svona löng á splunku- nýjum vegi sem lítur svona vel út úr lofti? Jú, úr lofti sést ekki að veg- urinn er mikið niðurgrafinn og afar stutt frá vegarbrún út í hart hraun- stál. Á gamla veginum lentu menn hins vegar úti á túni ef þeir óku út af. Nýi vegurinn líkist frekar göng- um en vegi og útsýnið af þessum langa kafla er ekkert til hvorugrar handar. Þarna á eftir að verða snjó- söfnun í miklum hríðarveðrum. Lík- legt má telja að þetta sé lengsta blindbeygja á Íslandi. Ef einhver telur sig vita um lengri blindbeygju lýsi ég eftir henni. Á nýja veginum eru aðeins 100 metrar með óbrotinni línu, sem táknar að það megi aka fram úr í báðar áttir. Á gamla veg- inum er óbrotin lína margfalt lengri. Eftir að nýi vegurinn er kominn hef- ur leiðin út á Álftanes ekki styst, heldur lengst um 100 metra vegna þess að nú þarf að aka í gegnum stórt hringtorg en það þurfti ekki þegar gamli vegurinn var notaður. Í þetta rugl og eyðileggingu á stór- merku hrauni, bæði af söguminjum og jarðminjum, var hent vel á annan milljarð króna á sama tíma sem þarfari vegabætur í landi Reykja- víkur voru og eru látnar sitja á hak- anum. Það er því ekki að undra að rödd Lárusar heitins Ingólfssonar syngi í hausnum á manni eftir að hafa ekið nýja veginn nokkrum sinn- um: „Ég veit ekki af hvers konar völdum sá vegur lagður er …“ Lýst er eftir lengri blindbeygju á Íslandi Eftir Ómar Ragnarsson Ómar Ragnarsson » Sá nýi er blindari en sá gamli, svo niður- grafinn að hann líkist meira göngum en vegi. Kostaði meira en millj- arð en þarfari fram- kvæmdir látnar bíða. Höfundur varð hraunavinur 6-9 ára í Kaldárseli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.