Morgunblaðið - 17.11.2015, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
Guðmundur Eggert Finnsson viðburðastjóri er sextugur í dag.Hann sá nýlega um Kötlumót, sem er kóramót Sambandssunnlenskra karlakóra. „Í því tóku þátt 14 kórar plús einn
gestakór, í kringum 500 karlar. Svo var ég viðloðandi 17. júní-
hátíðahöldin í Reykjavík frá 1979 til 2012.“
Guðmundur er fæddur og uppalinn á Skólavörðustíg, „Svo bjó ég
lengi í Vesturbænum en er fluttur upp í fjöllin í Kópavogi.“ Hann er
menntaður í leikhústækni og leiksviðsstjórn frá Bretlandi. „Svo klár-
aði ég diplóma í viðburðastjórn í Háskólanum á Hólum og stunda
meistaranám á Bifröst og er á síðustu metrunum þar.
Áhugamálin eru þetta hefðbundna; fjölskyldan og útivist, hef verið
duglegur í hjólreiðum um Reykjavík og kringum Reykjavík. Ég hjól-
aði mikið sem krakki og tók aftur upp á þessu fyrir 20 árum. Það er
orðið mjög vinsælt að hjóla núna og mikil traffík á hjólastígunum.“
Eiginkona Guðmundar er Guðrún Þorvaldsdóttir, móttökustjóri hjá
Röntgen Domus. Börn þeirra eru Jóhanna Kolbrún, bókari hjá Ný-
herja, Guðmundur Snær, umbrotsmaður hjá Fréttatímanum og nemi í
grafískri hönnun í Listaháskóla Íslands, og og Sævar Steinn, sem er
líka nemi í grafískri hönnun í Listaháskólanum. Barnabörn Guð-
mundar og Guðrúnar eru þrjú, Tómas Snær Guðmundsson, Anna
Guðrún Guðmundsdóttir og Guðrún Hörn Benediktsdóttir. „Svo er ör-
stutt í fjórða barnabarnið og ég bíð spenntur eftir því.“
Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Maður verður í rólegheitum með
fjölskyldunni.“
Við Lambafellsgjá Guðmundur í gönguferð á Reykjanesinu.
Bíður spenntur eftir
fjórða barnabarninu
Guðmundur Eggert Finnsson er 60 ára í dag
M
agnús fæddist í
Reykjavík 17.11.
1935 og ólst þar
upp. Fyrstu árin bjó
hann í húsi foreldra
sinna við Hörpugötu, rétt við flug-
völlinn: „Í stríðinu var húsið rifið að
kröfu breska hernámsliðsins og
flugvöllurinn stækkaður. Það var
mikið búferlarask þegar tvær götur,
milli þess sem síðar var kallað Litli-
og Stóri-Skerjafjörður, hurfu undir
flugbrautina sem nú liggur að Suð-
urgötunni. Fjöldi timburhúsa sem
þarna stóðu var fluttur inn í Laug-
arnes en steinhúsin rifin. Við flutt-
um inn í Laugarneshverfi og þar átti
ég heima til fullorðinsára.“
Að loknu námi í Laugarnesskól-
anum fór Magnús í Kvöldskóla
KFUM og Iðnskólann í Reykjavík,
jafnframt því sem hann lærði raf-
virkjun hjá Vilberg Guðmundssyni í
Segli. Síðan stundaði hann fram-
haldsnám í rafmagnsdeild Vélskóla
Íslands og rafmagnstækninám í
Tækniskóla Kaupmannahafnar og
lauk prófum 1964. Hann stundaði
síðar nám í rekstrar- og viðskipta-
greinum við Endurmenntunar-
stofnun HÍ 1992-94.
Magnús starfaði á háspennuverk-
stæði og á verkfræðideild Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Hann
kenndi um skeið rafmagnsfræði í
Vélskóla Íslands og starfaði hjá Raf-
tækjasmiðju Ólafs Tryggvasonar.
Hann varð rafveitustjóri við Raf-
veitu Akraness 1968 og gegndi því
starfi til 1974. Þá var hann ráðinn
bæjarstjóri á Akranesi næstu fjögur
árin og endurráðinn 1978-82. Að því
Magnús Oddsson, fyrrv. bæjarstjóri á Akranesi – 80 ára
Fjölskyldan Magnús og Svandís og í sófanum Pétur, Svandís Erla, Magnús Árni, Ágúst Logi og Ingibjörg Eydís.
Lentu í sex daga stríðinu
Í Egyptalandi Magnús og Svandís við píramída, rétt fyrir Sex daga st́ríðið.
Kolbrún Halla Snorradóttir, Matthildur Veiga Björgvinsdóttir, Kolbrún Ása
Snorradóttir og Kristófer Andri Jóhannsson bjuggu til bókamerki og seldu hvert
á 50 krónur. Afrakstur sölunnar, 4.370 krónur, gáfu þau Rauða krossinum.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
• Glerhandrið
• Glerhurðir
• Speglar
• Glerveggir
• Málað gler
• Tvöfalt gler
• Sturtuklefar
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is