Morgunblaðið - 17.11.2015, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2015
hvers verðlaunaféð verði nýtt, en
segir ekki útilokað að hann muni
lengja í fyrirfram skipulagðri leik-
húsferð til London sem hann hyggst
fara í með eiginkonu sinni og börnum
í desember nk. „Markmiðið er að sjá
a.m.k. eina sýningu á dag. Þetta er í
fyrsta skipið í lengri tíma sem ég
kemst í svona vettvangsferð, því við-
veran í leikhúsinu er það mikil yfir
veturinn. Þetta árið er ég ekki í jóla-
sýningunni og ætla því að skjótast út
þegar hlé verður á sýningum á Heim-
komunni og Hróa hetti,“ segir Ólafur.
Yljar um hjartarætur
„Þessi viðurkenning er staðfesting
á því að það sé tekið eftir því sem
maður er að gera og að það skipti
máli,“ segir Marta Nordal og bætir
við: „Það yljar manni um hjartaræt-
ur að fylgja í fótspor þeirra flottu
listamanna sem þegar hafa hlotið
þessa viðurkenningu og vera hluti af
þeirri hefð sem komin er frá frú Stef-
aníu, þessari flottu konu. Mér þykir
mjög vænt um þessa viðurkenningu
og er mjög upp með mér, því ég átti
ekki von á þessu,“ segir Marta og
tekur fram að viðurkenningin sé
mikil í ljósi þess að vitað sé að stjórn-
in velji styrkþegana af mikilli kost-
gæfni.
Aðspurð segist Marta ekki búin að
ákveða hvernig hún hyggist nýta
styrkféð. „En auðvitað væri gaman
að nýta það í ferðalag til að efla sig
sem listamann,“ segir Marta og legg-
ur áherslu á hversu mikilvægt sé að
listafólk geti eflt sig í starfi með því
að fara utan og skoða hvað vel sé gert
þar og spennandi.
Morgunblaðið/Golli
Viðurkenning Ólafur Egill Egilsson, Marta Nordal og Edda Björg Eyjólfsdóttir tóku við Stefaníustjakanum í gær.
„Guðjón Friðriksson hefur með verkum sínum markað
eftirminnileg spor í íslenska bókmenntasögu og breytt
viðmiðum okkar í ritun sagnfræði og ævisagna. Aðferð
hans er oft á tíðum sú að sviðsetja atburði og með því
móti tekst honum að gæða frásögnina lífi svo minnir
helst á spennandi skáldverk þótt aldrei sé slakað á
fræðilegum kröfum. Stíll Guðjóns er þróttmikill og fág-
aður í senn, ljóðrænn og skáldlegur, en umfram allt ein-
staklega læsilegur og heillandi. Það má telja víst að
Jónas Hallgrímsson hefði kunnað að meta þannig stíl-
brögð,“ segir m.a. í rökstuðningi ráðgjafarnefndar dags
íslenskrar tungu til mennta- og menningarmála-
ráðherra um Guðjón sem hlaut Verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar 2015. Nefndin var að þessu sinni skipuð
Gerði Kristnýju sem var formaður, Aðalsteini Ásberg
Sigurðssyni og Gunnþórunni Guðmundsdóttur.
Sérstaka viðurkenningu fyrir stuðning við íslenska
tungu hlaut Bubbi Morthens. „Hann hefur alla tíð lagt
áherslu á vandaða textasmíð á kraftmikilli íslensku,
hvort heldur sem hann hefur sungið um verbúðarlífið,
ástina eða brýn samfélagsmál. […] Áhrif Bubba á aðra
tónlistarmenn eru óumdeilanleg og hafa þau án efa
orðið mörgum hvatning til að syngja líka á íslensku,“
segir m.a. í rökstuðningi.
„Jónas hefði kunnað að meta þannig stílbrögð“
RÖKSTUÐNINGUR RÁÐGJAFARNEFNDAR MENNTAMÁLARÁÐHERRA UM VERÐLAUNAHAFA
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Bubbi Morthens tónlistarmaður
hlaut sérstaka viðurkenningu í gær
fyrir stuðning sinn við íslenska tungu
og þakkaði hann fyrir sig með því að
flytja lag af væntanlegri plötu sinni,
18 konur.
Bubbi segir viðurkenninguna hafa
komið sér á óvart líkt og aðrar við-
urkenningar sem hann hafi hlotið á
tónlistarferli sínum. „Þessi kom mér
skemmtilega á óvart en ég hef frá
fyrstu tíð hvatt tónlistarmenn til að
syngja á íslensku og vera ekki
hræddir við tungumálið. Þegar ég
kom fram á sjónarsviðið árið 1980
héldu ofurgáfaðir, innan gæsalappa,
menntakarlar ráðstefnu í Háskóla Ís-
lands um að ég væri hættulegur ís-
lenskri tungu. Það urðu gríðarlega
miklar umræður um þetta og skrif í
fjölmiðlum,“ segir Bubbi. Menn hafi
enda lengi óttast tungumálið, verið
hræddir við að tala ekki fallega ís-
lensku og geta ekki skrifað hana full-
komlega.
„Fyrst og fremst er tungumálið
hreyfiafl, sílifandi og endalaust að
byltast, breytast og endurnýjast. Það
er nú kannski fegurðin við íslenska
tungumálið, það er stöðugt í deigl-
unni og endalaust verið að búa til og
henda út, koma með nýjar merking-
ar, henda út gömlum o.s.frv.,“ segir
Bubbi og bendir því til dæmis á ís-
lenska rappara. Þeir séu óhræddir
við að leika sér með tungumálið,
brjóta reglur og fara út fyrir kass-
ann. „Ég hef kannski ekki endilega
sjálfur verið í þeim kassa, þar sem
formið er öllu yfirsterkara, en mér
þykir vænt um þetta. Það er gott og
gaman að einhver sjái að maður hafi
verið að gera þetta og gott fyrir hé-
gómann líka,“ segir Bubbi um við-
urkenninguna.
Hvað stöðu íslenskunnar varðar
segir Bubbi einna brýnast að íslenska
tölvu- og snjalltækjamál.
„Ef við tökum ekki þann slag er
hreinlega ekki víst að íslenska verði
töluð eftir hundrað ár,“ segir hann.
Miklu máli skipti að glata ekki tungu-
málinu. „Tungumálið gerir okkur að
því sem við erum, það er gott að eiga
handritin og hefðina. Hefðin er nauð-
synleg, það er engin framtíð ef þú
getur ekki litið til baka.“
Vann með konum að 18 konum
Bubbi er afkastamikill að vanda,
gaf í haust út sína fyrstu ljóðabók,
Öskraðu gat á myrkrið og næsta
hljómplata hans, 18 konur, er full-
kláruð. Bubbi vann eingöngu með
konum að gerð hennar og fjalla lögin
að stórum hluta um konur.
„Þetta er blanda af pönki, rokki og
smá „folk“. Þetta er mjög hrá plata,
mjög hörð og það var ferlega gaman
að vinna hana með þessum stelpum,“
segir hann. Hvað útgáfuna varðar
segir Bubbi að til greina komi að gefa
plötuna eingöngu út á netinu en einn-
ig komi til greina að gefa hana líka út
í takmörkuðu upplagi á vínyl og
geisladiskum.
Tungumálið er hreyfiafl
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Viðurkenning Bubbi þakkaði fyrir sig í gær með því að flytja lag af næstu
plötu sinni, 18 konur, sem hann vann eingöngu með konum.
Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.
Billy Elliot (Stóra sviðið)
Fös 20/11 kl. 19:00 Lau 28/11 kl. 19:00 Lau 12/12 kl. 19:00
Lau 21/11 kl. 19:00 Fim 3/12 kl. 19:00 Lau 26/12 kl. 19:00
Sun 22/11 kl. 19:00 Fös 4/12 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 19:00
Fös 27/11 kl. 19:00 Fös 11/12 kl. 19:00
Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 20/11 kl. 20:00 10.k Fös 11/12 kl. 20:00
Lau 5/12 kl. 20:00 Fös 18/12 kl. 20:00
Kenneth Máni stelur senunni
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Sun 22/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Sun 27/12 kl. 13:00
Sun 29/11 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 13:00
Sterkasta stelpa í heimi kemur aftur
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 20/11 kl. 20:00 Fös 27/11 kl. 20:00
Lau 21/11 kl. 20:00 Lau 28/11 kl. 20:00
Sýningum fer fækkandi
Sókrates (Litla sviðið)
Lau 21/11 kl. 20:00 14.k Lau 28/11 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00
Sun 22/11 kl. 20:00 15.k Fös 4/12 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 20:00
Mið 25/11 kl. 20:00 Lau 12/12 kl. 20:00 Sun 27/12 kl. 20:00
Trúðarnir hafa tekið yfir dauðadeildina
Vegbúar (Litla sviðið)
Mið 18/11 kl. 20:00 14.k Sun 29/11 kl. 20:00 aukas. Fim 10/12 kl. 20:00
Fim 19/11 kl. 20:00 15.k Mið 2/12 kl. 20:00 Fim 17/12 kl. 20:00
Fim 26/11 kl. 20:00 16.k Fim 3/12 kl. 20:00 Þri 29/12 kl. 20:00
Fös 27/11 kl. 20:00 17.k Sun 6/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Mávurinn (Stóra sviðið)
Fim 19/11 kl. 20:00 Sun 29/11 kl. 20:00 Fim 10/12 kl. 20:00
Fim 26/11 kl. 20:00 Sun 6/12 kl. 20:00 Sun 13/12 kl. 20:00
Takmarkaður sýningartími
Hystory (Litla sviðið)
Þri 24/11 kl. 20:00 allra
síðasta sýn.
Allra allra síðasta sýning
Og himinninn kristallast (Stóra sviðið)
Mið 2/12 kl. 20:00 Lau 5/12 kl. 20:00
Inniflugeldasýning frá Dansflokknum
65 20151950
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 21/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 31.sýn Mið 30/12 kl. 19:30 38.sýn
Sun 22/11 kl. 19:30 28.sýn Sun 6/12 kl. 19:30 32.sýn Lau 2/1 kl. 15:00 39.sýn
Fim 26/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 11/12 kl. 19:30 35.sýn Lau 2/1 kl. 19:30 40.sýn
Lau 28/11 kl. 19:30 29.sýn Lau 12/12 kl. 19:30 36.sýn Sun 10/1 kl. 19:30 41.sýn
Sun 29/11 kl. 19:30 30.sýn Mið 30/12 kl. 15:00 37.sýn Fim 14/1 kl. 19:30 42.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Móðurharðindin (Kassinn)
Fös 20/11 kl. 19:30 30.sýn Lau 28/11 kl. 19:30 31.sýn Lau 5/12 kl. 19:30 32.sýn
Gamanleikur um samskipti móður og barna og harkaleg átök kynslóðanna.
Heimkoman (Stóra sviðið)
Fös 20/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 4/12 kl. 19:30 12.sýn
Fös 27/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 13/12 kl. 19:30 13.sýn
Meistaraverk Nóbelsskáldsins Pinters.
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Fim 19/11 kl. 19:30 6.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 8.sýn Mið 9/12 kl. 19:30 10.sýn
Lau 21/11 kl. 22:30 7.sýn Mið 2/12 kl. 19:30 9.sýn Fim 10/12 kl. 19:30 11.sýn
Sprellfjörug gleðisýning fyrir alla fjölskylduna!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 28/11 kl. 13:00 Sun 6/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 11:00
Lau 28/11 kl. 14:30 Sun 6/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 13:00
Sun 29/11 kl. 13:00 Lau 12/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 14:30
Sun 29/11 kl. 14:30 Lau 12/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 11:00
Lau 5/12 kl. 11:00 Lau 12/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 13:00
Lau 5/12 kl. 13:00 Sun 13/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 14:30
Lau 5/12 kl. 14:30 Sun 13/12 kl. 13:00
Sun 6/12 kl. 11:00 Sun 13/12 kl. 14:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins komið í sölu 11 leikárið í röð.
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Lau 26/12 kl. 19:30
Frumsýning
Fös 8/1 kl. 19:30 4.sýn Sun 17/1 kl. 19:30 7.sýn
Sun 27/12 kl. 19:30 2.sýn Lau 9/1 kl. 19:30 5.sýn
Sun 3/1 kl. 19:30 3.sýn Lau 16/1 kl. 19:30 6.sýn
Eitt af meistaraverkum 20. aldarinnar
(90)210 Garðabær (Kassinn)
Lau 21/11 kl. 19:30 aukasýn Sun 22/11 kl. 19:30 7.sýn Mið 25/11 kl. 19:30 9.sýn
4:48 PSYCHOSIS (Kúlan)
Lau 28/11 kl. 17:00 9.sýn Sun 29/11 kl. 17:00 10.sýn
DAVID FARR