Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1986, Síða 5

Víkurfréttir - 28.08.1986, Síða 5
VÍKUR-fréttir Fimmtudagur 28. ágúst 1986 5 Tónlistaskótí - rétt eða rangt? ATVINNA Nú á tímum ritdeilna og blaðaskrifa um ómerkileg- ustu mál sé ég mér leik á borði og tek penna í hönd. Ástæðan er sú að fyrir nokkrum vikum birtist í þessu ágæta blaði klausa um stafsetningu skiltisins sem fast er utan á Tónlist- arskólanum í Keflavík. Þar stendur „Tónlistaskóli Keflavíkur" og hefur staðið þar í nokkur ár. en nú skýst fram á ritvöllinn „athug- ull“ bæjarbúi og bendir okkur hinum á að þetta sé vitlaust skrifað, þarna eigi að standa „Tónlistarskóli Keflavíkur" með „erri“. Og það sem meira er, hann kennir fráfarandi meiri- hluta bæjarstjórnar Kefla- víkur um. Ja héma og fussum svei. Eldur í bíl Á föstudag kom upp eldur í mælaborði bifreiðar einnar í Sandgerði. Var slökkvilið Miðneshrepps kallað út og slökkti það eldinn á skammri stund. -epj. í fyrsta lagi er alls ekki rangt að skrifa Tónlista- skóli í stað Tónlistarskóli. Það hef ég fengið staðfest af Orðabók Háskólans. Hitt er annað mál að venjan er sú að nota „errið“ þó svo að það sé ekki gert þarna. I- öðru lagi tel ég það ekki vera hlutverk meirihluta bæjarstjórnar að fylgjast með þessu heldur skóla- stjóra eða forstöðumanns viðkomandi stofnunar. Fráfarandi meirihluti hefur undanfarinn vetur stutt skólann vel og dyggilega og á þakkir skildar fyrir það. í þriðja lagi býð ég umræddan borgara vel- kominn niður í skóla hvenær sem er og þar getur hann lesið önnur gögn skól- ans og ef til vill fundið staf- setningar- eða stafsetninga- villur í þeim. Að lokum vil éggeta þess að skólinn mun í framtíð- inni heita Tónlistarskólinn í Keflavík og mun skiltið þvi verða tekið niður fljótlega og annað sett upp í staðinn með réttu nafni. Virðingarfyllst, Kjartan Már Kjartansson skólastjóri. Óskum að ráða bensínafgreiðslumann að Shell-stöðinni, Fitjum, Njarðvík. Um fast starf er að ræða.. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgeiðslu. Fjölbrautaskóli Suóurnesja ÚTBOÐ Viðbygging - Jarðvinna - Sökklar Fjölbrautaskóli Suðurnesja óskar hér með eftir tilboðum í byggingu sökkla og tilheyrandi jarðvinnu, vegna viðbyggingu við húsnæði skólans. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræði- stofu Suðurnesja, Hafnargötu 32, Keflavík, gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju- daginn 2. sept. 1986 kl. 16.00 Fjölbrautaskóli Suðurnesja. Presidential praise for formerNATO Base Fire Chief CJitor s notoi PrcsUcn! RonalJ Pctgin scnt itns to PnsrJcnt v>gd>s Finnóogad'ótir upon tt>* dcath cf Sre/on Ctntsson, formor M TO 6ase FSr* Cfuof, I W4»t yvu to kiw)w thit frieiids or 3v*tn?> rinkssoft throoflhout tb* Unlted St*tos wer* shocked «nd ore*tly siddeneð by his sudðen ocath. frorc öoston. n»ií., whcrc ho *8s appomted *n t(onor*ry Citiren for his coitfributlon* to fíre s*f*ty, fis Honoluiu, H*w#ll. where he asslsted in a protect for coolíno #nd controllthg thc flow of Isva, Svctnn’s passmg is moiirned. A iiian honored by both our sovernmentii, he *lll oe remembered fcr brmgm$ our countrles closer tooether. we wtll aiwavs bc grateful for hia 3b ycars of failhfu! sorvice m tho teuso of poace and freedom. lh« woild is « belter place beteuse uf Sveinn Eiriksson, and he wil) be sorely mtased. Bréf Bandaríkjaforseta til forseta íslands í „Hvíta Fálkanum“. Bréf frá Regan til Vigdísar -við fráfall Svems Eiríkssonar í nýlegu hefti „Hvíta Fálk- ans“, blaðs varnarliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, birtist bréf sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti sendi Vig- dísi Finnbogadóttur, forseta íslands, við fráfall Sveins Ei- ríkssonar fyrrum slökkviliðs- stjóra á flugvellinum. í bréfinu kemur m.a. fram að fréttin um hið skyndilega fráfall Sveins hafi vakið mikla sorg meðal vina hans um öll Bandaríkin. í framhaldi af þvi er minnst á viðurkenn- ingar honum til handa, afrek hans í starfi og framlag hans til eldvamarmála. Ennfrem- ur segir að Sveins verði minnst fyrir það að færa ísl- minnst fyrir það að færa ís- lensku og bandarísku þjóð- imar nær hvor annarri og hans sé sárt saknað. gæi. GRINDAVÍK - GARÐUR - NJARÐVÍK - ERTU FÆDD/UR 1959 OG VARST í GAGNFRÆÐASKÓLA KEFLAVÍK- UR? - LÁTTU ÞÁ SJÁ ÞIG Á GLÓÐINNI 5. SEPT. KL. 22 ÞÁTTTAKA TILKYNNIST FYRIR 1. SEPT. HJÁ EFTIRTÖLDUM: Björk - Sími 4448 í Keflavík Jóhann - Sími 1190 í Njarðvík Margrét - Sími 8595 i Grindavík Emma - Sími 1636 í Keflavík oo KEFLAVÍK - GRINDAVÍK - GARÐUR ■* Bætt þjónusta í betri búð Opið mánudaga - föstudaga kl. 9-22 laugardaga kl. 10-22 og sunnudaga kl.10-20 KAUPFÉLAG SUÐURNESJA FAXABRAUT 27 - Keflavík - Sími 1506

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.