Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1986, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 28.08.1986, Blaðsíða 16
VÍKUR-fréttir 16 Fimmtudagur 28. ágúst 1986 íþróttir—- NJARÐVÍ KING- AR KOMNIR í FALLSÆTI -eftir 3:1 tap gegn Einherja á Njarðvíkurvelli Njarðvíkingar eru nú komnir í bullandi fallhættu í 2. deild. Þeir eiga ólokn- um þremur leikjum og eru í , næstneðsta sæti með 14 stig. Isfirðingar eru næstir fyrir ofan með 15. Um helgina léku Njarð- víkingar á heimavellLgegn Einherja frá Vopnafirði. Leikurinn var-mjog:mikil- vægur í fallbaráttunni og ætluðu Njarðvíkingar sér j ekkert annað en sigur. Þeir mættu ákvéðnir til leiks og voru 1:0 yfir í hálfleik. \ Helgi Arnarson skoraði ‘ markið seint í hálfleiknum. í síðari hálfleik fengu Njarðvíkingar tvö upplögð tækifæri í röð til að auka muninn, en í bæði skiptin hafnaði knötturinn í mark- súlunni. Strax eftir þessi dp,uðafæri UMFN náðu Einherjár að jafna. Var þá sem allur vindur færi úr Njarðvíkingum, þeirgáfust upp og Einherjar bættu við tveimur mörkum. Lokatöl- ur leiksins urðu því 3:1. Það er ljóst að ef Njarð- víkingar ætla ekki að leika í 3. deild að ári þá mega þeir bæta sig svo um munar. Það eru ennþá eftir þrír leikir og allir möguleikar á að halda sætinu í 2. deild. g æ i Njarðvíkingar fengu upplögð tækifæri til að gera út um leikinn í byrjun síðari hálfleiks. Hér vter markvörður Einherja boltann í slá. ljósm.-gkv. Púttklúbbur Suðumesja: Spennandi keppni Meistarakeppni Púttklúbbs Suðurnesja var haldin á púttvell- inum í Leiru ekki alls fyrir löngu. Spennandi keppni varð í öllum flokkum. Úrslit urðu þessi: Eldri flokkur: 1. Vilhjálmur Halldórss., Garði 2. Jóhann Friðriksson, Keflavík 3. Ragnar Magnússon, Grindavík . Vngri flokkur: 1. Jori Hannesson, Keflavík 2. Jón Kr. Olsen, Keflavík 3. Jón Kristinsson, Keflavík Kvennaflokkur: 1. Hrefna Sigurðard., Keflavík 2. Þuríður G. Agústsd., Grindav. 3. Alice Fossádal, Grindavík Keppnisstjórar voru þeir Ketill Vilhjálmsson og Vilberg Þorgeirs- son. -pket. Lausar stöður Nokkrar stöður lögreglumanna eru lausar til umsóknar. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögreglu- þjónum og lögreglustjórum um land allt. Umsóknir ásamt tilskyldum fylgiskjölum skulu hafa borist skrifstofu minni eigi síðar en 15. september n.k. LÖGREGLUSTJÓRINN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI, 20. ágúst 1986 Steini bakari bætir sífellt „vínarbrauðum“ í hatt sinn. Ér nú kominn í meistaraflokk og er efstur í stigakeppninni BAKARINN EFSTUR -í stigakeppni Golfklúbbs Suðumesja - Hafsteinn bestur í Póseidon- mótinu - Síðasta mótið á sunnudag Þorsteinn ,,bakari“ Geir- harðsson er efstur í stiga- keppni Golfklúbbs Suður- nesja að loknum sjö mót- um. Þorsteinn hefur aldrei æft betur enda er hann nú að sjá árangur strangra æf- inga og er kominn í meist- araflokk, með sex í forgjöf. Aðeins einu stigamóti er ólokið og verður það næsta sunnudag, Olís-mótið og hefst kl. 10. Urslit í síðustu þremur stigamótum hafa annars verið þessi: Undrahringur------- nýliðans Hörkukeppni varð í fimmta stigamóti Golfklúbbs Suður- nesja. Fjórir urðu efstir og jafnir án forgjafar á 74 högg- um, þeir Sigurður Albertsson, Björn V. Skúlason, Þorbjörn Kjærbo o^ Páll Ketilsson. Ár- angur á siðustu holunum var látinn ráða verðlaunaröð. Þá varð röðin eins og á undan er talið. Með for^jöf sigraði Páll Gunnarsson a 60 höggum nettó, 50-39=89. Hörkuhring- ur hjá stráknum sem er nýbyrj- aður í íþróttinni. „Gamall“ jaxl, Sævar Sörenson, lék einn- ig vel og varð annar á 63 og þriðji varð Páll Ketilsson á 66 nöggum nettó. —Jón bestur--------- með forgjöf Þorsteinn Geirharðsson og Sigurður Sigurðsson háðu hörku baráttu um 1. sætið án forgjafar í 6. stigamótinu. Þeirri baráttu lauk með jafn- tefli, báðir léku á 75 höggum. Þegar síðustu þrjár holurnar voru taldar hafði bakarinn bet- ur en það skal athugað að Siggi lék á meistara-teigum en Þor- steinn á klúbbteigum. Þriðji var gamli refur, Sigurður Al- bertsson, sem heldur betur hefur látið í sér heyra í sumar, - leikið vel. Hann var á 78 högg- um. Með forgjöf var Jón Sveinsson bestur á 67 höggum, annar varð Guðmundur Mar- geirsson á 69 og Helgi Hólm priðji á 71. ~~Hafsteinn sló öllum við í Póseidon-mótinu Það urðu heldur betur ó- vænt úrslit ísjöundastigamót- inu, POSEIDON-mótinu, sl. sunnuda^. Hafsteinn Sigur- vinsson ur 1. flokki varð best- ur án forgjafar, lék á 77 högg- um. Þorsteinn Geirharðsson var næstur ásamt Sigurði Al- berts á 78 högj»um. Með for- gjöf var Jón Palmi Skarphéð- insson hlutskarpastur á 66 höggum. Jón Sveinsson varð annar á 69 og Þorgeir Þorst- einsson þriðji á 70. Verslunin PÓSEIDON gaf elæsileg verðlaun í mótið. Aukaverð- laun voru fyrir fæst pútt og næst holu á 16. flöt. Þau fyrr- nefndu féllu í skaut Hafsteins, hann púttaði aðeins 28 sinnum á 18 holunum. Seinni verð- launin hirti lögreglustjórinn Þorgeir Þorsteinsson. Hann var 2,88 m. frá „gömlu Stínu“ eins og sumir segja. Fyrir bragðið getur Þorgeir boðið Stínu sinni falleg föt frá Pó- seidon eða fengið sér tískuföt sjálfur. Jöfn keppni---------- Eins og áður segir er Þor- steinn Geirharðsson efstur í stigakeppninni. Hann er með 23,5 stig, næstur er Sigurður Albertsson með 22,5, þriðji er Íón Sveinsson með 21,5 og jórði Páll Gunnarsson með 18,5 stig. Baráttan verðu því i al- gleymingi næsta sunnudag í síðasta mótinu. Á morgun föstudag verður ,,Pour Homme" mótið, 18 holur með og án forgjafar í Leiru. Mótið er fyrir GS og GK fél- aga. -pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.