Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 28.08.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 28. ágúst 1986 VÍKUR-fréttir TIL ANNARRA LANDA • Verð flugfarseðla til félagsmanna F.f.B. • Dagsetning verðskrár: 25. ágúst 1986. • Verð eru án flugvallarskatts. TIL NORÐURLANDA: Þórshöfn (frá Egilsstöðum) ....... 7.900 Þórshöfn (frá Reykjavík) ......... 9.900 Osló .............................. 13.300 Kaupmannahöfn .................... 14.400 Stokkhólmur ....................... 16.600 Helsinki ......................... 25.900 TIL ANNARRA EVRÓPULANDA: Amsterdam ......................... 14.900 Hamburg ........................... 15.500 Frankfurt ........................ 16.100 Munchen ........................... 17.700 London ........................... 13.100 Glasgow ........................... 11.400 Luxembourg ....................... 12.600 Gefn .............................. 16.600 Zurich ............................ 16.900 Saltzburg ........................ 15.800 París ............................ 17.500 Brussel .......................... 19.900 TIL ÁSTRALÍU og ASÍULANDA: Bangkok ....................... 47.700 Peking .......................... 58.800 Nýja-Dehli ...................... 45.500 Hong Kong ....................... 49.800 Jakarta/Bali .................... 49.900 Kuala Lupur/Penang ............... 55.900 Seoul ........................... 59.900 Singapore ....................... 49.900 Teipei .......................... 53.300 Tokyo/Osaka ..................... 59.800 Manila ........................... 49.900 Perth ........................... 59.600 Sidney/Perth/Brisbane ............ 64.800 Leitið upplýsinga. Þú sparar fé i F.f.B. Ferðaskrifstofa FÍB Borgartúni 33, Reykjavík Sími 91:29999 ATVINNA Óskum eftir vönu starfsfólki í snyrtingu og pökkun. Góð laun í boði fyrir gott fólk. Fiskverkunin ARNARNES Básvegi 1, Keflavík - Sími 4584 PÓSTUR og SÍMI KEFLAVÍK Óskar eftir skrifstofumanni á símaskrif- stofu nú þegar. Upplýsingar gefnar á skrifstofu Pósts og síma í Keflavík. Stöðvarstjóri orðvar. ------ Höfuðverkur Halldórs Selurinn, þessi fallega og rennilega skepna, með mannsaugun var stolt íslenskra sam- göngumála meðan Sæmundur fróði notaði hann í snattferðir milli landa hér áður fýrr, en svo komust flugfelögin í þann bisness. Þá varð selurinn nytia- og hlunnindadýr íandeig- enda um langt skeið og tilheyrði þá landbún- aðarráðuneytinu. Um íað leyti sem selkjöts-át >eið lægri hlut fyrir íamborgara- og kjukl- ingastöðum, sem spruttu upp á öðru hvoru götuhomi, og ullariðnaðurinn komst í tísku, kom Birgitta Bardot fram á sviðið og bannfærði alla sela- drápara og friðaði þar með alla selaheims- byggðina. Síðan hefur selurinn verið vanda- mál, sem étur í ró og næði helminginn af fiskinum við landið og hefur helmingi hærri veiðikvóta en allur fiskiskipaflotinn til samans. Hátt í hundrað laxeldi hafa varla undan að framleiða góðfisk, selnum til há- tíðabrigða. Þessi fisk- kvikindi, sem hann kemst ekki yfir að éta, eru svo bitin og orm- smogin af hans völdum að enginn leggur þau sér til munns fyrr enbú- ið er að ormhreinsa hann fyrir mörg hund- ruð milljónir árlega. Nú er selurinn líka á leiðinni undir sjávarút- vegsráðuneytið, eins og öll meiriháttar vanda- mál þjóðarinnar, að Al- berti undanskildum. Selurinn er sem sagt orðinn aðal höfuðverk- ur Halldórs Ásgríms- sonar, og var þó varla á >ann verk bætandi. Jess vegna verður öll >jóðin að sameinast, og standa vörð um gjald- eyrissjóði sína, sem hún á í sjónum allt í kring- um íandið, áður en sel- urinn étur þá upp til agna. Sjálfsagt er að slá tvær flugur í einu höggi, ef það er hægt, o^ hella sér út í selveiðar 1 vísindaskyni næstu fimm árin eða svo. Eða úthluta 10 tonna þorsk- kvóta út á hvem sel sem veiddur er, það myndi sannarlega lrtta á öllu hjá Halldóri, nema pyngjunni. Frumat- vinnugreinin yrði þar með endurvakin, þ.e.a. s. reglulegir veiðimenn. Reyndar mætti skapa fjöída manns vinnu við að stoppa kópana upp til útflutnings, eða fynr túrista. Ekki er óal- gengt að íslenskir Spán- arfarar komi með heilu hjarðirnar af uppstopp- uðum ösnum með sér til landsins. Eitthvað verð- ur að gera og það strax. Landeigendur hafa ekki hátt um selinn í seinni tíð eða skaða- bótaskylduna, sem hann bakar þeim, með öllu fiskátinu, eða kostnaðinum við orma- tínslu upp á margar milljónir á ári. Það skýrðist fljótt, hver ætti hvaða sel, ef hægt yrði allt í einu að selja veiði- leyfi út á þá. Eignarrétt- ur landeigandans er ótvíræður, ef sæmilega spýtu rekur í fjöru ein- hversstaðar. En tundur- dufl rekur aldrei nema á ríkisjarðir, þeim fylgir nefnilega kostnaður við að gera þau óvirk. Kannski lenda landeig- endur einhvem tímann hjá Halldóri í sjávarút- vegsráðuneytinu. -------ORÐVAR-------- -getraunir „Tippa öðru hvoru“ „Ég tippa öðru hvoru en get ekki sagt að mér þyki skemmtilegt að bíða úrslitanna á laugardögum. Þá reynir nokkuð á þolinmæðina, sem er af skornum skammti í fari mínu“ segir næsti spekingur okkar, Sigurður J. Sigurðs- son, aðalbókari hjá íslenskum Markaði hf. „Árangurinn er varla umræðu verður. Ég hef fengið þrjá smávinninga, síðast fyrir tveimur árum síðan. Uppáhaldslið? Á æskuárunum fékk ég mikið dálæti á nokkrum leikmanna West Ham, sem áttu stóran þátt í sigri Englendinga á V-Þjóðverjum í HM 1966. Éghef allar götur síðan haft taugar til West Ham þrátt fyrir þá stað- reynd að Bobby Moore og félagar séu fyrir langa löngu horfnir úr sviðsljósi knattspyrnunnar. West Ham stóð sig vel á síðasta keppnistímabili og ég hef trú á því að liðið verði einnig í eldlínu toppbaráttunnar í vetur“ sagði Sig- urður J. Sigurðsson, alias Bóbó, að lokum. -pket. Coventry-Everton ........ X Liverpool-Arsenal ....... 1 Luton-Newcastle ......... 1 Man.United-Charlton .... 1 Norwich-Southampton ... 2 Nott’m Forest-Watford . X Oxford-West Ham..........2 Q.P.R.-Aston Villa .......1 Sheff. Wed.-Chelsea ......1 Tottenham-Man. City ... X Wimbledon-Leicester .... 1 Portsmouth-Ipswich .... X Siggi með sex Sigurður Sigurðsson stóð sig ágætlega, fékk sex rétta í síðustu leikviku. Það verður gaman að sjá hvað nafni hans „Bóbó“ gerir. -pket. Gatnaframkvæmdir í Keflavík: Slæmur frágangur veldur tjóni Eins og fram kom í síð- asta blaði hefur nokkuð verið um skemmdir sem rekja má til slæmra merk- inga eða frágangs hjá verk- taka þeim er annast viðgerð á malbiki ýmissa gatna í Keflavík. Að sögn lögreglunnar hefur nokkuð borið á skemmdum á dekkjum bif- reiða sem lent hafa á brunn- um sem standa upp úr göt- um svo og á skörpum brún- um eftir fræsingu í malbikið. Þá hefur einnig verið svolít- ið um það að fólk hafi fengið tjöru i föt sín frá vinnubrögðum sama verk- taka. -epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.