Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1986, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 28.08.1986, Blaðsíða 20
WKUft fuUit Fimmtudagur 28. ágúst 1986 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 14, II. hæð. - Sími 4717. Kristján skólastjóri -Gunnar Þór yfirkennari Myllubakkaskóli FEGURSTI GARÐURINN AÐ DRANGAVOLLUM 6 Fegrunar- og skrúðgarð- anefnd Keflavíkur veitti sl. fimmtudag fegurðarverð- laun til einstaklinga og fyrirtækja 1986. I máli dómnefndar kom fram að í skoðunarferðum hennar um bæinn hafi það vakið sérstaka ánægju að sjá hve bæjarbúar eru al- mennt farnir að fegra og snyrta í kringum heimili sín, ekki síst eigendur nýrra og nýlegri húsa sem margir hverjir leggja greinilega orðið áherslu á að rækta og laga í kringum nýbyggð hús sín. Það hlýtur, að verka hvetjandi á nábúana. Fegursti garðurinn í Keflavík 1986 að matidóm- nefndar er í eigu þeirra Ól- afar Björnsdóttur og Stur- laugs Ólafssonar að Drangavöllum 6. Er garð- urinn vel að þessu sæmdar- heiti kominn enda sérlega glæsilegur að öllu leyti svo og umhverfi hans. Tveir gamalgrónir og vel hirtir garðar fengu viður- kenningar að þessu sinni. Eru það garðarnir að Há- holti 25 og 27, sá fyrrnefndi í eigu þeirra Rósu Helga- dóttur og Harðar Guð- mundssonar og sá síðar- nefndi þeirra Helgu Krist- insdóttur og Björns Stef- ánssonar. Garðar þessir hafa um árabil verið vel hirtir og fallegir. Ein verðlaun voru veitt atvinnuhúsnæði og var þar fyrir valinu húsnæði Eigna- miðlunar Suðurnesja að Hafnargötu 17. Eigandi þess hlýtur viðurkenningu fyrir frábærar endurbætur og snyrtilegan frágang á gömlu húsi. Engin gata hlaut náð fyrir augum dómnefndar að þessu sinni en lítið vantar á að nokkrar séu þess virði að fá viðurkenn- ingu. Jafnframt kom fram hjá dómnefnd að í ferðum hennar um bæinn hafi sést margir athyglisverðir garð- ar sem fróðlegt verði að fylgjast með í framtíðinni. I lokaorðum dómnefnd- ar kom fram að stutt er í PENINGUM OG BÍLUM STOLIÐ Á miðvikudag var pen- ingaveski stolið úr bíl og jafnframt farið inn í geymslu hjá sama aðila. Degi síðar var bifreið stolið og fannst hún óskemmd við Stóru-Vogaskóla í Vogum. Þá var stolið peningum úr íbúð í Keflavík á föstudag. Og að lokum var á laugar- dag stolið bíl sem fannst fljótlega óskemmdur. epj fertugsafmæli Keflavíkur- bæjar sem verður 1989. Verður það vonandi enn frekari hvatning fyrir Kefl- víkinga til að halda áfram r------------------------ að fegra og snyrta í kring- um sig og verður þá ekki langt að bíða þess að bær- inn verði með þeim fegurstu hér á landi. -pket. Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, hef- ur sett Kristján A. Jónsson sem skólastjóra Myllu- bakkaskóla í Keflavík og Gunnar Þór Jónsson sem yfirkennara við sama skóla. Eru þeir settir í stöðurþess- ar til eins árs, eða þann tíma sem skipaður skólastjóri, Vilhjálmur Ketilsson, er í laupalausu fríi frá störfum. Áður en ráðherra setti í stöður þessari hafði bæði skólanefnd Keflavíkur og fræðslustjóri mælt með um- ræddum aðilum. epj. Miðneshreppur 100 ára á laugardag: Fjölbreytt afmælis- dagskrá næstu viku Næstkomandi laugar- dag þ. 30 ágúst eru eitt hundrað ár liðin frá því að Rosmhvalaneshrepp- ur var stofnaður, sem hlaut síðan við skiptingu nafnið Miðneshreppur og ber það nafn ennþá. Af þessu tilefni hafa ver- ið haldnar nokkrar uppákomur í sveitarfél- aginu en aðal hátíðar- höldin munu standa næstu viku. Hefjast þau á laugar- dag og standa yfir fram á laugardagskvöld þann 6. september. Eins og sést í auglýsingu annars staðar í blaðinu verða daglega þennan tíma einhverjar uppákomur s.s. ræðuhöld, afhjúpun minnismerkis, sýningar, skrúðganga, golfmót, messa, glens, fíugelda- sýning, dansleikir o.m.fl. epj. J

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.