Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.08.1986, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 28.08.1986, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 28. ágúst 1986 VI’KUR-fréttir Verkfræðingar byggingatækni- fræðingar Keflavíkurbær auglýsir hér með eftir verkfræðingi eða byggingartækni- fræðingi til að veita forstöðu tækni- deild bæjarins. Við óskum eftir að viðkomandi hafi starfsreynslu og sýni meðmæli. Við ráðningu eru sett bú- setuskilyrði í Keflavík. Umsóknarfrest- ur er til 5. september 1986. Allar nánari upplýsingar gefur bæjarstjórinn í síma 92-1550. Bæjarstjórinn i Keflavík Prjónakonur Viljum kaupa lopapeysur í eftirtöldum stærðum: Heilar í large, mórauðar, hvítarog gráar extra large, alla liti. Hnepptar herra í medium, gráar, large, alla liti extra large, alla liti. Hneptar dömu large, alla liti medium, hvítar. Einnig sjónvarpssokka. Móttaka verður að Iðavöllum 14b, mið- vikudaginn 10. sept. kl. 10-12. ||a ÍSLENZKUR MARKADUR HF. mmms VARNARLIÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI óskar eftir að ráða í eftirfarandi starf: UPPLÝSINGAFULLTRÚI í TÓMSTUNDASTOFNUN Upplýsingafulltrúi hefur það hlutverk með höndum að upplýsa varnarliðs- menn og fjölskyldur þeirra umferðalög, íþróttir og tómstundastarfsemi sem stofnunin býður upp á. Krafist er starfsreynslu við almenna fjölmiðlun eða menntunar í fjölmiðla- fræði. Mjög góð enskukunnátta skil- yrði, þar sem viðkomandi þarf að skrifa greinar á ensku og koma fram í fjöl- miðlum. Umsóknir berist varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, ráðningadeild, Keflavíkurflugvelli, eigi síðar en 2. sept. 1986. Nánari upplýsingar veittar í síma 1973. Skotlandsferð Lúðrasveitar Njarðvíkur - seinni hluti: Vel heppnaðir tónleikar Áður en við lögðum af stað að heiman til Skotlands, höfðum við safnað okkur í sérstakan matarsjóð sem var sameiginleg- ur fyrir alla lúðrasveitina, þann- ig að þegar við fórum út að snæða saman eina máltíð á dag var matarsjóðurinn sem borgaði allan pakkann. Efst á vinsælda- listanum voru hamborgara- og pizzustaðir, en einnig komið við á stöðum með venjulegan mat. Áberandi var hve þjónustan var hröð og lipur alls staðar. Einnig höfðum við útbúið ör- yggisspjöld sem hver og einn haíði nælt inná sig með upplýs- ingum um nafn og heimilisfang á hótelinu, ef einhver týndist, en sem betur fór kom það aldrei til. Einhvem tímann þurfti að gera ráð fyrir verslunarleiðangri og var því mánudagurinn notað- ur í slíkt, enda ekkert sérstakt á dagskránni þann daginn fyrr en um kvöldið. Áttu allir að vera komnir heim úr þeim leiðangri ekki seinna en kl. 5 til að hafa smá ráðrúm til að hvíla sig og búa fyrir kvöldið. Það kom í ljós að kynningin á þessum tónleikum sem Skotam- ir höfðu staðið fyrir bar góðan árangur, þvi áheyrendur vom um 300 talsins á öllum aldri. Tónleikamir tókust í alla staði vel, nema hvað kynnirinn sem er prestur í þeirra sókn, átti í vand- ræðum með að bera fram nafn lúðrasveitarinnar okkar og heiti á ýmsum lögum sem vom flutt. Vom áheyrendur sýnilega mjög ánægðir með spilamennsku beggja sveitanna og klöppuðu þeim lof í lófa, enda lögðu krakkamir sig fram við að gera þessa tónleika skemmtilega og áheyrilega. Ekki linnti spilamennskunni, því bæði á þriðjudag og miðviku- dag komu þau fram í stómm verslunarmörkuðum og spiluðu sig inn í hjörtu allra þeirra sem þar áttu erindi. „Pollock shopping centre" er stór verslunarmiðstöð í þeim hluta borgarinnar sem gestgjafar okkar búa og er á stærð við 4 Hagkaup í Njarðvík svo ekki sé minna sagt. Þar léku þau á þrið- judeginum við góðan orðstý. Meðlimir úr skosku hljómsveit- inni vom dyggir fylgisveinar okkar, bæði þar og í „Briggait centre“, hvar hljómsveitin okkar spilaði á miðvikudeginum. „Bri- ggait centre" var áður gamall fiskimarkaður sem hafði legið í niðurníðslu í fjöldamörg ár, en nú nýverið fengið andlitslyftingu og endurreistur sem verslunar- markaður með fjölda verslana og vígður skömmu áður en við komum út, af Margréti prins- essu. Nú fór óðum að styttast í heimför og farið að leggja síð- ustu hönd á innkaup o.þ.h. sem var mjög handhægt þar sem við bjuggum nánast við eina aðal- verslunargötu Glasgow, Sauchi- hall street. Að kveldi næstsíðasta dags, héldu Skotamir okkur kveðju- partý í safnaðarheimili kirkjunn- ar sinnar, á sama stað og þau héldu okkur „welcome party“ áður. Var þar vel veitt af gos- drykkjum og sælgæti og dunaði dansinn alveg á fullu. Þegar leið að lokum þessarar fjörugu kvöldstundar, notuðum við fararstjórar tækifærið til að þakka Skotunum fyrir gestrisni þeirra og vinarhug og færðum þeim fyrir hönd okkar allra gjaf- ir sem voru minjagripir og bækur um Island. Gáfu Skot- amir þá yfirlýsingu um að stefnt yrði að því að heimsækja okkur að ári sem vakti gífurlegan fögn- uð. Síðasti dagurinn rann upp og allt klappað og klárt til heimferð- ar. Nokkrir gallharðir hamborg- araaðdáendur notuðu síðasta tækifærið til að fá sér ekta „Wimpy“ og kók áður en lagt var af stað út á flugvöll með rútu eftir hádegið. Með okkur út á völl kom stór hópur af vinum úr skosku sveit- inni þar sem þau biðu með okkur eins lengi og þau gátu. Á þessum fáu dögum höfðu myndast svo góð vinasambönd að með mikl- um trega kvöddumst við og það eitt gat huggað suma að Skotam- ir stefna á ferð til íslands næsta sutnar. I þessari Skotlandsferð vom þau Hallfnður Matthíasdóttir, Gunnar Öm Guðmundsson, Helga Ingimundardóttir og Har- aldur Á. Haraldsson fararstjór- ar, en Haraldur er jafnframt stjórnandi sveitarinnar. Tókst ferðin í alla staði mjög vel og skil- ur eftir sig dýrmæta reynslu fyrir krakkana í lúðrasveitinni og margar ógleymanlegar minning- ar. Er okkur ofarlega í huga, nú að ferðalokum, sá dyggilegi fjár- hagsstuðningur er við fengum frá einstaklingum, fyrirtækjum og Njarðvíkingum öllum, og vilj- um nota hér með tækifærið að þakka þeim fyrir að stuðla að því að þessi ferð varð að veruleika. Helga Ingimundardóttir Á sameiginlegum tónleikum með South Side Brass Shawlands Academy. Vinsælasta fæðutegundin snædd. Einbeitingin leynir sér ekki - Pollock Centre.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.