Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.1986, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 20.11.1986, Blaðsíða 1
Hóta að segja upp um áramót - verði ekki samþykkt að hefja byggingu slökkvistöðvar Húseigendur við Suðurgötu: Mótfallnir byggingu D-álmu Verkafólk í Keflavík: Tíma- bundið atvinnu- leysi eykst Um síðustu mánaðamót voru 21 á atvinnuleysis- skrá í Keflavík. Skiptist fólk þetta þannig að 1 var verslunarmaður, 15 verka- konur, 4 verkamenn og 1 vélstjóri. Þá hefur um 100 manns verið sagt upp störfum hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur. Taka uppsagnirþessar gildi um næstu mánaðamót. En gert er ráð fyrir að það verði endurráðið í byrjun janúar. Stöðvun fiskvinnslu hjá þessu fyrirtæki er orðin ár- viss viðburður. Stafar þetta af því að togarar fyrirtækis- ins eiga báðir að stöðva í desember í 20 daga skv. sóknarkvótanum. Auk þess sem Bergvíkin mun fara í slipp. epj. Að undanförnu hafa slökkviliðsmenn í Grinda- vík þrýst nokkuð á bæjar- yfirvöld á staðnum um að hefjast handa við byggingu nýrrar slökkviliðsstöðvar í Grindavík. Hafa þeir m.a. sent bæjarstjórninni bréf þar sem þeir hóta að segja upp störfum um áramót verði ekki samþykkt að hefjast handa við bygging- una. Var bréfið tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar Grindavíkur á fimmtudag- inn var og mættu nokkrir slökkviliðsmenn á áheyr- endapallana til að fylgjast með umræðunni. Telja slökkviliðsmenn- irnir að það sé fyrst og fremst framtaksleysi hjá bæjarfélaginu að hefjast ekki þegar handa, því fyrir liggi fjárveiting hjá Bruna- bótafélaginu sem ekki þurfi að greiða aftur, auk þess sem BÍ hafi þegar reitt fram greiðslu til verksins. Kom þessi skoðun m.a. fram á aðalfundi Landssambands slökkviliðsmanna sem haldinn var nýlega. Vegna þessa höfðu Vík- urfréttir sambandi við Jón Gunnar Stefánsson bæjar- stjóra í Grindavík. Hann hafði þetta um málið að segja: „Slökkviliðsmennirnir eru mjög óþolinmóðir með að fá þessa nýju slökkviliðs- stöð upp. Er þetta verkefni upp á 10-12 milljónir krópa, en það er ekki enn komin upp sú staða að láta þetta ganga fyrir öðrum verkefnum. Eru þær full- yrðingar um einhverja borðliggjandi peninga í þetta úr lausu lofti gripnar. Brunabótafélag íslands getur hugsanlega lánað okkur einhverja upphæð til átta ára, af því fengjum við kannski 2-3 milljónir út á næsta ári. í fyrra fengum við tveggja milljóna króna lán frá þeim, sem fóru í gatnagerð. Þetta lán var til þriggja ára, en slökkviliðs- menn telja að þetta lán hafi átt að fara í bygginguna. Nú er í undirbúningi 3ja ára framkvæmdaáætlun og var það mál bæjarfulltrúa á fundinum að taka ekki á svona viðamiklu verkefni án þess að skoða hvað sú áætlun gæfi mönnum. Skóflustungan að stöð þessari var tekin fyrir all nokkru og vegna húsnæðis- skorts er tækjakostur slökkviliðsins hýstur á tveimur stöðum í bænum. Eru þetta hlutir sem þarf að koma í betra stand, það er ekki spurningin, heldur í hvaða röð á að framkvæma hlutina og það hafa menn ekki gefið endanlega út, enda er þrýst á ýmsa hluti“ sagði Jón Gunnar að lokum. epj. í framhaldi af byggingu hugsanlegrar D-álmu við Sjúkrahús Keflavíkurlækn- ishéraðs leitaði bygginga- nefnd Keflavíkur álits ná- grannanna við Suðurgötu, þ.e. húseigenda við Suður- götu 16-22 í Keflavík. Hafa borist skriflegar athuga- semdir fjögurra þessara húseigenda. Benda umræddir húseig- endur á að hús þeirra munu með byggingu viðkomandi D-álmu missa íbúðarhæfni og um leið lækki söluhæfni þeirra eða réttara sagt að þau verði sem næst óseljan- leg. Þá fara tveir þeirra fram á að bærinn kaupi þegar húseignir sínar á markaðsverði. Þrátt fyrir þetta hefur bygginganefnd Keflavíkur samþykkt beiðni um bygg- ingarleyfi umræddrar við- byggingar. epj. --HBgvirki hf.: Fer með rúman milljarð út af svæðinu Heimamönnum ekki gefinn kostur á verkum, þótt lægri séu í útboðum Mikið hitamál er komið upp varðandi útboð í byggingu eldnsneytis- birgðastöðvar á Kefla- víkurflugvelli. Þar urðu Húsanesmenn lægri en Hagvirki, en samt var ekki rætt við Húsanes, heldur samið beint við Hagvirki, sem þó hefur nóg á sinni könnu hér syðra. Á síðu 7 í dag er málið tekið fyrir og rætt við full- trúa bygginganefndar- innar ásamt fulltrúa Húsaness. Kemur þar fram ýmislegt skrítið fyrir okkur Suðurnesjamenn sem vert er að huga að. En Verktakasambandið hef- ur fordæmt þessar gerðir bygginganefndarinnar. epj- Stolið frá sofandi fólki Um sjöleytið síðasta laugardagsmorgun urðu íbúar sem verið höfðu í fasta svefni í íbúð sinni við Tjarnargötu í Keflavík, varir við mannaferðir í íbúðinni. Er hinn ókunni varð var við að heimilis- fólkið var vaknað stökk hann út úr ibúðinni. Við nánari aðgæslu kom í ljós að hann hafði tekið ófrjálsri hendi 3000 krónur i peningum áður en hann hvarf af vettvangi. En hann hafði komist inn í íbúðina i gegnum ólæsta útidyra- hurð. Af þessu tilefni vill lög- reglan vara fólk við að ganga til svefns áður en það hefur læst útidyrum og lokað gluggum á jarðhæð- um. epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.