Víkurfréttir - 20.11.1986, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 20. nóvember 1986
VIKUR-fréttir
Fasteignasalan
Hafnargötu 27 - Keflavík
Hafnargata 43, Keflavik:
Rúmgott hús (3 íbúðir) á-
samt 950 ferm. verslunar-
lóð ............... Tilboö
Tungata 9, Keflavik:
Rúmgott eldra hús á góöum
staö, sem gefur mikla mögu-
leika ............. Tilboð
KEFLAVÍK:
Nýtt einbýlishús við Óðins-
velli ásamt bílskúr, skipti á
minni fasteign koma til
greina ............ Tilboð
Raðhús við Heiðarbraut
ásamt bílsk., góðir greiöslu-
skilmálar ...... 3.950.000
3ja herb. ibúð v/Mávabraut,
skipti á dýrari eign möguleg.
1.650.000
3ja herb. íbúð við Hólmgarð,
sérsmiðaðar innréttingar og
hurðir ......... 2.200.000
2ja herb. jarðhæð við Faxa-
braut, nýstandsett. Engar
skuldir ........ 1.500.000
ibúðir í smíðum
i Keflavik:
2ja og 3ja herb. íbúðir viö
Heiðarholt, seljast tilb. undir
tréverk, öll sameign fullfrá-
gengin. Mjög góðirgreiðslu-
skilmálar. Seljandi: Húsa-
gerðin hf., Keflavík.
1.150.000-1.790.000
NJARÐVÍK:
3ja herb. íbúð við Fífumóa,
aö mestu fullgerð.
1.650.000
3ja herb. íbúð við Hjallaveg,
hagstætt verð og greiðslu-
skilmálar .... 1.500.000
2ja og 3ja herb. íbúðir við
Brekkustíg, seljast tilb. undir
tréverk, öll sameign fullfrá-
gengin. Mjög góðirgreiðslu-
skilmálar. Seljandi: Hilmar
Hafsteinsson, Njarðvík.
1.650.000-1.850.000
SANDGERÐI:
Glæsilegt einbýlishús við
Hjallagötu, möguleiki á að
taka minni fasteign upp í út-
borgun. Nánari uppl. áskrif-
stofunni ..... 4.700.000
Raðhús við Heiðarbraut,
húsið er rúmlega tilb. undir
tréverk ...... 2.400.000
Einbýlishús við Hjallagötu,
125 m2 ....... 2.850.000
4ra herb. e.h. við Ásabraut,
125 m2, sér inngangur.
1.950.000
3ja herb. n.h. við Brekkustíg,
85 m2, sérinngangur.
1.600.000
GARÐUR:
4ra herb. e.h. við Meiða-
staðaveg með sérinngangi.
1.450.000
GRINDAVÍK:
Eldra einbýlishús við
Vesturbraut .... 750.000
FASTEIGNASALAN
Hafnargötu 27 - Keflavík - Sími 1420
Lagerhúsnæði
óskast
til leigu eða kaups. Stærð 50-150 m2.
r jdropinn
Símar 2652 og 2960
molar
Allt í lagi að stela
í pólitík
í pólitík eigna menn og
flokkar sér oft hugmyndir
annarra. Slíkt henti unga
sjálfstæðismenn í Njarðvík
nú nýlega er þeir fögnuðu
þeirri ákvörðun meirihlut-
ans, að ráða íþrótta- og æsku-
lýðsfulltrúa. í ályktun sem
samþykkt var á aðalfundi
FUS, Njarðvík, segir að
fundurinn fagni því að nú-
verandi meirihluti skuli taka
upp hugmynd sjálfstæðis-
manna um ráðningu íþrótta-
og æskulýðsfulltrúa.
Þykir mörgum þetta
skondið, því þegar mál þetta
var tekið fyrir í bæjarráði
Njarðvíkur, sat fulltrúi sjálf-
stæðismanna, Ingólfur Bárð-
arson, hjá við afgreiðslu
þess. Það er kannski ekki
nema von, því ráðningæsku-
lýðs- og íþróttafulltrúa var
meðal fremstu kosningalof-
orða krata fyrir kosningar.
En það skipti unga sjálfstæð-
ismenn engu, því það segir
enginn neitt við því þó hug-
myndum sé stolið þegar
pólitík er annars vegar . . .
. . . skrítið
Meira um unga sjálfstæð-
ismenn í Njarðvík. Arnar
Ingólfsson var endurkjörinn
formaður Félags ungra sjálf-
stæðismanna á aðaifundi
félagsins nú fyrir skömmu.
Hann er jú sonur Ingólfs
Bárðarsonar, oddamanns
sjálfstæðismanna í Njarðvík.
Þess vegna vekur það athygli
ef sjálfstæðismenn þykjast
hafa átt hugmyndina um
íþrótta- og æskulýðsfulltrú-
ann, hvers vegna Ingólfur sat
hjá við afgreiðslu málsins í
bæjarráði?
Nýkominn úr
sveitinni
Það hefur oft verið sagt að
Völlurinn heilli, ekki síst ftn
boð þeirra varnarliðsmanna
fyrir Islendinga. Eitt slíkt var
haldið laugardagskvöld fyrir
skömmu. Boðsgestirnir voru
bæjar- og sveitarstjórar á
Suðurnesjum og þeirra mak-
ar. Fengu þeir boðskort sent
vegna tilefnisins. Þegar
stundin rann upp og stjór-
arnir mættu á staðinn kom í
ljós, að fulltrúar Njarðvík-
inga voru heldur margir.
Auk bæjarstjórahjónanna
var mættur forsetinn, Ragn-
ar Halldórsson og frú. Ragn-
ar var ekki með boðskort og
því ekki gert ráð fyrir honum
í samkvæmið. En það redd-
aðist nú allt saman, því einn
strípugæinn af vellinum boð-
aði forföll. Hafa menn velt
því fyrir sér, hvort Ragnar
hafi ekki treyst nýja bæjar-
stjóranum og þess vegna
þurft að halda í hendina á
honum. Hann er jú nýkom-
inn úr sveitinni . . .
Eini áhrifamaður
Allaballa
Alþýðubandalagið missti
sem kunnugt er sinn mann út
úr bæjarstjórn í Keflavík í
kosningunum sl. vor. Þeir
eiga því enga fulltrúa í nefnd-
um bæjarins. Það getur þó
alltaf laumast einn og einn
innan um, og þá í gegnum
önnur félög, sem fá fulltrúa í
ýmsum nefndum, til dæmis
íþróttaráð. Þar er ÍBK með
einn fulltrúa og hefur for-
maður félagsins séð um þessa
,,setu“. Það er jú Ragnar
Marinósson. Ekki er vitað að
hann hafi þjónað öðrum
flokki en Alþýðubandalag-
inu í gegnum sætt og súrt.
Hann situr í íþróttaráði með
tveimur frá meirihlutanum
og tveimur frá minnihluta.
Sem sagt oddamaður í ráð-
inu. Hefur Ragnar fengið
viðurnefnið Oddur, síðan
þetta uppgötvaðist.
Drífa fór inn líka
Við sögðum frá því í síð-
ustu Molum, að Hilmar Þ.
Hilmarsson hefði náð kjöri í
miðstjórn Framsóknar-
flokksins á dögunum, á
sama tíma og margir valin-
kunnir framsóknarmenn
náðu ekki kjöri. En hann var
ekki eini Suðurnesjamaður-
inn sem vann það afrek, því
bæjarfulltrúi flokksins í
Keflavík, Drífa Sigfúsdóttir,
náði endurkjöri, og það með
fleiri atkvæðum að baki sér
en Hilmar. Gott það, Drífa.
Algjört kaos
Geysimikla athygli hefur
vakið þær fullyrðingar
stjórnenda hjá Almanna-
vörnum ríkisins, að æfingin á
dögunum hafi tekist vel, því
leita þarf vel til að finna ein-
hvern þátttakanda í æfing-
unni sem er sömu skoðunar.
Virðast þessir háu herrar því
lítið vita um hvað þeir tala,
nema þetta hafi verið
„skipulagt kaos\ eins og
menn kalla núorðið slíka
hringavitleysu sem þarna
átti sér stað.
Quelle, skartgripir
og Stapafell
Nú hefur Stapafell tekið í
notkun viðbótarhúsnæði í
nýbyggingu sinni. Þá hefur
Sigurjón í Quelle-umboðinu
opnað afgreiðslubúð við hlið-
ina á Stapafelli. Og í Ungó
þar sem Hnetan var áður,
segja heimildir að opna muni
bráðlega verslun með’skart-
gripi og aðra gjafavöru. Já,
það vantar ekki íjörið við
Hafnargötuna í Keflavík.
Fréttaritarinn
og Bylgjan
Athygli Mola hefur verið
vakin á því að fréttaritari
ríkisútvarpsins í Keflavík,
Ragnar Örn Pétursson, aug-
lýsir nú mikið hjá samkeppn-
isaðila útvarpsins, Bylgj-
unni, en ekki hjá félögum
sínum á ríkisútvarpinu. Auð-
heyrt er að ekki fer saman
einka-,,bisness“ Ragnars
Arnar og hugsjón fréttarit-
arans.
Enn rúllar boltinn
Þrátt fyrir að bæjarstarfs-
menn í Keflavík hafi unnið
að uppsetningu leiðbeining-
armerkja fyrir Hótel Kefla-
vík við Hafnargötuna í
Keflavík á dögunum, sam-
kvæmt ákvörðun bæjar-
stjóra, virðist það veltast
fyrir mönnum að gefa grænt
ljós á málið. Það nýjasta er
að bæjarráð hefur vísað mál-
inu til umferðarnefndar,
þeirrar sömu og upphaflega
spurðist fyrir um málið.
Hvert boltinn (málið) mun
rúlla þaðan, bíða menn nú
spenntir að sjá.
s.o.s.
All miklar líkur eru nú á
því að Sigmundur Örn Stein-
arsson, sem betur er þekktur
undir höfundarheitinu SOS,
setjist næstur í ritstjórastól
Reykjanessins. SOS er gam-
algróinn blaðamaður aðai-
lega á sviði íþrótta, en hann
hefur lengi rennt hýru auga
hingað suður eftir, enda hans
betri helmingur fæddur og
uppalinn Keflvíkingur, eins
og reyndar var með konu As-
mundar, fyrrum ritstjóra, sem
nú er búið að reka. Þá hefur
það lengi verið stefna Ragn-
ars Arnar, formanns útgáfu-
stjórnar, að fá félaga sinn
SOS í starfið.___________
Samviska & KaunsaM. 'mmm
SAMNEFNARI IBUA A SUÐURNESJUM
j ATVINNU OG FRÍTÍMUM.
TEIKNARI
BRAGI EINARSS0N
„Hei! Ég fékk frábæra hugmynd! Förum í lækna-
leik á meðan við bíðum“.