Víkurfréttir


Víkurfréttir - 20.11.1986, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 20.11.1986, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 20. nóvember 1986 VÍKUR-fréttir Nýja flugstöðin Keflavík Stafrfsstúlka óskast á skrifstofu Hag- virkis hf. við nýju flugstöðina, Kefla- víkurflugvelli. Hlutastarf eða heils- dags starf. Upplýsingar í síma 4755. HAGVIRKI HF. : orðvan = MISMUNANDI SIÐFERÐISMAT Siðferðismat þjóða er afar mismunandi og mark- ast hugtakið, eins og nafnið gefur til kynna, við siði og venjur í viðkomandi landi. Til dæmis er það óráðlegt og telst siðleysi hér, að eiga margar eigin- konur, en hagkvæmt og sjálfsagður hlutur í Araba- löndunum. Ef einhver kaupir heilan kjötskrokk hér þykir eðlilegt að hann setji hann í frystikistuna sína. Víða annars staðar bd. á Grænlandi, væri það talið siðleysi að deila ekki kjötinu strax með ná- grönnum sínum. Síðustu ár hafa siðir og siðferði breyst óvenju hratt hér á landi. Til dæm- is hefði það verið talinn þjófnaður fyrir nokkrum árum ef 5 milljónir af al- mannafé hefðu horfið á einhvem dularfullan hátt ofaní vasa einhvers útí bæ. Almenningur og lögin hefðu tekið hart á þeirri óráðvendni. Nú heiti slíkt að draga sér fé, í versta til- felli bókhaldsóreiða eða fjármálamisferli og málið er gleymt um leið og við- komandi hefur beðist afsökunar á þessu gáleysi og lofað að gera svona lag- að aldrei aftur. Ekki þykir ámælisvert eða saknæmt, þó ráða- menn og stjómendur inn- lánsstofnana glopri and- virði 200 einbýlishúsa eitt- hvað út í buskann fyrir ein- skæran aulahátt. Þeir sem best til þekkja, telja svona uppákomu bara eðlilega öðm hvom. Menn sem hafa þann starfa að ráð- stafa fé örlátra til betra lífs, eiga það til í greiða- semi að eyða obbanum af sjóðnum í snobbreisur um heiminn. Þegar sjóðurinn er tæmdur er þeim hrósað í hástert og taldir hug; myndaríkir atorkumenn. I nútímaskilningi er töluvert tíl í þessu, því verði mönn- um á að skjóta skjólshúsi yflr aumkunarverða fjöl- skyldu, sem er á götunni, mega þeir teljast heppnir að lenda ekki eignarlausir í tukthúsinu, ef þeir fara fram á húsaleigu, mann- orðinu tapa þeir í flestum tilfdlum. Það þykir smá- frétt, sem fáir taka eftir, að lýst hefur verið 800 gjaldþrotum frá áramót- um í Reykjavík. Það var hins vegar stórfrétt í öll- um fjölmiðlum, sem fékk landslýð til að skjálfa af angist, þegar forstjóra- grey þjónustufyrirtækis norður í landi, vildi hækka gjaldtöku fyrirtækisins til að forða því frá gjaldþroti. Maðurinn var greinilega ekld í takt við tímann og var samstundis rekinn. Opinberir embættis- menn hafa í áraraðir farið framhjá lögum og reglum eða skipunum yfirboðara sinna, jafnvel stungið heilu málaflokkunum undir stól, eða taflð þá svo í pólitískri svikamyllu sín á milli, að nú ofbýður ráðherranum sjálfum. Engum hefur enn- þá dottið í hug að lagfæra ástandið á þeim bæ. Hvergi hefur almennt sið- ferði snúist jafn rækilega við og í skattamálunum. Skattsvik eru talin mönn- um tíl kosta, margir kom- ast upp með þau ár eftir ár og hælast um, þar er sam- hjálpin í hámarki og gagn- kvæm. Já, margt þykir gott í eyjunum, sem fólkið á meginlandinu lítur ekki við. ORÐVAR Jólablað Víkur-frétta kemur út 18. desember. Stórt og fjölbreytt að vanda. Verið tímanlega með auglýsingarnar. AUGLÝSINGASÍMINN er 4717. vnsmuum Til greiðenda bæjargjalda ATHUGIÐ - ATHUGIÐ: Frá og með næstu áramótum verða dráttarvextir á útsvar/aðstöðugjöld og fasteignagjöld reiknaðir mánuði eftir gjalddaga í stað 45 daga, eins og nú tíðkast. Þó verða vextir ekki reiknaðirfyrr en að liðnum a.m.k. tveim virkurn dögum eftir hver mánaðamót. Samkvæmt framangreindu verða dráttarvextir á fyrsta gjalddaga fyrirframgreiðslu útsvars og aðstöðugjalds auk fyrsta gjalddaga fasteignagjalda reiknaðir um mánaðamótin febrúar-mars 1987. Dráttarvextir á skuld frá fyrra ári reiknast mánuði fyrr. Launagreiðendum er sérstaklega bent á að taka tillit til til breyttra dráttarvaxtadaga og haga skilum á gjöldum starfsmanna eftir því. INNHEIMTA KEFLAVÍKURBÆJAR =getraunir „Auðveldir seðlar erfíðir fyrir fagmenn“ „Mér sýnist þetta vera léttur seðill, margir léttir leikir, og það er ekki gott fyrir okkur fagmennina. Þetta þarf að vera svolítið snúnara", segir næsti spekingur okkar, Grétar Grétarsson, hraðbankastjóri í Sparisjóðnum. Grétar er í félagi með vini sínum Magnúsi Haraldssyni, sem heitir Milljónafélagið. Er það félagið sem eyðir millj- ónum í getraunaseðla eða sem vinnur milljónir? ,,Við er- um með „nokkra“ seðla á viku og jú . . . tökum þettaafþó nokkurri alvöru, við verðum að standa undir nafni. Það varð að vísu til þegar gamla krónan var í fullu gildi. Gengið? Við erum nú bara rétt að byrja, en þetta hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Starfsemi félagsins hefst aldrei fyrr en liðið er á haustið. Það verður að skoða getu liðanna og spá svolítið í stöðuna. Uppáhaldslið? Man- chester United hefur alltaf verið mitt lið. Þó svo að liðinu hafi gengið illa sem af er, er hægt að sjá eitt jákvætt. Það getur bætt sig og á eftir að gera það“ sagði Milljónafélags- maðurinn Grétar Grétarsson að lokum. Heildarspá Grétars: Uerdingen - B. Munchen X Charlton - Southampton . 1 Chelsea - Newcastle .... X Coventry - Norwich ..... 1 Everton - Liverpool (sd.) . 1 Man. Utd. - Q.P.R....... 1 Nott’m For. - Wimbledon I Oxford - Tottenham .... X Sheffield Wed. - Luton .. 2 Watford - Leicester.... 1 West Ham - Aston Villa . 1 Derby - Sheffield Utd. ... 1 Vinningshafínn með 5 rétta Það er fátt um fína drætti hjá spekingum okkar þessa dagana. Fimm réttir hjá Einsa Júl. Sigurður J. Sig. og Indriði eru því enn efstir með 7 rétta. - pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.